Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

291. fundur 20. nóvember 2019 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að taka á dagskrá sem 5. mál málefni Hafnargötu 101. Samþykkt samhljóða.

1.Breiðuholt 1. Umsókn um lóð

1911015

Umsókn um lóðina Breiðuholt 1. Umsækjandi hefur skilað inn tilskildum gögnum og uppfyllir skilyrði um úthlutun.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir umsóknina og úthlutar umsækjanda lóðin Breiðuholt 1.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

1907014

Umfjöllun bæjarráðs um fjárhagsáætlun milli umræðna.
Afgreiðsla bæjarráðs: Uppfært skjal frá vinnufundi bæjarráðs lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir uppfærð drög að fjárhagsáætlun, og samþykkir að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Fjárframlög til stjórnmálasamtaka.

1910042

Minnisblað bæjarstjóra 6.11.2019, þar sem vakin er athygli á ákvæðum laga nr. 162/2006 og skyldum sveitarfélaga að veita stjórnmálasamtökum frjárframlög (lagabreyting tók gildi 1.1.2019).
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir fjárveitingu kr. 200.000.

4.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda 19.11.2019
Minniblað bæjarstjóra dagsett 19.11.2019 lagt fram til umræðu. Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

5.Hafnargata 101

1806024

Umræða um fasteignina á Hafnargötu 101, um hvað skuli gera eftir 31. desember 2020 þegar leigusamning lýkur.
Afgreiðsla bæjarráð: Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd og óskar eftir tillögum nefndarinnar um þróun og uppbyggingu á reitnum.

6.Deiliskipulag við Krýsuvíkurberg í Hafnarfirði.

1812024

Erindi Hafnarfjarðar dags. 1. nóvember 2019, beiðni um umsögn vegan tillögu að nýju deiliskipulagi við Krýsuvíkurberg í Krýsuvík Hafnarfirði
Afgreiðsla bæjarráð: Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd.

7.Umsögn um rekstrarleyfi

1911012

Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Gamla Pósthúsið, beiðni Sýslumannsins á Suðurnesjum um umsögn sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarráð: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

8.Til umsagnar 230. mál frá nefndasviði Alþingis

1910069

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál
Afgreiðsla bæjarráð: Lagt fram.

9.Til umsagnar 320. mál frá nefndasviði Alþingis

1911022

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál
Afgreiðsla bæjarráð: Lagt fram.

10.Til umsagnar 319. mál frá nefndasviði Alþingis

1911021

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál
Afgreiðsla bæjarráð: Lagt fram.

11.Til umsagnar 328. mál frá nefndasviði Alþingis

1911017

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál
Afgreiðsla bæjarráð: Lagt fram.

12.Til umsagnar 127. mál frá nefndasviði Alþingis

1910068

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum, 127. mál.
Afgreiðsla bæjarráð: Lagt fram.

13.Til umsagnar 317. mál frá nefndasviði Alþingis

1911018

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (lefisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál
Afgreiðsla bæjarráð: Lagt fram.

14.Til umsagnar 66. mál frá nefndasviði Alþingis

1911013

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum,nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.
Afgreiðsla bæjarráð: Lagt fram.

15.Til umsagnar. Breyting á reglugerð um MÁU og reglugerð um framkvæmdaleyfi

1911014

Umhverfis og auðlindarráðuneytið vekur athygli á drögum að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi, sem birt hefur verið í samráðsgátt.
Afgreiðsla bæjarráð: Lagt fram.

16.Óskað er eftir hugmyndum

1911026

Hugmyndir og ábendingar vegna væntanlegrar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2020-2024
Afgreiðsla bæjarráð: Lagt fram.

17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 53

1910002F

Fundargerð 53. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 291. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla bæjarráð: Fundargerðin lögð fram.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 53 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin fellur undir tilkynningaskylda framkvæmd og uppfyllir kröfur 2.3.5. og 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar og samræmist aðal- og deiliskipulagi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 53 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin fellur undir tilkynningaskylda framkvæmd og uppfyllir kröfur 2.3.5. og 2.3.6. gr. byggingarreglugerðar og samræmist aðal- og deiliskipulagi.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 53 Afgreiðsla: Stofnun lóðar er samþykkt, samræmist aðalskipulagi og skipulagslögum nr. 123/2010.

18.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2019.

1902063

Fundargerð 74. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, dags. 11.11.2019
Afgreiðsla bæjarráð: Fundargerðin lögð fram.

19.Fundir Brunavarna Suðurnesja 2019.

1907021

Afgreiðsla bæjarráð: Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja 2019

1907022

Afgreiðsla bæjarráð: Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?