Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

73. fundur 16. júní 2009 kl. 06:30 - 08:30 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

73. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 16. júní, 2009 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 2. verkfundar. Framkvæmdir við Vogatjörn og Aragerði.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 599. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna viðræðna um stöðugleikasáttmála.

Minnisblaðið er lagt fram.

 

  1. Bréf frá samgönguráðuneytinu dags 28. maí 2009. Tilraunaverkefni um rafrænar kosningar.

Bæjarráð lýsti áhuga á þátttöku Sveitarfélagsins Voga á fundi sínum 5. febrúar síðastliðinn. Bæjarstjóri hefur þegar haft samband við samgönguráðuneytið.

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. maí. Vegna frumvarps til vegalaga.

Erindinu er vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 

  1. Bréf frá umhverfisnefnd Alþingis. Umsögn um þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2009-2013.

Þingsályktunartillagan er lögð fram. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við efni hennar.

 

Bæjarráð harmar þann stutta svarfrest sem gefinn er til umsagnar um málið.

 

  1. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags 4. júní 2009. Beiðni um umsögn í tilefni af stjórnsýslukærum Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna Suðvesturlína.

Meirihluti bæjarráðs gerir ekki athugasemdir við að matið fari fram eins og Skipulagsstofnun hefur lagt til.

 

  1. Bréf frá HS orku hf dags 8. júní 2009. Varðar sölu lands og auðlinda.

Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með stjórnarformanni og forstjóra félagsins.

 

  1. Bréf frá Styrktarsjóði EBÍ dags 28. maí.

Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagsnefnd og frístunda- og menningarnefnd að leggja fram tillögur að verkefnum fyrir 6. ágúst næstkomandi.

 

  1. Ársskýrsla Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga árið 2007.

Ársskýrslan er lögð fram.

 

  1. Ársskýrsla Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra árið 2007.

Ársskýrslan er lögð fram.

 

  1. Opnir dagar Evrópusambandsins 2009.

Tölvubréf frá fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel lagt fram.

 

  1. Undirbúningur flutnings á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.

 

Bæjarráð samþykkir að skipa tvo fulltrúa í sameiginlegan vinnuhóp Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga til að undirbúa flutning á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.

 

  1. Heimsfaraldur inflúensu. Svæðisáætlanir.

Bæjarstjóri og bæjarritari hafa setið fundi vegna undirbúnings svæðisáætlunarinnar.

Bæjarstjóri sagði frá skipulagi verkefnisins, en gert er ráð fyrir áætlunin verði tilbúin 1. september.

 

Bæjarstjóra falið að undirbúa áætlun fyrir starfsemi sveitarfélagsins í samstarfi við forstöðumenn stofnanna.

 

  1. Drög að samstarfssamningum við félagasamtök í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála við vinnu um samstarfssamninga við félagasamtök í sveitarfélaginu. Átta félög hafa sent inn tillögur til frístunda- og menningarfulltrúa. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi frístunda- og menningarnefndar.

 

Bæjarráð ítrekar þá stefnu sveitarfélagsins að stuðningur við félagasamtök stuðli að öflugu barna- og unglingastarfi.

 

  1. Staða viðræðna við stjórn Reykjanesfólkvangs um aðild Sv. Voga.

Bæjarstjóri sagði frá fundi hans með stjórn Reykjanesfólkvangs þann 11. júní síðastliðinn.

 

Bæjarstjóra falið að halda áfram viðræðum við stjórnina og hafa samráð við landeigendur á því svæði sem mögulega yrði hluti af fólkvangnum.

 

  1. Deildir staða og áætlun.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu og áætlun rekstrar sveitarfélagsins fyrstu 5 mánuði ársins og samanburð við sama tíma árin 2007 og 2008.

 

  1. Staða og ávöxtun Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga.

Yfirlit yfir stöðu og ávöxtun 31. maí lagt fram.

 

  1. Stefna lögmanna Borgartúni fyrir hönd eiganda Hvassahrauns 22. Málið var áður á dagskrá 16. apríl sl.

Stefnan er lögð fram.

Bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins falið að vinna í málinu.

 

  1. Drög að samning milli Vegagerðar ríkisins og Sveitarfélagsins Voga um veghald á Hafnargötu.

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

 

  1. Bréf frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja dags. 8. júní 2009. Ósk um frekari styrk vegna útsýnisskífu á Keili.

Sveitarfélagið hefur nú þegar styrkt verkefnið veglega og getur því ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 26. maí 2009. Umsögn vegna umsóknar um vínveitingaleyfi.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við opnunartíma eða staðsetningu starfseminnar þar sem hún er í samræmi við gildandi skipulag.

Byggingafulltrúi mun senda sjálfstæða umsögn í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.

 

  1. Lóðarleigusamningar úr gildi fallnir.

Bæjarstjóri fór yfir lóðarleigusamninga vegna atvinnulóða sem eru úr gildi fallnir þar sem ekki hefur verið staðið við skilmála 2. gr. samningsins varðandi byggingarhraða.

 

Bæjarstjóra falið að senda beiðni til sýslumannsins í Keflavík og óska eftir því að lóðarleigusamningunum verði aflýst úr þinglýsingarbókum sýslumanns.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.30

 

Getum við bætt efni síðunnar?