Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

93. fundur 20. maí 2010 kl. 06:30 - 08:15 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

93. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 20. maí 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals bæjarritara er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá þrjú ný mál. Beiðni um aðkomu að stofnun og stjórn Fjölsmiðju fyrir ungt fólk á Suðurnesjum.

Samþykkt að taka á dagskrá undir 23. lið.

 

Erindi frá skólastjóra Stóru-Vogaskóla vegna heimilisfræðistofu verði tekið fyrir undir 13. lið.

 

Málefni skólamötuneytis.

Samþykkt að taka á dagskrá undir 24. lið.

 

 1. Fundargerð 21. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar

Fundargerðin er lögð fram.

 

Meirihluti bæjarráðs er sammála þeirri túlkun meirihluta Umhverfis– og skipulagsnefndar að heimilt sé að leggja og tyrfa sparkvelli og gefa leyfi fyrir stígum og þessháttar mannvirkjum á grundvelli aðalskipulags. Um leið og mannvirkin verða umfangsmeiri, svo sem húsbyggingar, þarf að gera deiliskipulag og kynna hagsmunaaðilum með formlegum hætti.

 

Minnihluti bæjarráðs óskar bókað Í áliti starfsmanns skipulagsstofnunar sem sent var til fulltrúa H-lista í byggingarnefnd eftir fundinn kemur fram að:

 

Íþróttasvæði, eins og önnur svæði þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar eru skipulagsskyld, og áður en byrjað er á framkvæmdum/ framkvæmda- eða byggingarleyfi gefið út, þarf að liggja fyrir deiliskipulag af viðkomandi svæði. Hugsanlega má tyrfa sparkvöll, gefa leyfi fyrir stígum og þessháttar mannvirkjum á grundvelli aðalskipulags, en um leið og mannvirkin verða umfangsmeiri þá þarf að gera deiliskipulag og kynna hagsmunaaðilum með formlegum hætti

 

Ég legg því til að frestað verði að samþykkja framkvæmdaleyfið þar til skipulagsstofnun hefur veitt bæjarráði álit sitt.

 

Tillaga minnihluta borin upp til atkvæða. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

 

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar knattspyrnuvalla á Íþróttasvæði skv. verklýsingu og uppdráttum Tækniþjónustu SÁ dags. í maí 2010.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita framkvæmdaleyfi vegna fráveituframkvæmda samkvæmt verklýsingu og uppdráttum VSÓ ráðgjafar dags. í maí 2010.

 

Verkið verður boðið út á grundvelli 10. gr. Innkaupareglna Sveitarfélagsins Voga þann 21. maí og tilboð opnuð þann 8. júní. Bæjarstjóra falið að auglýsa útboðið.

 

Fundargerðin er samþykkt að öðru leyti.

 

 1. Fundargerð 16. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð samþykkir tillögur að breytingum á gjaldskrá.

 

Sumarnámskeið:

4 daga námskeið kr. 2.400,- hálfan daginn og kr. 4.700,- allan daginn

5 daga námskeið kosti kr. 2.650,- hálfan daginn og kr. 5.300,- fyrir allan daginn. Verð í hádegishressingu verði óbreytt.

 

 1. Fundargerð 774. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 69. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 610. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerðir 218. og 219.funda Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Fundargerð 392. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 302. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dags. 6. maí, 2010. Styrktarsjóður EBÍ.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Sandgerðisbæ, dags. 14. maí, 2010. Fjárstuðningur við Virkjun og skipun í stjórn og framkvæmdanefnd.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Ársreikningur Landskerfa bókasafna. Aðalfundarboð.

Ársreikningurinn er lagður fram.

 

 1. Götukort Sveitarfélagsins Voga

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Viðhaldsverkefni sumarið 2010. Yfirlit.

Unnið verður að viðhaldsverkefnum við Stóru- Vogaskóla, Íþróttamiðstöð og Heilsuleikskólann Suðurvelli í sumar.

 

Beiðni skólastjóra Stóru-Vogaskóla um aukafjárveitingu vegna viðhalds á heimilisfræðistofu er lögð fram.

 

Helstu verkefni eru eftirfarandi:

Stóru-Vogaskóli

 • Skipta um þak á elsta hlutanum.

 • Skipt verður um loftræstikerfi í heimilisfræðistofu samhliða þakskiptum.

 • Málningarviðgerðir

 • Leka viðgerðir á þaki miðálmu og nýja hlutans.

 • Gluggaskipti á elsta hlutanum

Íþróttamiðstöð

 • Suðurgafl málaður ásamt tréverki.

Heilsuleikskólinn Suðurvellir

 • Endurgerð skólalóðar.

 • Hús málað að utan í sumarleyfi leikskólans.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að veita 3 milljónum króna aukalega til viðhaldsframkvæmda í Stóru- Vogaskóla til að gera nýjan brunaútgang úr Tjarnarsal og fjölga starfstöðvum og sinna viðhaldi á heimilisfræðistofu.

 

Viðbótin verði fjármögnuð af framkvæmdafé ársins 2010.

 

Meirihluti E- listans bókar eftirfarandi.

 

Á tímum atvinnuleysis og verkefnaþurrðar er mjög mikilvægt að opinberir aðilar stuðli að aukinni atvinnu með framkvæmdum. Það er stefna E-listans eins og sjá má á þeim framkvæmdum sem unnar voru á síðasta ári og þeim verkefnum sem boðin eru út á þessu ári. Viðhaldsverkefni sumarsins munu auk þeirra verkefna skapa fjölmörg störf.

 

 1. Staðgreiðsla og Jöfnunarsjóður. Yfirlit.

Bæjarritari fer yfir staðgreiðslu, áætlun greiðslna Jöfnunarsjóðs og lánayfirlit.

 

Bæjarrstjóra og bæjarritara falið að ræða við Lánasjóð Sveitarfélaga um uppgreiðslu lána.

 

 1. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2009.

Umræður milli fyrri og seinni umræðu bæjarstjórnar.

 

 

 1. Midgard, hýsingarmiðstöð.

Drög að viljayfirlýsingu lögð fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa undir viljayfirlýsinguna í samræmi við breytingartillögur bæjarráðs.

 

 1. Samgönguáætlun 2009-2012.

Um leið og framlögum til framkvæmda við sjóvarnagarða í sveitarfélaginu á árinu 2012 er fagnað, leggur bæjarráð Sveitarfélagsins Voga áherslu á mikilvægi þess að Vatnsleysustrandarvegur verði endurgerður og samhliða lagður hjólreiðastígur og reiðleið í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sbr. ályktun aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum frá 17. október 2009.

 

Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar hafa á fundum með fjárlaganefnd Alþingis og þingmönnum Suðurkjördæmis lagt mikla áherslu á þetta verkefni og mikilvægi þess fyrir umferðaröryggi og ferðaþjónustu á svæðinu. Þegar tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur, er gert ráð fyrir því að hjólreiðaumferð verði bönnuð, því er afar mikilvægt að tímanlega verði hugað að gerð hjólreiðastígs meðfram Vatnsleysustrandarvegi.

 

Vegurinn fór mjög illa við jarðvegsflutninga tengdum framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar. Öryggi vegarins er ekki nægilega mikið, sem sést best á því að flest umferðarslys í sveitarfélaginu verða á Vatnsleysustrandarvegi.

 

Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að gerð verði undirgöng undir Vogabraut fyrir ríðandi og gangandi, í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins.

 

 1. Kostnaðaráhrif nýrra laga frá 2008 um leikskóla og grunnskóla og reglugerða sem settar hafa verið á grundvelli þeirra.

Minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga er lagt fram.

 

Bæjarráð telur brýnt að Samband íslenskra sveitarfélaga vakti, nú sem fyrr, kostnaðaráhrif allra laga og reglugerða sem varða sveitarfélögin.

 

 1. Bréf frá SÁÁ, dags. 29. apríl, 2010. Álfasala SÁÁ.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Umsókn um lóðina Vogagerði 23.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til Viðhaldsmeistarans ehf.

 

 1. Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, dags. 7. maí, 2010. Stuðningur við útgáfu úrvals örnefna.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Heiðargerði, Endurgerð götu. Útboðs- og verklýsing.

Bæjarráð samþykkir útboðs- og verklýsinguna og felur bæjarstjóra að afla tilboða á grunni 15. gr. Innkaupareglna Sveitarfélagsins Voga.

 

 1. Beiðni um aðkomu að stofnun og stjórn Fjölsmiðju fyrir ungt fólk á Suðurnesjum.

Beiðnin er lögð fram.

 

 1. Málefni skólamötuneytis.

Bæjarstjóra falið að skoða leiðir um rekstur og fyrirkomulag skólamötuneytis.

 1. Fundargerðin er lögð

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.15.

Getum við bætt efni síðunnar?