Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

77. fundur 03. september 2009 kl. 06:30 - 08:40 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

77. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 3. september, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir, Róbert Ragnarsson bæjarstóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 9. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð tekur undir ályktun menningarfulltrúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

 

  1. Fundargerð 13. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er samþykkt.

 

  1. Fundargerð 18. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 8. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs 2009.

Fundargerðin er samþykkt.

 

  1. Tölvupóstur frá Arnfríði Aðalsteinsdóttur dags. 28. ágúst, 2009. Boð á norræna ráðstefnu um jafnréttisfræðslu í skólum.

Tölvupósturinn er lagður fram.

 

  1. Bréf frá Samvinnu dags. 24. ágúst, 2009. Boð um ársfund.

Bæjarráð felur bæjarritara að mæta á fundinn.

 

  1. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 21. ágúst. Varðar kattahald á Suðurnesjum.

Bæjarráð lýsir þungum áhyggjum af lausagöngu katta og leggur til að Heilbrigðisnefnd taki málið föstum tökum. Meirihluti bæjarráðs telur koma til álita að banna lausagöngu katta á Suðurnesjum og óskar eftir tillögum heilbrigðisnefndar.

 

  1. Bréf frá SSS dags. 24. ágúst. Framtíð Virkjunar.

Bæjarráð telur að framtíðar starfsemi Virkjunar ráðist af atvinnuástandi á Suðurnesjum og því er markmiðið að úrræðið verður ónauðsynlegt sem fyrst. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um nýtingu þeirra úrræða sem Virkjun býður upp á, en vísar að öðru leyti umræðu um framtíðarstarfsemi Virkjunar til vinnu við fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna verkefna sveitarfélaga á Suðurnesjum.

 

  1. Bréf frá formanni fjárlaganefndar dags. 28. ágúst. Boð á fund með fjárlaganefnd.

Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir fundi með fjárlaganefnd.

 

  1. Starfsmannamál bókasafns.

Guðrún Jónsdóttir bókavörður hefur sagt upp störfum frá og með 1. janúar 2010.

Bæjarráð þakkar Guðrúnu gott og óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.

 

Róbert Ragnarsson vék af fundi kl. 07.30

 

  1. Minnisblað frá stjórnarformanni HS Orku hf dags. 20. ágúst.

Minnisblaðið er lagt fram.

 

  1. Tölvupóstur frá Unnari Stefánssyni dags. 26. ágúst, 2009. Leitað eftir vinabæ.

Bæjarráð fagnar frumkvæði Norræna félagsins og felur bæjarstjóra að koma á sambandi við bæjarstjórann í Fjaler í Noregi með það fyrir augum að stofna til vinabæjarsamstarfs.

 

  1. Tölvupóstur frá Northern Lights Energy ehf. Ósk um samstarf.

Bæjarráði tekur jákvætt í erindið.

 

  1. Tölvupóstur frá Bakkaflöt ehf ,,Reykjanesspilið“.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Atvinnustefna Sveitarfélagsins Voga. Skipun vinnuhóps.

Umræðu haldið áfram á næsta fundi.

 

  1. Jöfnum leikinn. Bréf frá Jafnréttistofu.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Staða deilda.

Bæjarritari fer yfir stöðuna.

 

Hörður Harðarson víkur af fundi kl. 08.12

 

  1. Bréf fráHafnasambandi Íslands dags. 21. ágúst, 2009. Boð á hafnafund 2009.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Samstarfssamningur við Kvenfélagið Fjólu.

Formaður Fjólu kom til fundarins kl. 07.00

Formaður Fjólu vék af fundi kl. 07.25

Bæjarstjóra falið að senda félaginu hugmyndir að samstarfsverkefnum.

 

  1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 27. ágúst varðandi samstarf um skipulags- og byggingarmál.

Bæjarráð samþykkir að vinnuhópur um samstarf í skipulags- og byggingarmálum í Sandgerði, Garði og Vogum haldi áfram viðræðum í samræmi við niðurstöður sem liggja fyrir úr störfum vinnuhópsins frá vori 2008.

 

Bæjarráð leggur áherslu á að mögulegt samstarf í málaflokknum leiði til bættrar þjónustu fyrir íbúa og hagræðingar fyrir sveitarfélagið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.40

 

Getum við bætt efni síðunnar?