Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

290. fundur 15. nóvember 2019 kl. 08:00 - 10:22 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

1907014

Vinnufundur bæjarráðs milli umræðna
Vinufundur bæjarráðs vegna yfirferðar fjárhagsáætlunnar á milli umræðna.
Fjárhagsáætlun E-listans fyrir Sveitarfélagið Voga 2020 voru unnar inn i fjárhagsáætlunina 2020.
Að neðan eru áherslur fjárhagsáætlunar E-lista fyrir árið 2020. Hér er gert ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum, niðurgreiðslu lána, lækkun fasteignaskatta og fráveitugjalds til móts við hækkun fasteignamats.
Gjaldskrárbreytingar verða að mestu í samræmi við verðlagsbreytingar . Í anda lífskjarasamninga er lögð áhersla á kjarabætur til tekjulágra og lækkun skatta, leikskólagjöld lækkuð og þjónustugjöld eldri borgara taka ekki verðlagshækkunum.
Sveitarfélagið Vogar stuðlar að bættri lýðheilsu og í samræmi við markmið um heilsueflandi samfélag mun verða frítt í sund fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur verði um 20 milljónir og að veltufé frá rekstri verði um 93 milljónir sem verði nýtt til helminga til framkvæmda og til styrkingar eiginfjár sveitarfélagsins.
1.
Fasteignaskattur lækkar úr 0,33% í 0,32%
2.
Fráveitugjald lækkar úr 0,15% í 0,13%
3.
Gjaldskrá. Almennar verðlagsbreytingar. Matarbakkar og matarskammtar í Álfagerði fyrir eldri borgara þó undarskildir, óbreytt krónutala og lækka því sem nemur verðlasgbreytingum.
4.
Leikskóli, dvalargjald fyrir 8 tíma dvöl lækkar í 25.600.- tímagjald í samræmi við það fyrir allt að 8 tíma dvöl.
5.
Gjaldskrá. Frítt í sund fyrir bæjarbúa, en haldið inni í áætlun 800.000.- tekjum, sem aflað verði af gestum í sveitarfélaginu.
6.
Gjaldskrá. ? afsláttur af fasteignaskatti til tekjulágra - tekjuviðmið hækkuð um allt að 13% þó mismikið eftir tekjuhópum.
7.
Framkvæmdir ? farið verði í endurnýjun yfirlags á Iðndal, Keilisholti og Vogagerði, kostnaðaráætlun um 30.000.000.-
8.
Gert verður ráð fyrir 15.000.000.- í stígagerð á Vatnsleysuströnd, sem þó er háð styrkveitingu frá Vegagerðinni.
9.
Gert verði ráð fyrir 5.000.000.- í frumathugun á fýsileika lagningu hitaveitu (og vatnsveitu) á Vatnsleysuströnd.
10.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdafé verði um 93.000.000.- Til framkvæmda verði varið samkvæmt ofanskráðu allt að 50.000.000.- og því rúmar 40.000.000.- sem nýttar verði til að styrkja einginfjárstöðu sveitarfélagsins og til niðurgreiðslu lána.

Fundi slitið - kl. 10:22.

Getum við bætt efni síðunnar?