Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

80. fundur 15. október 2009 kl. 06:30 - 08:35 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

80. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 15. október, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Fundargerð 15. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er samþykkt.

 

Hörður Harðarson vék af fundi meðan á afgreiðslunni stóð.

 

 1. Fundargerð 11. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs 2009.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundarboð dags. 9. október, 2009.Aðalfundur SSS, 17. október. Tilnefningar í stjórn og varastjórn SSS.

Fundarboðið er lagt fram.

Tilnefndur í stjórn er Birgir Örn Ólafsson og í varastjórn Róbert Ragnarsson.

 

 1. Bréf frá Lögmönnum dags. 28. september, 2009. Athugasemdir við aðalskipulag sveitarfélagsins 2008-2028.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 23. september, 2009. Fulltrúar í viðræðunefnd.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá HS Orku dags. 29. september, 2009. Tilkynningar um sölu á hlutabréfum í félaginu.

Bæjarráð leggur til að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti sínum.

 

 1. Bréf frá HES dags 28. september, 2009. Opnunartími skemmtistaða.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 29. september, 2009. Borað eftir vatni í landi Auðna.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 30. september, 2009. Þátttaka ungmenna á umhverfisþingi.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Ályktun Barnaheilla dags. 30.september, 2009.

Ályktunin er lögð fram.

 

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir því yfir að þjónusta við börn og ungmenni í sveitarfélaginu verði hér eftir sem hingað til í fyrsta sæti.

 

 1. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. september, 2009. Skólaþing sveitarfélaga 2.nóvember.

Bréfið er lagt fram og vísað til fræðslunefndar og skólastjórnenda til upplýsingar.

 

 1. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 29. september, 2009. Úrskurður ráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð vísar til þess að í umsögn sinni í nóvember 2007, um kæru Landverndar vegna mats á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík, taldi bæjarráð að eðlilegra hefði verið að Skipulagsstofnun hefði nýtt sér heimild í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 um að meta umhverfisáhrif álvers í Helguvík og tengdra framkvæmda sameiginlega. Hinsvegar mótmælti sveitarfélagið ekki áliti Skipulagsstofnunar um að meta hverja og eina framkvæmd sérstaklega.

 

Bæjarráð telur uppbyggingu Suðvesturlína mikilvægan þátt í styrkingu raforkuflutnings til og frá Reykjanesi, og þar með mikilvægan lið í atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

 

 1. Bréf frá Pétri Hlöðverssyni dags. 1. október, 2009. Ferill vegna umsóknar um byggingarleyfi á landsspildu 211259 í landi Stóra-Knarrarness.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 30. apríl þar sem bæjarstjórn samþykkir að hefja samstarf við landeigandann um gerð og auglýsingu deiliskipulags á reit við Stóra-Knarrarnes að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Ekki hafa öll skilyrði verið uppfyllt fyrr en nú nýverið.

 

 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 6. október, 2009. Sameiginlegt mat styrkingar raforkukerfisins á Suðvesturlandi, SV lína og orkuvera.

Bréfið er lagt fram.

 

Meirihluti bæjarráðs telur ekki að meta eigi sameiginlega matsskyldar virkjanir samhliða mati á umhverfisáhrifum Suðvesturlína.

 

Ekki eru fyrirhugaðar aðrar matsskyldar framkvæmdir í sveitarfélaginu sem munu nýta sér raforkuflutningskerfi Suðvesturlína á næstu misserum. Hinsvegar bendir meirihluti bæjarráðs á að í nýsamþykktu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga er gert ráð fyrir mögulegri uppbyggingu stóriðju á Keilisnesi og áframhaldandi tilraunaborunum við Trölladyngju.

 

 1. Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótarfélags Íslands,dags. 6. október, 2009. Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2009.

Bréfin eru lögð fram.

 

 1. Bréf frá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, dags. 7. október, 2009. Svar við beiðni um námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags.

Bréfið er lagt fram.

Afgreiðslu frestað.

 

 1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 2. október, 2009. Allur almennur notendahugbúnaður í íslensku skólakerfi, frá leikskóla til háskóla, verði á íslensku innan þriggja ára.

Bréfið er lagt fram. Vísað til fræðslunefndar og skólastjórnenda til upplýsinga.

 

 1. Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, dags. 8. október, 2009. Beiðni um umsögn.

Bréfið er lagt fram. Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsinga.

 

 1. Deildir staða – áætlun.

Bæjarstjóri og bæjarritari fóru yfir stöðu deilda.

 

 1. Reglur um aðkomu sveitarfélagsins að atvinnuuppbyggingu.

Umræður um málið.

 

 1. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga bókar eftirfarandi með vísan til bókunar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 6. október 2009 um hugsanlega úrsögn Reykjanesbæjar úr Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.

 

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og Kalka hf. eru í eigu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum og sinna mikilvægu lögbundnu verkefni fyrir íbúa svæðisins. Bæjarráð telur mjög mikilvægt að rekstur félagsins sé tryggur og hagkvæmur, svo hægt sé að bjóða íbúum góða þjónustu fyrir sem lægst gjald.

 

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur stjórn Kölku til að taka fyrir og afgreiða neðangreint á næsta fundi stjórnar félagsins.

 

1. að samþykktum síðasta aðalfundar verði komið strax til framkvæmda.

2. að fenginn verði ráðgjafi til að gera úttekt á rekstri, starfsemi og stjórnun Kölku.

3. að stjórnin láti hraða vinnu við mat á eignum félagsins sem og skuldum.

 

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga leggur þunga áherslu á að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en um næstu áramót.

 

 1. Bréf frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar dags. 5. október, 2009. Staða GVS.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að veita GVS 400 þúsund króna aukastyrk árið 2009.

 

 1. Tölvupóstur frá Björgunarsveitinni Skyggni, dags. 7. október, 2009. Samstarfssamningur.

Tölvupósturinn er lagður fram.

Forsvarsmönnum Skyggnis boðið á næsta fund bæjarráðs.

 

 1. Rekstur fasteigna Sveitarfélagsins Voga, heimild til að fela KPMG úttekt á rekstri fasteigna sveitarfélagsins.

Frestað.

 

 1. Bréf frá Stóru-Vogaskóla dags. 7. október, 2009. Sérúrræði.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

 1. Tillaga vinnuhóps um málefni fatlaðra.

Kynning á hugmyndum og tillögum vinnuhóps.

 

Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóri mun gera grein fyrir vinnunni á aðalfundi SSS þann 17. október.

 

 1. Stígur að Háabjalla. Tilboð.

Þrjú tilboð bárust, öll undir kostnaðaráætlun.

 

Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Ellerts Skúlasonar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.35

 

Getum við bætt efni síðunnar?