Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

82. fundur 19. nóvember 2009 kl. 06:30 - 07:55 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

82. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 19. nóvember, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Inga Rut Hlöðversdóttir, Bergur Álfþórsson og Inga Sigrún Atladóttir, auk Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra og Eirnýjar Vals er ritar fundargerð í tölvu.

 

Inga Rut Hlöðversdóttir stýrir fundi í fjarveru formanns. Formaður leitar afbrigða til að setja tvö ný mál á dagskrá. Fundargerð 16. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, og beiðni Allsherjarnefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör).

 

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 43. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 16. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð vísar tillögu nefndarinnar um forgangsröðun verkefna til fjárhagsáætlunar.

 

Bæjarráð harmar það að landeigandi skuli leggjast gegn lagningu göngu- og reiðvegar frá Vogum undir Reykjanesbraut að útivistarsvæðinu við Háabjalla.

 

 1. Fundargerðir 20. og 21. fundar Fjölskyldu og velferðarnefndar. Fundargerðirnar er lagðar fram.

 

 1. Fundargerð 603. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð tilnefnir Birgi Örn Ólafsson og Ingu Sigrúnu Atladóttur í vinnuhóp um framtíð samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum.

 

 1. Fundar 204. fundar BS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Brunavarna Suðurnesja og mótmælir harðlega einhliða ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um niðurskurð á framlögum til sjúkraflutninga. Heilbrigðisráðuneytið hefur nú þegar lokað heilsugæsluseli í Vogum og ætlast nú til að íbúar greiði niður sjúkraflutninga enn meira en áður.

 

Ríkið getur ekki ætlast til að íbúar í Vogum, Garði og Reykjanesbæ taki á sig byrðar vegna samninga sem ríkið telur sig ekki geta staðið við.

 

Bæjarráð hvetur heilbrigðisráðherra til að skoða heilbrigðismál á Suðurnesjum heildstætt í samráði við heimamenn og leggja fram tillögur sem miða að því að leiðrétta það misræmi sem er milli Suðurnesja og annarra svæða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Bæjarráð kallar nú eftir því liðsinni sem þingmenn kjördæmisins lofuðu á fundi í Álfagerði í Vogum þann 29. október.

 

 1. Fundargerð 65. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Atvinnustefna Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarráð tilnefnir formann bæjarráðs og Jón Elíasson í vinnuhóp um atvinnustefnu.

 

 1. Snjómokstur.

Verklýsing vegna snjómoksturs lögð fram, en hún er sú sama og í fyrra.

 

Bæjarstjóra falið að semja við aðila til að taka að sér verkið.

 

 1. Vogahöfn.

Bréfasamskipti bæjarstjóra og umráðamanns bátsins Eldey GK lögð fram.

Báturinn er vélarvana, dælulaus og opinn. Umráðamaður getur ekki gert grein fyrir því hvað hann hyggst fyrir með bátinn í Vogahöfn.

 

Meirihluti bæjarráðs sem fer með hafnarstjórn Vogahafnar, beinir þeim tilmælum til forráðamanns Eldeyjar GK að flytja bátinn hið fyrsta úr Vogahöfn.

 

 1. Bréf frá framkvæmdastjóra EFF. Ákvörðun stjórnar um lækkun leigu.

Bæjarráð óskar eftir að fá nánari upplýsingar um lækkunina, meðal annars afgreiðslu stjórnar EFF á þessu máli.

 

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar.

 

 1. Bréf frá Umhverfisstofnun dags 5. nóvember 2009. Vegna refaveiða.

Bæjarráð samþykkir að fylgja fordæmi ríkisins og ákveður að gera ekki ráð fyrir greiðslum vegna refaveiða á árinu 2010.

 

 1. Bréf frá Reykjanesbæ vegna gerðar þjónustusamnings í söluferli SS sf.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Skýrsla Menningarráðs Suðurnesja. Árangursmat 2007-2009.

Skýrslan er lögð fram.

 

Skýrslan sýnir með óyggjandi hætti að menningarstarf á Suðurnesjum stendur í miklum blóma, ekki síst fyrir tilstuðlan Menningarsamningsins. Bæjarráð leggur þunga áherslu á að samningurinn verði endurnýjaður og framlög til Suðurnesja hækkuð til samræmis við önnur svæði.

 

 1. Kerfisáætlun 2010-2014. Skýrsla Landsnets.

Skýrslan er lögð fram.

 

 

 1. Fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun.

Bæjarritari fer yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun og kynnir drög að fjárfestingaráætlun, tekjuáætlun og aðgerðum til lækkunar útgjalda.

 

 1. Samstarfssamningur við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlana.

Samningurinn er lagður fram.

 

Bæjarráð fagnar samstarfinu við Umferðarstofu. Samningurinn er rökrétt framhald þeirra aðgerða sem unnið hefur verið að í Vogum undanfarið, svo sem lækkun umferðarhraða innanbæjar í 30 km á klukkustund.

 

Á grunni samningsins verður unnin umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.

 

 1. Ákvörðun útsvarsprósentu ársins 2010.

Bæjarráð leggur til að útsvarsprósenta ársins 2010 verði 13,28%.

 

 1. Tillaga um að verðtrygging höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýtt á árinu 2010.

Meirihluti bæjarráðs leggur til að heimild bæjarstjórnar frá 29. janúar um að nýta vexti og verðbætur sjóðsins verði framlengd til 31. desember 2010.

 

Bæjarstjóra falið að fá álit sérfræðings á tillögunni, auglýsa og boða til íbúafundar þann 9. desember.

 

 1. Tillaga um breytingu á opnunartíma bæjarskrifstofu.

Meirihluti bæjaráðs samþykkir að koma til móts við minnkandi starfshlutfall á bæjarskrifstofu með því að gera tilraun með að skerða opnunartíma bæjarskrifstofu. Bæjarskrifstofa verði lokuð á fimmtudögum frá 1. desember 2009.

 

 1. Beiðni Allsherjarnefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör).

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Klassart. Ósk um styrk vegna flutnings verka Hallgríms Péturssonar.

Bæjarráð samþykkir að leggja til húsnæði undir tónlistarflutninginn og aðstoð starfsfólks við undirbúning og kynningu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.55.

Getum við bætt efni síðunnar?