Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

83. fundur 03. desember 2009 kl. 06:30 - 09:25 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

83. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 3. desember, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að setja 2 ný mál á dagskrá. Undirskriftalisti frá Kristínu Hansen. Krafa um læknisþjónustu með starfsaðstöðu í Vogum og umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög.

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 11. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 22. fundar fjölskyldu og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 66. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 23. nóvember. Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. 58/2009.

Úrskurðurinn er lagður fram.

 

 1. Tölvubréf frá reikningsskila og upplýsinganefnd. Rekstrarleigusamningar í reikningsskilum sveitarfélaga 2009.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð tekur undir ábendingar nefndarinnar og samþykkir að breyta færslum til samræmis við þær í næsta ársreikningi. Bæjarritara falið að vinna málið í samstarfi við ráðgjafa.

 

 1. Bréf frá Bandalagi íslenskra skáta. Ósk um viðræður um endurreisn skátastarfs í Vogum.

Bæjarráð fagnar erindinu og vísar því til frístunda- og menningarfulltrúa til nánari útfærslu og gerð samstarfssamnings.

 

 1. Bréf frá verkefnishóp um strandstangveiði dags. 16. nóvember.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð hefur áhuga á að skoða málið betur og óskar eftir frekari upplýsingum.

 

 1. Bréf frá nefndasviði Alþingis dags. 19. nóvember. Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð telur að ýmis svæði sem falla undir fyrirhugaðan Eldfjallagarð á Reykjanesi ættu í framtíðinni að falla undir náttúruverndaráætlun.

 

 1. Bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík dags. 18. nóvember. Eldfjallagarður á Reykjanesi- tillaga.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð fagnar tillögu borgarstjórnar og lýsir yfir áhuga á að vinna að framgangi Eldfjallagarðs á Reykjanesi á vettvangi Reykjanesfólkvangs.

 

 1. Bréf frá SART dags. 18. nóvember 2009.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Matsgerð. TSH Verktakar ehf. gegn Sveitarfélaginu Vogar.

Matsgerðin er lögð fram.

 

 1. Vinabæjarsamstarf við Fjaler kommune. Drög að samstarfssamning.

Bæjarstjóri leggur fram drög að samstarfssamning við Fjaler kommune.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu. Stefnt er að því að fulltrúar Sveitarfélagsins Voga heimsæki Fjaler um mánaðarmótin febrúar – mars á nýju ári, en fulltrúar Fjaler endurgjaldi heimsóknina í maí - júní.

 

 1. Bréf frá Virkjun dags. 17. nóvember 2009.

Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra í framkvæmdanefnd Virkjunar.

 

 1. Bréf frá Stígamótum mótt. 18. nóvember 2009. Beiðni um styrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Útkomuspá ársins 2009.

Bæjarstjóri leggur fram útkomuspá ársins 2009. Útgjöld umfram áætlun eru áætluð 32,5 milljónir, stærstur hlutinn vegna útgjalda til félags- og fræðsluþjónustu.

 

Bæjarráð samþykkir að fjármagna aukin útgjöld með því að nýta fjármagn sem annars hefði farið til fjárfestinga á árinu 2009.

 

 1. Fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun

Bæjarstjóri leggur fram tillögur að breytingum á milli fyrri og seinni umræðu.

 

Bæjarráð samþykkir að í samingum við félög verði ákvæði er heimili að styrkja starfandi frjáls félagasamtök í sveitarfélaginu er byggja húsnæði undir starfsemi sína sem svarar þreföldum fasteignaskatti viðkomandi húsnæðis við fokheldi og aftur sem svarar þreföldum fasteignaskatti við lokaúttekt og skipulagsgjald.

 

 1. Tillaga um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu lána, fjárfestinga og rekstrar.

Umræða um að nýta Framfarasjóð til uppgreiðslu lána, fjárfestinga og rekstrar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leita álits sérfræðinga á ráðstöfuninni.

 

 1. Undirskriftalisti frá Kristínu Hansen. Krafa um læknisþjónustu með starfsaðstöðu í Vogum.

Afrit undirskriftalista lagt fram, á þriðja hundrað skrifuðu undir.

Bæjarráð tekur undir kröfu bréfritara um að nauðsynlegt sé að tryggja íbúum í Vogum sambærilega þjónustu og tíðkast annarsstaðar.

 

Bæjarráð þakkar Kristínu framtakið.

 

 1. Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög.

Lagt fram.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.25.

Getum við bætt efni síðunnar?