Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

170. fundur 06. júní 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason
  • Erla Lúðvíksdóttir
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Oddur Ragnar Þórðarson varaformaður stýrir fundi.

1.Tillögur Haraldar L. Haraldssonar vegna rekstrar Félagsþjónustu

1405013

Sveitarfélagið Garður óskar eftir viðræðum við samstarfssveitarfélög sín um félagsþjónustuna um tillögur Haraldar L. Haraldssonar.
Lagt fram bréf bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs um tillögur Haraldar L. Haraldssonar varðandi rekstur sameiginlegrar félagsþjónustu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðsisbæjar er snúa að félagsþjónustu sveitarfélaganna.

2.Framlög úr jöfnursjóði sveitarfélaga 2014

1404030

Minnisblað bæjarstjóra um samantekt á framlögum Jöfnunarsjóðs, sbr. afgreiðslu á 167. fundi bæjarráðs
Minnisblað bæjarstjóra dags. 29.04.2014 lagt fram.

3.Fyrirspurn vegna landakaupa

1405004

Bréfritarar óska eftir upplýsingum um sölu jarðarinnar Kotbæjar
Lagður fram tölvupóstur Virgils Schevings dags. 5.5.2014. Bæjarstjóra falið að senda bréfritara gögn varðandi sölu tilgreindrar lóðar.

4.Landamál, óleyfisumferð

1405014

Bréfritari mótmælir óleyfisumferð á landi sínu.
Lagður fram tölvupóstur Virgils Schevings 14.05.2014. Bæjarráð ítrekar að fyrir liggur afstaða bæjarstjórnar um að umræddum vegi skuli haldið opnum fyrir almennri umferð.

5.Mótmæli vegna gámasvæðis.

1405012

Bréfritarar mótmæla gámasvæði sunnan Skipholts
Lagður fram tölvupóstur Virgils Schevings dags. 12.05.2014. Málinu vísað til frekari úrvinnslu hjá skipulags- og byggingafulltrúa.

6.Starfsreglur fyrir Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja

1311041

Bæjarráð vísaði drögum að starfsreglum fyrir Svæðisskipulag Suðurnesja til Umhvherfis- og skipulagsnefndar á 161. fundi bæjarráðs. Umhverfis- og skipulagsnefnd tók málið fyrir á 54. fundi nefndarinnar og gerði ekki athugasemdir við reglurnar. Lagt er til að bæjrráð staðfesti relgurnar fyrir sitt leyti.
Bæjarráð staðfestir starfsreglur fyrir Svæðisskipuilag Suðurnesja.

7.Endurskoðun trygginga sveitarfélagsins

1306011

Niðurstaða liggur fyrir í sameiginlegu tryggingaútboði sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðis og Voga.
Lagt fram minnisblað Ríkiskaupa dags. 22.05.2014 um niðurstöður útboðs á tryggingum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli tilboðsins.

8.Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2.

1405008

Lögð fram samningsdrög milli Grindavíkurbæjar og Sveitarfélagsins Voga um að skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar sinni verkefnum skipulagsfulltrúa Voga vegna afgreiðslu umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Voga er vanhæfur við afgreiðslu málsins.
Lögð fram samningsdrög Grindavíkurbæjar og Sveitarfélagsins Voga um að skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar annist úrvinnslu umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2. Bæjarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

9.Kynningarefni fyrir ferðamenn

1405021

Mótel-Best hyggst ráðast í gerð kynningarefnis fyrir starfsemi sína, sem jafnframt nýtist sveitarfélaginu sem kynningarefni fyrir ferðamenn sem sækjasveitarfélagið heim.
Lagt fram bréf Motel Best dags. 19.05.2014. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

10.Tölvuþjónusta, síma- og fjarskiptalausnir

1303048

Samningur við Advania um tölvuþjónustu rennur út síðar á árinu. Lagt er til að leitað verði eftir ráðgjöf um breytta högun tölvu- og fjarskipaþjónustu sveitarfélagsins og viðskiptin boðin út.
Málið kynnt.

11.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir

1404073

Frístunda- og menningarnefnd hefur lokið yfirferð sinni um endurnýjun samstarfssamnings við Björgunarsveitina Skyggni og sendir bæjarráði samninginn til staðfestingar.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Skyggni, sem fjallað hefur verið um í Frístunda- og menningarnefnd. Vísað til bæjarstjórnar.

12.Samstarfsamningur við Kvenfélagið Fjólu 2014

1405018

Frístunda- og menningarnefnd hefur lokið yfirferð sinni yfir samstarfssamning við Kvenfélagið Fjólu og sendir bæjarráði samninginn til staðfestingar.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Kvenfélagið Fjólu, sem fjallað hefur verið um í Frístunda- og menningarnefnd. Vísað til bæjarstjórnar.

13.Endurnýjun samstarfssamnings - Minjafélagið

1404074

Frístunda- og menningarnefnd hefur lokið yfirferð sinni á samstarfssamningi við Minjafélagið og sendir bæjarráði samninginn til staðfestingar.
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Kvenfélagið Fjólu, sem fjallaðu hefur verið um í Frístunda- og menningarenfd. Vísað til bæjarstjórnar.

14.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2014

1401036

Fundargerð 242. fundar HES
Lögð fram fundargerð 242. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

15.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

1402012

Fundargerð 815. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram fundargerð 815. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

16.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Fundargerð 675. fundar SSS
Lögð fram fundargerð 675. fundar stjórnar SSS.

17.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, 2014

1401072

Fundargerð 448. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 448. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

18.Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2013

1309039

Fundargerð 90. fundar þjónustuhóps aldraðra
Lögð fram fundargerð 90. fundar þjónustuhóps aldraðra.

19.Fundir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2014

1401008

Fundargerð 236. fundar stjórnar BS
Lögð fram fundargerð 236. fundar stjórnar BS.
Þessi fundur bæjarráðs er síðasti fundur ráðsins á kjörtímabilinu. Bæjarráð óskar nýkjörinni bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?