Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 10. október 2006 kl. 18:00 - 20:28 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

9. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 10. október 2006

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritaði fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða frá auglýstri dagskrá til að taka fyrir bréf frá tómstundafulltrúa undir 11. lið.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar dags. 2. október 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð felur fræðslunefnd að afla uplýsinga um reglur og framkvæmd varðandi leyfi nemenda til að yfirgefa skólalóð á skólatíma.

 

  1. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 22. september 2006.

Bréfin eru lögð fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá sýslumanninum í Keflavík dags. 26. september 2006.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að afskrifa tilgreindar kröfur vegna opinberra gjalda, í samræmi við tillögur Afskriftanefndar Fjármálaráðuneytisins.

 

  1. Bréf frá Arkitektastofunni Úti og Inni og Markhús ehf. dags. 26. september 2006.

Bæjarráð tekur jákvætt í að Arkitektastofan Úti og Inni og Markhús ehf. leggi hugmyndir sínar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

 

  1. Málefni Keflavíkurflugvallar. Skýrsla um umbreytingar á Keflavíkurflugvelli.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð Voga fagnar ályktun atvinnuþróunarráðs Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem hvatt er til þess að stofnun félags um stjórnun verkefna á fyrrum varnarsvæði verði hraðað, eins og ítrekað er í ályktun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarráð Voga ítrekar nauðsyn þess að öll sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum eigi sína fulltrúa í stjórn félagsins.

 

Bæjarráð ítrekar ennfremur nauðsyn þess að sprengjur og önnur mengun í landi Sveitarfélagsins Voga, svo sem á útivistarsvæðinu við Háabjalla verði hreinsuð hið snarasta.

 

 

  1. Stækkun Stóru-Vogaskóla.

Minnisblöð Steinunnar Kristjánsdóttur, arkitekts, lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að vísa frekari afgreiðslu málsins til þriggja ára áætlunar, en fresta frekari vinnslu að svo stöddu.

 

  1. Atvinnuþróunarráð SSS.

Bæjarstjóri kynnti samning um atvinnu og byggðaþróun.

 

  1. Landamerki Sveitarfélagsins Voga og Grindavíkurbæjar.

Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

 

  1. Aukið starfshlutfall í íþróttamiðstöð.

Jón Mar Guðmundsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar gerði grein fyrir nauðsyn þess aukia starfshlutfall í Íþróttamiðstöð.

 

Bæjarráð samþykkir að auka starfshlutfall við íþróttamiðstöðina fram að áramótum í samræmi við tillögu forstöðumanns.

 

Bæjarráð hvetur til þess að skólastjórnendur vinni stundatöflur undir lok skólaárs fyrir komandi skólaár svo hægt verði að hafa hafi samráð við forstöðumenn annarra stofnana sem verða fyrir áhrifum vegna þeirra.

 

  1. Starfsmannastefna

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla gagna hjá forstöðumönnum stofnanna sveitarfélagsins svo hægt sé að framkvæma stöðumat fyrir frekari vinnslu starfsmannastefnu fyrir Sveitarfélagið Voga.

 

11. Bréf frá tómstundafulltrúa dags. 9. október 2006.

Bæjarráð samþykkir að frístundaheimilið verði opið í vetrarfríi Stóru-Vogaskóla á sama hátt og um hefðbundinn skóladag væri að ræða.

 

Fleira ekki gert og fundið slitið kl. 20.28

 

Getum við bætt efni síðunnar?