Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

79. fundur 01. október 2009 kl. 06:30 - 09:25 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

79. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 1. október, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Inga Sigrún Atladóttir og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Leitað er afbrigða með að afgreiða undir 31. lið Félagsheimilasjóður Vatnsleysustrandarhrepps. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 296. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerðir 383. og 384.fundar Kölku.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Bæjaráð leggur áherslu á að þjónusta á gámasvæðum verði ekki skert það mikið að þau þjóni ekki hlutverki sínu og jafnframt að jafnræðis sé gætt milli sveitarfélaga. Lögð er áhersla á að stjórn Kölku kynni hugmyndir að breytingu á þjónustu fyrir sveitarstjórnum áður en þær koma til framkvæmda.

 

 1. Fundargerð 214. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 601. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð ítrekar að í ákvæðum sérleyfisins er kveðið á um tvær fastar ferðir í Voga á dag.

Bæjarráð lýsir óánægju sinni með hve tímatafla er óljós.

 

 1. Fundargerð 10. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs 2009.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Bréf frá Bandalagi íslenskra leikfélaga dags. 10. september. 2009. Sumarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga.

Bréfið er lagt fram. Bæjarráð tekur vel í umsóknina og vísar henni til frístunda- og menningarnefndar til kynningar og afgreiðslu.

 

 1. Bréf frá Matvælastofnun dags. 7. september, 2009. Varðar kattahald. Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá samgönguráðuneytinu dags. 14. september, 2009. Stjórnsýslukæra varðandi Iðndal 4.

Bæjarráð felur Ívari Pálssyni hdl. að svara ráðuneytinu.

 

 1. Bréf frá samgönguráðuneytinu dags. 14. september, 2009. Stjórnsýslukæra varðandi Jónsvör 1.

Bæjarráð felur Ívari Pálssyni hdl. að svara ráðuneytinu.

 

 1. Skólastefna, kynning verkefnisstjórnar. Áshildur Linnet og Júlía Rós Atladóttir mæta á fundinn.

Áshildur Linnet og Júlía Rós Atladóttir mæta á fundinn kl. 06.55

Verkefnisstjórn skilar af sér tillögu að skólastefnu. Bæjarráð þakkar þeim sem komu að stefnunni.

Áshildur og Júlía Rós víkja af fundi kl. 07.25.

 

 1. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 18. september, 2009. Varðar samning um samstarfs ríkis og sveitarfélaga um menningarmál.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Securitas á Reykjanesi dags. 22. september, 2009. Ósk um samstarf.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Borað eftir vatni í landi Auðna. Bréf frá Jakob Árnasyni dags. 31. ágúst, 2009, ásamt bréfi skipulags- og byggingafulltrúa dags 23. september, 2009. Fyrirspurn til Skipulagsstofnunar um framkvæmdaleyfi og mat umhverfisáhrifa vegna borunar að Auðnum

Bréfin lögð fram.

 

 1. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 22. september, 2009. Málþing um sjálfbærni og lýsingarhönnun.

Tölvupósturinn er lagður fram. Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 

 1. Bréf frá Velferðarvaktinni dags 16. september, 2009. Tryggt verði að öll börn fái hádegisverð í skólum landsins.

Bréfið er lagt fram.

Vísað til fræðslunefndar til upplýsinga.

Bæjarráð vekur athygli á að öllum börnum í sveitarfélaginu er boðið upp á máltíðir í samræmi við manneldis markmið. Máltíðir í grunnskóla eru gjaldfrjálsar..

 

 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 17. september, 2009. Suðvesturlínur. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.

Bréfið er lagt fram og vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 

 1. Starfsáætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla.

Starfsáætlunin er lögð fram og vísað til fræðslunefndar til upplýsingar.

 

 1. Bréf frá SSS dags. 22. september, 2009. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjun – framtíðarsýn. Undirbúningur að flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarstjóra falið að flytja erindi um flutning á málefnum fatlaðra á aðalfundi SSS.

 

 1. Bréf frá Varasjóði húsnæðismála ódags. Kvittun fyrir framlagi sveitarfélags í Varasjóð húsnæðismála vegna ársins 2009.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 11. september, 2009. Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2009.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009.

Samþykkt að Hörður Harðarson sitji ársfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga árið 2009.

Lagt fram. Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsinga.

 

 1. Ársreikningur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 2008.

Ársreikningurinn er lagður fram.

 

Bæjarráð fagnar því að Eignarhaldsfélagið hyggist leggja fé til uppbyggingar atvinnulífs á Suðurnesjum, og óskar jafnframt eftir því að stjórn félagsins upplýsi sveitarfélagið um úthlutunarreglur þegar þær hafa verið samþykktar.

 

 1. Hafnargata 6, iðnaðarhúsnæði. Beiðni um að falla frá forkaupsrétti.

Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.

 

 1. Samstarfssamningur við Björgunarsveitina Skyggni.

Bæjarráð samþykkir tillögu að samstarfssamningi er liggur fyrir fundinum. Bæjarráð samþykkir að leggja 2,1 milljón í starf Björgunarsveitarinnar Skyggnis árið 2010, upphæðin er útfærð í sérsamningi.

 

 1. Tölvupóstur frá Björgunarsveitinni Skyggni. Landsæfing björgunarsveita, beiðni um leyfi fyrir æfingapóstum í landi.

Bæjarráð veitir leyfið fyrir notkun á því landi sem sveitarfélagið á.

 

 1. Rekstur fasteigna Sveitarfélagsins Voga, heimild til að fela KPMG úttekt á rekstri fasteigna sveitarfélagsins.

Afgreiðslu frestað.

 

 1. Northern Lights Energy. Gögn fylgdu fundarboði 77. fundar.

Bæjarráð óskar eftir samstarfi við Northern Lights Energy.

Bæjarritara falið að koma á samskiptum við fyrirtækið.

Stefna bæjarráðs er að til framtíðar verði farartæki sveitarfélagsins knúin rafmagni eða öðrum vistvænum orkugjöfum.

 

Inga Rut bókar að hún telji ekki tímabært að taka ákvörðun um stefnu í þessu máli.

 

 1. Staða og fjárfestingar Framfarasjóðs.

Staða sjóðsins rædd.

Meirihluti stjórnar Framfarasjóðs samþykkir að skrifa sjóðinn fyrir tíu milljón króna hlut í Midgard.

 

 1. Fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun.

Meirihluti bæjarráðs skipar formenn nefnda í vinnuhóp um gerð fjárhagsáætlunar 2010 og þriggja ára áætlun.

 

Inga Sigrún situr hjá.

 

 1. Félagsheimilasjóður Vatnsleysustrandarhrepps

Bæjarráð samþykkir að heimila aflýsingu veðskuldabréfa er hvíla á lóðinni Vogagerði 21-23 þar sem þau eru að fullu greidd.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.25

 

Getum við bætt efni síðunnar?