Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

70. fundur 07. maí 2009 kl. 06:30 - 08:20 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

70. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 7. maí, 2009 kl. 06:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Leitað er afbrigða með að afgreiða undir 22. lið heimild til að auglýsa eftir kennurum við Stóru-Vogaskóla, undir 23. lið skipulagsdag 21. maí og undir 24. lið beiðni Kálfatjarnarkirkju um að bæta við einu starfi í hóp þeirra starfa sem sveitarfélagið ætlar að bjóða með stuðningu atvinnutryggingasjóðs. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 7. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram. Efnisatriði eru tekin til umfjöllunar undir lið 15.

 

 1. Fundargerð 12. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 13. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð fundar vegna samgönguáætlunar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga. Drög að leiðarljósi.

Drögin eru lögð fram.

 

 1. Aðalfundur Suðurlinda ohf.

Boðað er til aðalfundar Suðurlinda ohf þann 12. maí næstkomandi.

 

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að sækja fundinn.

 

Bæjarráð samþykkir að forseti bæjarstjórnar fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

 

 1. Ársreikningur Garðvangs og DS.

Ársreikningarnir eru lagðir fram.

 

 1. Bréf frá Orkustofnun dags. 22. apríl varðandi vatnsverndarsvæði ofl.

Bréfið er lagt fram og vísað til skipulags- og byggingafulltrúa til afgreiðslu.

 

 1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 14. apríl varðandi uppbyggingu við Garðvang.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Bændasamtökum Íslands. Kynning á skýrslu milliþinganefndar.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Keflavíkurflugvelli ohf. dags. 7. apríl varðandi leysigeisla í nágrenni flugvalla.

Bréfið er lagt fram.

 

 

 1. Bréf frá Smábátafélaginu í Vogum dags. 1. apríl varðandi aðstöðu.

Bréfið er lagt fram og vísað til frístundar- og menningarnefndar til upplýsingar.

 

Bæjarráð hvetur Smábátafélagið til að hafa forgöngu um að félögin ræði saman um sameiginlega uppbyggingu félagsaðstöðu.

 

 1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 29. apríl varðandi samskipti sambandsins við Alþingi og ríkisstjórn.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð tekur undir áherslur sambandsins og leggur sérstaka áherslu á að samskipti ríkis og sveitarfélaga verði efld og gerð formlegri.

 

 1. Skipulag Vinnuskóla sumarið 2009.

Minnisblað frístunda- og menningarfulltrúa varðandi skipulagið er lagt fram.

 

 1. Svæðisskipulag Suðurnesja. Áherslur og stefnumið.

Fyrir fundinum liggja ábendingar og athugasemdir umhverfis- og skipulagsnefndar.

Bæjarráð tekur undir eftirfarandi ábendingar nefndarinnar.

 

Sveitarfélagamörk milli Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Sveitarfélagsins Voga eru röng og því ekki hægt að byggja á þeim upplýsingum sem gefnar eru á kortum og í skýrslunni hvað það varðar.

 

Samgöngur

Gatnamót við Reykjanesbraut verða að vera fær öllum farartækjum stórum sem smáum.

Lagt er til að horft verði til einnar lestarlínu milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar með stoppistöðvum við gatnamót þar sem það á við.

Í tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga er gert ráð fyrir stórskipahöfn við Keilisnes.

 

Veitur og orkuvinnsla.

Orkusvæðið við Trölladyngju nær inn fyrir mörk sveitarfélagsins.

Flytja ætti orku sem stystu leið og með náttúruverndarhagsmuni að leiðarljósi.

Stefnt verði að því í framtíðinni að sem flestar raflínur verði í jörðu eða sjó.

Brýnt er að flokka háhitasvæðin, með tilliti til virkjana og verndunar.

Enn vantar hitaveitu og vatnsveitu um Vatnsleysuströnd, ásamt öðrum dreifðum byggðum á Suðurnesjum.

 

Atvinna

Efla ætti þá starfsemi sem fyrir er í sveitarfélögunum og styðja við nýja sprota sem upp koma.

Ferðaþjónusta er kostur sem Sveitarfélagið Vogar ætti að leggja meiri áherslu á með sérstöðu svæðisins í huga, Vatnsleysuströndina, fjallgarðinn og fyrirhugaðan eldfjallagarð sem áhugaverða staði. Huga ætti betur að þjónustu við ferðamenn.

Hvetjum til samvinnu og samstarfs sveitarfélaganna til aukinnar uppbyggingar í atvinnumálum og tökum undir þær fjölmörgu áhugaverðu hugmyndir sem fram koma í skýrslunni.

 

Byggð

Efla ætti þá fjölþættu sameiginlegu þjónustu sem sveitarfélögin hafa nú þegar með sér.

 

Verndarsvæði og útivist

Kortleggja ætti þau svæði sem áhugaverð eru hvort heldur á heimsvísu eða staðbundin. Afla þarf þekkingar um náttúru og sögu og gera hana aðgengilega fyrir heimamenn og gesti. Skipuleggja mannvirkjagerð og byggðaþróun með hliðsjón af náttúruvernd með framtíðarhagsmuni í huga. Í því ljósi er vísað í „tillögu að nálgun og verkefnistökum að eldfjallagarði“ frá VSÓ ráðgjöf.

 

 1. Tillaga frá 6. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar um lækkun hámarkshraða í þéttbýli.

Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar um að hámarkshraði í þéttbýlinu í Vogum verði 30 km.

 

Bæjarstjóra falið að auglýsa breytinguna að fengnu samþykki Lögreglustjórans Suðurnesjum.

 

 1. Bréf frá Íslandsbanka dags. 1. apríl. Varðar forkaupsrétt hluta í Eignarhaldsfélaginu Fasteign.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.

 

 1. Bréf frá Héraðsdýralækni Gullbringu- og Kjósarumdæmis dags. 29. apríl. Varðar kattahald í Brekku.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að grípa til aðgerða í samræmi við tillögur Héraðsdýralæknis.

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 29. apríl. Ósk um umsögn vegna umsóknar um leyfi samkvæmt lögum um veitingastaði.

Bréfið er lagt fram.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við opnunartíma eða staðsetningu starfseminnar þar sem hún er í samræmi við gildandi skipulag. Góð reynsla er af starfseminni.

Byggingafulltrúi mun senda sjálfstæða umsögn í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.

 

 1. Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Voga og GVS.

Samningurinn er samþykktur.

 

 1. Umhverfisverkefni 2009.

Sigurður Valtýsson skipulags- og byggingafulltrúi kemur á fundinn kl. 7.30

Fyrir fundinum liggja teikningar af tjarnarsvæði og Aragerði. Bæjarstjóri hefur haft samráð við fulltrúa Kvenfélagsins Fjólu og íbúa Hafnargötu 15.

 

Sigurður vék af fundi kl. 8.15

 

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita tilboða í verkin.

 

 1. Heimild til að auglýsa eftir kennurum við Stóru-Vogaskóla.

Skólastjóra Stóru- Vogaskóla er veitt heimild til að auglýsa laus störf kennara við skólann.

 

 1. Skipulagsdagur 21. maí.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir ferli við auglýsingu nýrrar aðalskipulagstillögu, en gert er ráð fyrir að tillagan verði auglýst 15. maí til 19. júní.

 

Tillagan verður kynnt á Skipulagsdegi í Vogum þann 21. maí þar sem jafnframt verður kynnt gildandi deiliskipulag og aðrar tillögur sem eru til vinnslu.

 

 

 1. Beiðni Kálfatjarnarkirkju um samstarf.

Inga Sigrún vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Boðið er upp á aðstoð og samstarf. Sóknarnefnd hefur heimild til að sækja í eigin nafni um sérverkefni á vegum Svæðisvinnumiðlana.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08:20.

 

Getum við bætt efni síðunnar?