Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

84. fundur 10. desember 2009 kl. 06:30 - 09:15 Í bæjarráði

4Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

84. fundur

 

Aukafundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 10. desember, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals er ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða til að setja nýtt mál á dagskrá, hluthafafund HS Orku. Samþykkt.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun

Bæjarritari fer yfir breytingar á milli fyrri og seinni umræðu.

 

Bæjarráð samþykkir að haldinn verði íbúafundur þann 15. desember kl. 20.00 þar sem áætlunin verði kynnt íbúum.

 

  1. Tillaga um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu lána, fjárfestinga og rekstrar.

Meirihluti bæjarráðs leggur til að hluti höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu lána, fjárfestinga á árinu 2010 og til að greiða rekstrarhalla ársins 2010. Tillagan er með fyrirvara um niðurstöðu mats óháðs sérfræðings.

 

Bæjarstjóra falið að auglýsa tillöguna ásamt áliti óháðs sérfræðings og boða til íbúafundar þann 15. desember.

 

  1. Hluthafafundur HS Orku

Samþykkt að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.15.

Getum við bætt efni síðunnar?