Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

172. fundur 13. ágúst 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA

1312009

9. fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA var haldinn í Grímsnes- og Grafningshreppi í lok júní 2014, ályktanir fundarins eru lagðar fram til kynningar.
Lagðar fram ályktanir 9. fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA.

2.Húsnæðismál BS

1407002

Bæjarráð Reykjanesbæjar fékk OMR verkfræðistofu til að rýna kostnaðaráætlun við endurbætur á húsnæði sem stendur til boða að kaupa fyrir starfsemi BS.
Lögð fram úttekt OMR verkfræðistofu unnin fyrir Bæjarráð Reykjanesbæjar, vegna endurbóta á húsnæði sem hefur verið til skoðunar að kaupa fyrir starfsemi Brunavarna Suðurnesja.

3.15. þing LSS

1407001

Ályktanir 15. þings Landssambands slökkviliðsmanna lagðar fram til kynningar.
Ályktanir 15. þings Landssambands slökkviliðsmanna lagðar fram.

4.Málþing sveitarfélaga varðanda nýja íbúa af erlendum uppruna

1407009

Boðað er til málþings um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna þann 14. nóvember 2014. Jafnframt óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið um þau málefni.
Boðað er til málþings um þjónustu við nýja íbúa af erlendum uppruna, fundarboðið lagt fram. Bæjarráð felur félagsmálastjóra sveitarfélagsins að vera tengiliður sveitarfélgsins vegna verkefnisins.

5.Ósk um bogfimiaðstöðu

1408001

Lögð fram fyrirspurn og beiðni til sveitarfélagsins um að komið verði upp aðstöðu til iðkunar bogfimi.
Lagt fram bréf Sigurbjargar Erlu og Guðbjargar Viðju Pétursdætra, móttekið 05.08.2014, beiðni um aðstöðu til iðkunar bogfimi í sveitarfélaginu. Bæjarráð beinir erindinu til Frístunda- og menningarnefndar með ósk um að málið verði tekið til skoðunar.

6.Stúkubygging við knattspyrnuvelli

1401043

Byggingaleyfisgjöld vegna stúkubyggingar eru kr. 18.863.
Byggingaleyfisgjöld vegna stúkubyggingar við knattspyrnuvelli eru kr. 18.863. Bæjarráð samþykkir að veita styrk sem nemur þeirri fjárhæð til greiðslu gjaldanna.

7.Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2014-2018

1406009

Ráðningarsamningur við bæjarstjóra vegna kjörtímabilsins 2014 - 2018 lagður fram til samþykktar.
Lagður fram ráðningarsamningur við bæjarstjóra vegna kjörtímabilsins 2014 - 2018. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur forseta bæjarstjórnar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.

8.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir

1404073

Málið var á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs, formanni bæjarráðs og bæjarstjóra var falið að funda með forsvarsmönnum félagsins.
Á fundinum er lagður fram undirritaður samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Skyggnis og Sveitarfélagsins Voga, dags. 11.08.2014, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og stjórnar björgunarsveitarinnar. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

9.Samstarfsamningur við Kvenfélagið Fjólu 2014

1405018

Málið var á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs, formanni bæjarráðs og bæjarstjóra var falið að funda með forsvarsmönnum félagsins.
Á fundinum er lagður fram undirritaður samstarfssamningur Kvenfélagsins Fjólu og Sveitarfélagsins Voga, dags. 12.08.2014, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og stjórnar kvenfélagsins. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

10.Endurnýjun samstarfssamnings - Minjafélagið

1404074

Málið var á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs, formanni bæjarráðs og bæjarstjóra var falið að funda með forsvarsmönnum félagsins.
Á fundinum er lagður fram undirritaður samstarfssamningur Minjafélagsins og Sveitarfélagsins Voga, dags. 12.08.2014, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og stjórnar Minjafélagsins. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

11.Ársfjórðungsleg rekstraryfirlit

1305014

Rekstraryfirlit og samanburður við áætlun janúar - júní 2014
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir mánuðina janúar - júní 2014, ásamt samanburði við áætlun.

12.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

1402012

Fundargerð 817. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram fundargerð 817. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

13.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Fundargerð 678. fundar SSS
Lögð fram fundargerð 678. fundar stjórnar SSS.

14.Fundir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2014

1401008

Fundargerðir 237. og 238. funda stjórnar BS
Lagðar fram fundargerðir 237. og 238. funda stjórnar Brunavarna Suðurnesja.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?