Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

88. fundur 04. mars 2010 kl. 06:30 - 08:55 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

88. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 4. mars 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals bæjarritara er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 32. aðalfundar SSS 17. október 2009.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð samþykkir ályktanir fundarins.

 

  1. Fundargerðir framtíðarnefndar SSS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð 300. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 390. fundar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð telur brýnt að eignaraðilum verði gerð skýr grein fyrir stöðu mála varðandi framtíð félagsins.

 

  1. Fundargerð 13. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð fagnar frumkvæði nefndarinnar að endurskoðun Afreksmannasjóðs og leggur til að Reglur fyrir Styrktarsjóð íþrótta- og menningarmála í Sveitarfélaginu Vogum verði samþykktar.

 

Bæjarráð leggur til að viðburðadagatal sveitarfélagsins fyrir árið 2010 verði gert opinbert á vef sveitarfélagsins eigi síðar en 1. apríl næstkomandi.

 

Bæjarráð óskar eftir því að frístunda- og menningarfulltrúi komi á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir framlögðu minnisblaði um rekstur FMN á árinu 2010.

 

Bæjarráð fagnar því að skátastarf Vogabúa hefur farið af stað af miklum krafti og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni.

 

  1. Aðalfundur HS orku hf. 15. mars 2010.

Bæjarstjóra er falið að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

  1. Aðalfundur HS veitna hf. 19. mars 2010.

Bæjarstjóra er falið að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

  1. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Staðfesting ráðherra.

Umhverfisráðherra staðfesti nýtt Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 þann 23. febrúar síðastliðinn.

 

Meirihluti bæjarráðs fagnar þessum áfanga, en með nýju skipulagi eru stigin mikilvæg skref í átt að því að Sveitarfélagið Vogar verði vistvænt sveitarfélag sem leggi áherslu á fjölskylduvænt umhverfi, fjölbreytt náttúru- og útivistarsvæði og hátt þjónustustig.

Nýlega samþykkt skólastefna og vinna við atvinnustefnu byggja m.a. á þessari stefnumörkum þar sem gert er ráð fyrir að sjálfbær þróun verði leiðarljós við skipulag, framkvæmdir og aðra stefnumörkun svo kynslóðir framtíðarinnar fái notið alls þess sem við höfum nú og gott betur.

 

  1. Bréf frá Þorbjörgu Friðriksdóttur, dags. 17. febrúar, 2010. Söfnun fyrir öndunarvél.

Bæjarráð leggur til að erindið verði tekið upp á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

 

  1. Bréf frá Náttúrustofu Reykjaness, dags. 15. febrúar, 2010. Beiðni um styrk til að halda málþing um jarðminjagarða.

Bæjarráð leggur til að erindið verði tekið upp á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

 

  1. Tölvupóstur frá hestamannafélaginu Mána, dags. 2. mars, 2010. Beiðni um styrk til æskulýðsnefndar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

Sveitarfélagið hefur nýlega gert samstarfssamning við Hestamannafélagið Vogahesta.

 

  1. HES, eftirlitsskýrsla Félagsmiðstöðvarinnar Borunnar, dags. 17. febrúar, 2010.

Skýrslan er lögð fram og forstöðumanni íþróttamannvirkja falið að bregðast við ábendingunni.

 

  1. Greining frávika frá fjárhagsáætlun 2009.

Bæjarritari fer yfir frávikagreiningu.

 

  1. Ársskýrsla GVS fyrir árið 2009.

Ársskýrslan er lögð fram og vísað til frístunda- og menningarnefndar til upplýsinga.

 

  1. Ungt fólk til athafna.

Bæjarritari fer yfir greiningu á atvinnuleitendum.

 

  1. Samkomulag um starfslok starfsmanns í leikskóla.

Fært í trúnaðarbók.

 

 

 

  1. Drög að samkomulagi við Hörgul ehf vegna endurnýjunar á stöðuleyfi.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með fyrirvara um veitingu umhverfis- og skipulagsnefndar á stöðuleyfi og felur bæjarstjóra jafnframt að undirrita samkomulagið að því fengnu.

 

  1. Stuðningur um stjórnmálasamtök.

Bæjarráð samþykkir að þau stjórmálasamtök sem bjóða fram í Sveitarfélaginu Vogum í sveitarstjórnarkosningum fái afnot af sal á vegum bæjarins tvisvar sinnum á ári án endurgjalds, en greiði laun umsjónarmanns.

 

  1. Samningur um veghald við Vegagerð ríkisins.

Bæjarráð harmar að fjárhæðin skuli vera lækkuð um 10%, en sýnir því skilning á tímum hagræðingar og felur bæjarstjóra að undirrita.

 

  1. Fasteignasamningur við Búmenn.

Bæjarstjóri fór yfir tillögu sem stjórn Búmanna kynnti sem svar við tillögu sveitarfélagsins um kaup á þjónusturými Álfagerðis.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram á grunni þeirrar tillögu sem sveitarfélagið lagði fram 11. desember síðastliðinn.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.55.

Getum við bætt efni síðunnar?