Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 22. ágúst 2006 kl. 18:00 - 19:45 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

7. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 22. ágúst 2006

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritaði fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá undir lið 17 bréf frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 16.08 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Bréf frá Fjársýslu ríkisins, dags. 9. ágúst 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá SSS, dags. 14. ágúst.

Fundarboðið er lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa til að taka þátt í fundinum.

 

 1. Bréf frá UMFÞ. Ósk um greiðsluþátttöku í mörkum á knattspyrnuvöll.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að að styrkja UMFÞ um 120.000 kr.til kaupa á knattspyrnumörkum.

 

 1. Bréf framkvæmdarstjóra Þróttar ódags, barst 1. ágúst 2006.

 

Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.

 

Ef marka má orð framkvæmdastjóra UMFÞ í framlögðu bréfi er ljóst að forseti bæjarstjórnar hafi vitað að framkvæmdastjóri myndi leggja niður störf ef framkvæmd styrks til UMFÞ yrði breytt, þrátt fyrir bókað svar forseta um hið gagnstæða á fundi bæjarstjórnar þann 1. ágúst 2006.

 

Anný Helena leggur fram eftirfarandi bókun.

 

Við framkvæmdastjóri UMFÞ áttum fund þann 6. júlí þar sem ég greindi henni frá fyrirhuguðum breytingum og varð ég ekki vör við að framkvæmdastjórinn væri ósáttur við þá afgreiðslu. Þessa fundar er ekki getið í bréfinu.

 

Bæjarstjóra falið að svara bréfinu með vísan til afgreiðslu bæjarráðs þann 25. júlí síðastliðinn, sem samþykkt var af bæjarstjórn þann 1. ágúst, í samráði við formanns bæjarráðs og oddvita minnihluta.

 

 1. Bréf frá Siglingastofnun dags. 16.08 2006.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja greiðsluþátttöku í verkinu að 1/8 hluta í samræmi við 7. gr. laga um sjóvarnir.

 

 1. Bréf frá Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga dags. 16.08.06.

Bréfið er lagt fram. Bæjarráð skorar á umhverfisnefnd að setja sér skýrar vinnureglur varðandi val á umhverfisverðlaunum sveitarfélagsins.

 

 1. Úthlutun lóðar að Miðdal 5.

Þann 27. júlí var dregið um lóðina að Miðdal 5 í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins og samþykkt bæjarráðs frá 20. júní síðastliðinn, að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Tíu umsóknir bárust og hlaut Helgi Axel Sigurjónsson lóðina. Bæjarráð samþykkir úthlutunina.

 

 1. Úttekt á fjárhag Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri kynnti verklýsingu vegna úttektar á fjárhag sveitarfélagsins.

Þrjú tilboð hafa borist í verkefnið.

 

Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.

 

Eðlilegra væri að semja við endurskoðanda sveitarfélagsins um gerð 6 mánaða uppgjörs sem myndi nýtast við gerð ársreiknings fyrir sveitarfélagið. Það myndi verða ódýrara fyrir sveitarfélagið.

 

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samið verði við Grant Thornton endurskoðun. Bæjarstjóra falið að ganga frá samning við félagið í samræmi við fyrirliggjandi tilboð.

 

Inga Sigrún situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

 1. Beiðni um ákvörðun innlausnarverðs eða bóta vegna skipulagsákvörðunar í Vogum.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Fyrirspurnir Ingu Sigrúnar Atladóttur dags. 14.08 2006.

 

Bæjarstjóri svarar framkomnum fyrirspurnum og afhenti minnisblað um iðnaðarhverfi við Iðnholt/Heiðarholt-Hraunholt.

 

Bæjarráð samþykkir að leggja til við formenn nefnda að fastsetja fundartíma nefnda fyrir veturinn, og varamenn jafnt sem aðalmenn fái fundarboð. Ef til aukafunda kemur skulu formenn boða nefndarmenn bréflega og fylgja því eftir símleiðis.

 

 1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar og breytingar á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri kynnti vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar og lagði fram tillögur að breytingum á gjaldskrá sveitarfélagsins.

 

Inga Sigrún gerir athugasemdir við að engin fylgigögn fylgdu þessum lið í fundarboði og óskar eftir betri umfjöllun um hugmyndir um gjaldfrjálsar skólamáltíðir, heilsustefnu fyrir Stóru-Vogaskóla og nánari útlistun á kostnaði vegna verkefnisins.

 

Gjaldskrá heilsdagsskóla

Fella niður greiðsluþátttöku nemenda í hádegismat Stóru – Vogaskóla.

 

Gjaldskrá sundlaugar

Fella niður gjald á börn og ungmenni yngri en 18 ára í sundlaugina.

 

Gjaldskrá vegna vistunar barna hjá dagmæðrum.

Heimila niðurgreiðslu vegna barna sem eru á biðlista á leikskóla frá 9 mánaða aldri.

 

Bæjarráð samþykkir að leggja málið til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

 1. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði tímabundinn vinnuhópur vegna aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins.

 

Í vinnuhópnum verði eftirtaldir aðilar:

Gunnar Helgason, form. Skipulags- og byggingarnefndar.

Þorvaldur Örn Árnason, form. Umhverfisnefndar.

Inga Sigrún Atladóttir, bæjarfulltrúi.

Kjartan Sævarsson, byggingafulltrúi.

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

 

 1. Heimasíða Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði tímabundinn vinnuhópur til að endurskoða heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Í vinnuhópnum verði eftirtaldir aðilar:

Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarskólastjóri

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri

Kristinn Sigurþórsson, form. atvinnumálanefndar

Fulltrúi H- lista

 

 1. Lyfta við íþróttamiðstöð.

Bæjarstjóri kynnti tillögur um lyftu við íþróttamiðstöðina til að bæta aðgengi fyrir fatlaða.

 

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að sett verði upp lyfta við viðbyggingu við íþróttamiðstöðina. Bæjarstjóra er falið að fá tilboð í verkið og leggja fyrir næsta fund.

 

 1. Refa- og minkaeyðing.

Bæjarstjóri kynnti tillögur um tilhögun refa- og minkaeyðingar í sveitarfélaginu.

 

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir aðila til að taka að sér refa- og minkaeyðingu í sveitarfélaginu og gerður verði við hann samningur.

 

 1. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign. Fundarboð á hluthafafund.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins fundum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.45

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?