Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

98. fundur 02. september 2010 kl. 06:30 - 09:55 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

98. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 2. september, 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mætti eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Kristinn Björgvinsson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 1. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

 2. Fundargerðin er lögð

 1. Fundargerð 19. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Umhverfis- og skipulagsnefnd falið að kanna hvar hægt væri að setja upp tjaldsvæði.

 

 1. Fundargerðir verkfunda nr. 2 og 3 -endurbætur fráveitu.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Einnig er lagt fram bréf dags. 1. september, 2010 þar sem verktaki fer fram á að bæjarráðs samþykki að verklok verði í síðasta lagi 30. nóvember, 2010.

Bæjarráð samþykkir lengingu á verktíma enda liggi uppfærð verkáætlun fyrir á næsta verkfundi sem verður þriðjudaginn 7. september.

 

 1. Fundagerðir verkfunda nr. 3 og 4 - íþróttasvæði.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Einnig er lögð fram verkáætlun dags. 1. september, 2010 þar sem verklok eru í lok nóvember, 2010.

Bæjarráð samþykkir lengingu á verktíma.

 

 1. Fundargerð verkfundar nr. 3 – Heiðargerði, endurgerð götu.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð DS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 22. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 612. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerðir stjórnar Suðurlinda.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Fundargerð 330. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Boðun á hafnasambandsþing 23. og 24. september.

Boðið er lagt fram.

 

 1. Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.

Ársreikningurinn er lagður fram.

 

 1. Ársreikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Ársreikningurinn er lagður fram.

 

 1. Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ársskýrslan er lögð fram.

 

 1. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga.

Erindið er lagt fram.

 

 1. Tölvupóstur frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 27. ágúst. Úttektir á leik- og grunnskólum.

Tölvupósturinn er lagður fram.

 

 1. Bæjarmálasamþykkt Sveitarfélagsins Voga.

Umræða á milli fyrri og seinni umræðu í bæjarstjórn.

 

Bæjarráð vísar bæjarmálasamþykktinni til seinni umræðu bæjarstjórnar.

 

 1. Göngustígar á Suðurnesjum, minnisblað frá fundi 19. júlí.

Minnisblaðið er lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í frekari undirbúningi sveitarfélagnna og samstarfsaðila vegna göngustíga á Suðurnesjum. Sveitarfélagið Vogar er tilbúið til þátttöku í vinnuhópi þessara aðila sem fer yfir verkefnið og gerir tillögur um framkvæmd þess og drög að kostnaðaráætlun. Lögð verður áhersla á þátttöku samstarfsaðila sveitarfélaganna í kostnaði og framkvæmd.

 

 1. Yfirlit yfir stöðu Framfarasjóðs.

Yfirlit yfir stöðu Framfarasjóðs lögð fram.

 

 1. Lögreglusamþykkt.

Reglugerð 1127/2007 um lögreglusamþykktir gildir sem lögreglusamþykkt sveitarfélagsins. Reglugerðin tók gildi 6 mánuðum eftir birtingu í Stjórnartíðindum og þær lögreglusamþykktir sem þá voru í gildi áttu að halda gildi sínu í 6 mánuði eftir gildistöku reglugerðinnar. Þetta þýddi að sveitarfélögin höfðu 12 mánuði frá birtingu reglugerðarinnar til að setja nýjar lögreglusamþykktir ef þau kysu að gera svo. Sveitarfélagið Vogar setti sér ekki nýja lögreglusamþykkt því gildir reglugerð 1127/2007 sem lögreglusamþykkt þess.

 

 1. Kaup og kjör bæjarstjórnar og nefnda.

Yfirlit yfir kaup og kjör bæjarstjórnar og nefnda lagt fram.

Frestað.

 

 1. Frístundakort.

Vísað til fjárhagsáætlunar.

 

 1. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun.

Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 31. ágúst, 2010 lagt fram.

 

Tekjur Sveitarfélagsins Voga voru 571 milljón á árinu 2009 en skuldir og skuldbindingar, þar með taldar leiguskuldbindingar til næstu 30 ára og lífeyrissjóðsskuldbindingar til margra áratuga, eru 2.142 milljónir. Hlutfall skulda er þar með 375% Ef litið er á efnahagsreikning sveitarfélagsins má einnig sjá að peningalegar eignir þess (handbært fé) eru 1.392 milljónir króna. Sveitarfélagið gæti því, ef uppgreiðsluheimild er á skuldum og skuldbindingum, lækkað þær niður í 750 milljónir króna og skuldað þar með um 130% af árstekjum sínum sem er vel innan þeirra marka sem eftirlitsnefndin miðar við.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að leita heimilda til uppgreiðslu lána og skuldbindinga í samræmi við samþykkt frá 49. fundi bæjarstjórnar.

 

 1. Umsóknir um starf FMN.

Bæjarráð samþykkir að ráða Stefán Arinbjarnarson í starf frístunda- og menningarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.55

Getum við bætt efni síðunnar?