Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

99. fundur 16. september 2010 kl. 06:30 - 08:25 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

99. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 16. september, 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mætti eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Kristinn Björgvinsson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða með að bæta tveimur málum á dagskrá. Samþykkt að 17. mál á dagskrá verði bréf Atvinnuþróunarfélags Voga og Vatnsleysustrandar varðandi Flekkuvík I og II.

Samþykkt að 18. mál á dagskrá verði tilnefning í menningarráð Suðurnesja.

  1. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

  2. Fundargerðin er lögð

  1. Fundargerð 24. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð verkfundar nr. 4 -endurbætur fráveitu.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundagerð verkfundar nr. 5 - íþróttasvæði.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð DS.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð tekur undir hvatningu Sandgerðinga um stefnumörkun í málefnum aldraðra. Stefnumörkunin er mikilvæg í ljósi þess að sveitarfélögin taka við málefnum fatlaðra innan ekki svo langs tíma.

 

  1. Fundargerð 395. fundar stjórnar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 303. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 615. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð verkefnistjórnar um flutning á málefnum fatlaðra.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 3. september, 2010. Byggjum á bjartsýni og hlúum að velferð og vellíðan í skólum.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Ársskýrsla vinnuskólans 2010.

Ársskýrslan er lögð fram.

Bæjarráð þakkar Vigni Friðbjörnssyni fyrir skýrsluna.

 

  1. Hluthafafundur HS Orku hf.

Hluthafafundur verður 17. september.

 

  1. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dags. 8. september, 2010. Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2010.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs mæta á fund fjárlaganefndar.

 

  1. Hafnargata 101, gagntilboð dags. 13.09.2010.

Bæjarráð hafnar framkomnu tilboði, jafnframt felur það bæjarstjóra að gera gagntilboð.

Kristinn Björgvinsson óskar bókað að hann er ósáttur við að gert verði gagntilboð í eignina sökum þess að áður er búið að afgreiða málið í bæjarstjórn.

 

  1. Tölvupóstur frá Íslenska netsambandinu dags. 13. september, 2010. Umsókn um styrk til þróunarverkefni.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Uppgreiðsluheimild lána.

Lagt fram yfirlit yfir uppgreiðsluverðmæti lána við Lánasjóð íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs greindu frá fundi er þau áttu með framkvæmdastjóra Lánasjóðsins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna áfram að kanna hagkvæmni þess að greiða upp lán í samræmi við bókun á 49. fundibæjarstjórnar.

 

  1. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun.

Oddur Gunnar Jónsson starfsmaður KPMG mætir á fundinn kl. 07.00.

Farið yfir vinnulag við rammaáætlanir.

Fjárhagslíkan KPMG kynnt.

Oddur yfirgefur fund kl. 8.20

 

  1. Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Voga og Vatnsleysustrandar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna ásamt lögfræðingi með Atvinnuþróunarfélagi Voga og Vatnsleysustrandar.

 

  1. Tilnefning í menningarráð Suðurnesja.

Bæjarráð tilnefnir Ingu Sigrúnu Atladóttur í menningarráð Suðurnesja og Þorvald

Örn Árnason til vara.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.25

Getum við bætt efni síðunnar?