Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

89. fundur 18. mars 2010 kl. 06:30 - 09:25 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

89. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 18. mars 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals bæjarritara er ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Fundargerð 19. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

 

 1. Fundargerð 608. fundar SSS dags. 5. mars 2010.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 301. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 391. fundar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 772. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 326. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga.

Aðalfundur lánasjóðsins fer fram 26. mars næstkomandi. Bæjarstjóri fer með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

 

 1. Dagur umhverfisins 2010.

Dagur umhverfisins verður haldinn 25. apríl næstkomandi og er helgaður líffræðilegri fjölbreytni.

 

Bæjarráð hvetur stofnanir bæjarins til að taka virkan þátt í deginum, t.d. með uppákomum og viðburðum.

 

 1. Ársskýrsla HS orku hf. 2009

Ársskýrslan er lögð fram.

 

 1. Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. 2009.

Ársreikningurinn er lagður fram.

 

 1. Svæðisskipulag Suðurnesja 2008- 2024. Leiðarljós og áherslur-Drög dags. 5. mars 2010.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leiðarljósið og vísar þeim til umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar.

 

 1. Umferðaröryggisáætlun fyrir Sveitarfélagið Voga.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa skrifað undir samstarfssamning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélögunum.

Markmiðið er að auka öryggi allra bæjarbúa og annarra sem leið eiga um bæinn og fækka óhöppum og slysum í umferðinni.

 

Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi hans, bæjarritara og verkstjóra með Sigurði Helgasyni frá Umferðarstofu og leggur fram tölfræði um slysatíðni í Vogum. Gögnin sýna að engin slys hafa orðið á fólki í umferðaróhöppum síðastliðin þrjú ár.

 

Bæjarstjóra falið að taka saman tiltæk gögn um stöðu umferðarmála í sveitarfélaginu og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til undanfarin ár.

 

 1. Bréf frá formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 3. mars 2010. Hagnýting niðurstaðna Forvarnardagsins 2009.

Bæjarráð leggur til að skýrslunni verði dreift til foreldra allra barna í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.

 

 1. Sóknaráætlun 20/20. Stöðumatsskýrsla fyrir Suðurnes.

Skýrslan er lögð fram og vísað til allra fagnefnda til upplýsingar.

 

Bæjarráð telur ljóst að sveitarfélögin á Suðurnesjum, í samstarfi við stofnanir ríkisins, þurfi að marka sér skýra stefnu með aðgerðaáætlun um hvernig eigi að snúa vörn í sókn.

 

 1. Ungt fólk til athafna.

Bæjarstjóri og bæjarritari gera grein fyrir verkefninu. Nú þegar hafa fjölmörg ungmenni úr Vogum hafið þátttöku í verkefninu.

 

Bæjarráð hvetur fyrirtæki og félagasamtök í sveitarfélaginu til að leggja verkefninu lið og bjóða ungmennum á aldrinum 16-25 ára að taka þátt í starfsemi sinni í samstarfi við Vinnumálastofnun.

 

 1. Skýrsla Vinnumálastofnunar. Staða á vinnumarkaði í febrúar 2010.

Skýrslan er lögð fram.

 

Á Suðurnesjum hefur verið viðvarandi atvinnuleysi í rúmt ár og er nú um 15%, sem er það hæsta á landsvísu.

 

 1. Drög að viljayfirlýsingu við Midgard ehf um uppbyggingu hýsingarmiðstöðvar.

Bæjarstjóri kynnir stöðu mála varðandi uppbyggingu hýsingarmiðstöðvar við Heiðarholt og leggur fram drög að viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og Midgards ehf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

 1. Breytingar á opnunartíma og vöktum í Íþróttamiðstöð. Minnisblað frístunda- menningarfulltrúa. Frístunda- og menningarfulltrúi mætir til fundar kl. 7.15.

Ólafur Þór Ólafsson gerir grein fyrir breytingum á opnunartíma og vöktum í íþróttamiðstöð. Breytingarnar eru í samræmi við þá stefnu sem mörkuð var í fjárhagsáætlun.

 

Ólafur yfirgefur fund kl. 07.58.

 

 1. Vogahöfn. Málefni Eldeyjar GK. Framhald frá 86. fundi.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir því að umráðamaður bátsins hafi ekki brugðist við kröfum um úrbætur.

 

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að veita umráðamanni bátsins þriggja vikna aukinn frest til að verða við ábendingunum að öðrum kosti verður báturinn færður til geymslu á kostnað eiganda í samræmi við 6. grein hafnasamþykktar.

 

 1. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga. Bæklingur til staðfestingar.

Hönnun kynningarbæklings um Skólastefnu Sveitarfélagsins Voga lögð fram til staðfestingar.

 

Bæjarráð samþykkir hönnunina.

 

 1. Bréf frá Framkvæmdanefnd Virkjunar dags 9. mars 2010. Ósk um fjárhagsstuðning til reksturs Virkjunar og skipan fulltrúa í framkvæmdaráð og stjórn.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Virkjun sem nemur 5,67% af framlagi sveitarfélaganna á móti VMST, stéttarfélögum og atvinnurekendum samtals 358.628.- kr. að því tilskyldu að allir aðilar sem óskað er eftir stuðningi frá taki þátt.

 

Samþykkt samhljóða.

Færist á málaflokk 02 félagsþjónusta.

 

 1. Drög að ársreikning Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009. Endurskoðandi mætir til fundar kl. 8.00.

Oddur Gunnar Jónsson frá KPMG fer yfir drög að ársreikningi Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009.

Oddur yfirgefur fund kl. 09.05.

 

Bæjarráð samþykkir að leiðrétta eignarhluti í samstarfsverkefnum á Suðurnesjum, fært til lækkunar á eigið fé. Sjá skýringu 13 í ársreikningi.

 

Bæjrarráð samþykkir að afskrifa skuld hafnarsjóðs við aðalsjóð í gegnum eigið fé. Sjá skýringu 13 í ársreikningi.

 

Eigið fé A-hlutans lækkar því um 100.748.184.- krónur milli ára

 

Bæjarráð leggur áherslu á að ákvörðun um meðferð skuldar hafnarsjóðs við aðalsjóð verði haldið til haga og komi skýrt fram í skjalasafni sveitarfélagsins.

 

Bæjarráð samþykkir að haga skuldbindingum utan efnahags á sama hátt og verið hefur og bíða eftir frekari leiðbeiningum frá reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga.

 

Ársreikningurinn verður tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 23. mars næstkomandi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.25.

Getum við bætt efni síðunnar?