Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

297. fundur 05. febrúar 2020 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurpáll Árnason 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Vatnslögn Njarðvík-Vogar

1912028

Minnisblað bæjarstjóra dags.3.2.2020
Lagt fram
Fyrir liggur svar landeigenda við fyrirspurn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar vatnslagnar milli Njarðvíkur og Voga. Óskað hefur verið eftir við HS Veitur hf. að unninn verði hnitsettur uppdráttur af lagnaleiðinni, með þversniðum, og er það mál í vinnslu. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir er annars vegar unnt að leita eftir samkomulagi við landeigendur og hins vegar hefja undirbúning á breytingu aðalskipulags, sem er nauðsynlegt að ráðast í svo unnt sé að veita framkvæmdaleyfi fyrir lögninni.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdir 2019

1902059

Minnisblað bæjarstjóra um stöðu framkvæmda, sem enn er ólokið frá fyrra ári.
Lagt fram
Í minnisblöðum bæjarstjóra er tilgreind staða tveggja framkvæmda, sem enn er ólokið frá fyrra ári, þ.e. lagning ljósleiðara og endurnýjun fráveitu. Á fundinum var farið yfir stöðu mála og næstu skref.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram. Ákvörðun um áframhald ljósleiðaraverkefnis er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

3.Mánaðarlegt rekstraryfirlit 2020

2001034

Yfirlit um tekjur sveitarsjóðs í janúar 2020 ásamt samanburði við áætlun
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Tekjuyfirlit janúar 2020 lagt fram til kynningar.

4.Nýting íþróttamiðstöðvar

1908001

Minnisblað bæjarstjóra dags.3.2.2020, tillage um ráðstafanir í húsnæðismálum íþróttamiðstöðvar og aðstöðu fyrir UMFÞ.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.

5.Hólagata - Ósk um breytingu húsnúmera

1711020

Erindi íbúa í Hólagötu sem óskar eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun bæjarráðs / bæjarstjórnar um að húsnúmerum í Hólagötu verði ekki breytt.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Röksemd bæjarráðs fyrir ákvörðun sinni um að falla frá áformum um breytingu húsnúmera við Hólagötu: Fram komu mótmæli íbúa við fyrirhugaða breytingu, ásamt ábendingum um að húsnúmer hefðu verið steypt í hús þegar þau voru byggð á sínum tíma. Fyrir liggur því að ráðast þarf í breytingar sem valda kostnaði sem leggst á sveitarsjóð. Það er mat bæjarráðs að afgreiðsla Skipulagsnefndar hafi verið byggð á rökum og gögnum í málinu.

6.Viðbrögð við náttúruvá í Sveitarfélaginu Vogum

2001051

Minnisblað bæjarstjóra dags. 3.2.2020, ráðstafnir á vettvangi sveitarfélagsins vegna hugsanlegrar náttúruvár.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna kostnað við uppsetningu færanlegrar varaaflsstöðvar í sveitarfélaginu, ásamt því að koma upp viðeigandi tengingum á byggingu Stóru-Vogaskóla, sem er skilgreind sem fjöldahjálparstöð í Vogum. Bæjarráð ítrekar jafnframt bókun bæjarstjórnar um mikilvægi þess að unnin verði rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið, og felur bæjarstjóra að koma því á framfæri við Almannavarnarnefnd.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram

7.Samstarfssamningur við Knattspyrnudeild Þrótta 2019-2022

1912001

Samstarfssamningur lagður fram til staðfestingar.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:  Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum

8.Samstarfssamningur við Vogar TV

1911048

Samstarfssamningur lagður fram til staðfestingar.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:  Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum

9.Samstarfssamningur við Vélavini 2019-2022

1912002

Samstarfssamningur lagður fram til staðfestingar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:  Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

2001035

Boðun XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundarboðið lagt fram.

11.Fundargerðir Siglingaráðs

1904033

Fundargerð 20. fundar Siglingaráðs
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2020

2001047

Fundargerð 419. fundar Hafnasambands Íslands
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir HES 2020

2002001

Fundargerð 281. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?