Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

75. fundur 06. ágúst 2009 kl. 06:30 - 09:55 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

75. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 6. ágúst, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Inga Rut Hlöðversdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Leitað er afbrigða með að afgreiða undir 27. lið 30 km hámarkshraði, kaup á umferðaskiltum. Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Fundargerð 8. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Tillögur FMN að umsóknum í Styrktarsjóð EBÍ lagðar fram.

Bæjarráð þakkar fyrir tillögurnar og felur frístunda- og menningarfulltrúa að ganga frá umsóknum fyrir verkefnin.

 

  1. Fundargerð 1. fundar vinnuhóps um málefni fatlaðra í Sandgerði, Garði og Vogum.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 5. og 6. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs 2009.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Bréf frá Keflavíkurflugvelli ohf. dags. 7. júlí, 2009. Aðkoma Keflavíkurflugvallar ohf. að störfum Almannavarnanefndar Suðurnesja.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 21. júlí, 2009. Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 21. júlí, 2009. Umsóknar- og úrvinnslukerfi vegna húsaleigubóta.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 21. júlí, 2009. Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga mánuðina janúar-júní 2009.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 17. júlí, 2009. Lýðræðismál í sveitarfélögum og málþing 19. ágúst n.k.

Bréfið er lagt fram til kynningar. Bæjarráð vekur athygli bæjarfulltrúa á málþinginu.

 

  1. Tölvupóstur frá Sigurði Inga Sigurðssyni dags. 21. júlí, 2009. Gamanþátturinn Dagdraumar.

Tölvupósturinn er lagður fram til kynningar. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Vísað til frístunda- og menningarnefndar til upplýsinga.

 

  1. Bréf frá AFS á Íslandi dags. 20. júlí, 2009. Ósk um stuðning við skiptinema.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu dags. 15. júlí, 2009. Áskorun um að standa vörð um starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila.

Bréfið er lagt fram til kynningar. Vísað til frístunda- og menningarnefndar og fræðslunefndar til upplýsinga.

 

  1. Ársreikningur Búmanna hsf. fyrir árið 2008.

Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar.

 

  1. Ársreikningur Húsfélagsins Akur- og Vogagerði fyrir árið 2008.

Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir skýringum sem ættu að fylgja ársreikningi 2008, sbr. tilvísanir á blaðsíðum tvö og þrjú í ársreikningi.

 

  1. Tölvupóstur frá Ásmundi Friðrikssyni dags. 29. júlí, 2009. Strandveiðiþjónusta á Reykjanesi.

Lagt fram til kynningar. Bæjarritara falið að senda upplýsingar til fyrirtækja í Sveitarfélaginu Vogum varðandi fund um málefnið.

 

  1. Tölvupóstur frá Ásmundi Friðrikssyni dags. 28. júlí, 2009. Almenningssamgöngur. SSS-kort.

Lagt fram til kynningar. Bæjarritara falið að senda bréfritara fyrirspurnir og athugasemdir við kortið.

 

  1. Bréf frá Guðmundi Ágústssyni hdl. dags 27. júlí, 2009 varðandi Jónsvör 1.

Bréfið er lagt fram.

Engar nýjar málsástæður koma fram í andmælabréfi lögmanns lóðarhafa frá 27. júlí. Með vísan til minnisblaðs Ívars Pálssonar, hdl., dags. 3. júlí 2009, staðfestir bæjarráð þá niðurstöðu að bæði lóðarleigusamningurinn um lóðina og yfirlýsingin frá 15. apríl 2008, um framlengingu fresta til framkvæmda, séu fallin niður.

 

  1. Bréf frá Guðmundi Ágússyni hdl dags. 27. júlí, 2009 varðandi Iðndal 4.

Bréfið er lagt fram.

Engar nýjar málsástæður koma fram í andmælabréfi lögmanns lóðarhafa frá 27. júlí. Með vísan til minnisblaðs Ívars Pálssonar, hdl., dags. 3. júlí 2009, staðfestir bæjarráð þá niðurstöðu að bæði lóðarleigusamningurinn um lóðina og yfirlýsingin frá 15. apríl 2008, um framlengingu fresta til framkvæmda, séu fallin niður.

 

  1. Bréf frá Unicef dags. 29. júlí, 2009. Áhrif efnahagsþrenginga á börn.

Bréfið er lagt fram. Vísað til frístunda- og menningarnefndar og fræðslunefndar til upplýsinga.

 

  1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 21. júlí, 2009. Skerðing framlaga til námsgagnasjóðs fyrir árið 2009.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 23. júlí, 2009. Tilkynning um úthlutun úr námsgagnasjóði.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Afkoma sveitarfélaga. Svar samgönguráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar.

Lagt fram.

 

  1. Deildir staða – áætlun.

Bæjarritari leggur fram yfirlit yfir stöðu deilda miðað við lok júní 2009.

 

  1. Drög að samstarfssamningum við félög.

Lögð fram drög að samstarfssamningum við 7 félög. Bæjarritara falið að koma athugasemdum við drögin til frístunda- og menningarnefndar. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til nefndarinnar að gengið verði frá samningum við félögin fyrir 18. ágúst.

 

  1. Tölvupóstur frá Háskólanum í Reykjavík dags. 4. ágúst, 2009. Jarðskjálftamælar í landi Voga.

Bæjarráð samþykkir staðsetningu jarðskjálftamælanna með fyrirvara um samþykki landeigenda. Nákvæm staðsetning verði í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

  1. Almenningssamgöngur.Tilboð í strætóskýli.

Tilboð í strætóskýli lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og kaupa tvö skýli að upphæð krónur 1.980 þúsund með virðisaukaskatti.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2010. Markmið í fjármálastjórn næstu 4 árin. Útgjaldarammar.

Bæjarráð samþykkir að skipa vinnuhóp er vinni tillögur að fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun. Tilnefnd frá E-lista eru Birgir Örn Ólafsson og Hörður Harðarson og til vara Inga Rut Hlöðversdóttir og Bergur Álfþórsson. Tilnefnd eru frá H-lista Inga Sigrún Atladóttir og Sigurður Kristinsson og til vara Íris Bettý Alfreðsdóttir og Jón Elíasson.

 

 

  1. 30 km hámarkshraði, kaup á umferðaskiltum.

Bæjarráð samþykkir kaup á fjórum umferðarskiltum. Kostnaður með uppsetningu kr. ein milljón. Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 29. maí tekur 30 km hámarkshraði gildi 21. ágúst.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.55

 

Getum við bætt efni síðunnar?