Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

66. fundur 05. mars 2009 kl. 06:30 - 09:10 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

66. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 5. mars 2009 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru, Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða með að taka á dagskrá undir 4.lið fundargerð 11. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag, undir 12. lið tröppur í Heiðargerði og undir 13. lið erindi Heilsufélags Reykjaness.

 

 1. Fundargerð 36. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð styður að starfsdagar verði 4 næsta skólaár hjá leikskólanum Suðurvöllum.

 

 1. Fundargerðir verkefnisstjórnar um skólastefnu.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Minnispunktar frá fundi með félagasamtökum í Vogum.

Minnisblaðið er lagt fram.

 

 1. Fundargerðir 10. og 11. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Bréf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg dags. 19. febrúar. Skýrsla um björgunarsveitir á hálendinu.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Íslistasafn.

Ottó Magnússon listamaður og Milen Nikolov komu á fundinn kl. 7.00 og kynntu hugmynd að íslistasafni. Ottó og Milen viku af fundi kl. 7.30.

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra og bæjarritara að vinna málið áfram.

 

 1. Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Vegaskrá.

Minnisblaðið er lagt fram til kynningar. Breytingarnar munu hafa áhrif flokkun Vogavegar/Hafnargötu.

 

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir vonbrigðum sínum með að frumvarp til vegalaga hafi ekki verið kostnaðarmetið í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga þar að lútandi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ætti að ganga fram með góðu fordæmi með því að kostnaðarmeta frumvörp sem varða sveitarfélögin og leggja fram tillögur að fjármögnun verkefna sem fela í sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin.

 

 1. Drög að ársreikning Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008.

Drög að ársreikning Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008 lögð fram.

 

Ársreikningurinn verður tekinn til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 26. mars næstkomandi.

 

 1. Deildir, staða og áætlun.

Yfirlit yfir stöðu deilda sveitarfélagsins samkvæmt bókhaldi lagt fram.

 

 1. Málefni HSS.

Málefni HSS rædd. Samkvæmt tölum frá HSS er heilsugæsluselið yfirleitt fullbókað.

 

Bæjarráð ítrekar þá afstöðu sína að heilsugæsluselið í Vogum verði opið áfram og vísar til bókunar frá 40. fundi bæjarstjórnar.

 

 1. Miðbæjarsvæði í Vogum.

Ágúst Gíslason, framkvæmdastjóri Urtusteins kom á fundinn kl. 7.30. Ágúst víkur af fundi kl. 7.55.

 

 1. Hönnun Tjarnarsvæðis, Aragerðis og trappa í Heiðargerði.

Tillögur að hönnun Tjarnarsvæðisins, Aragerðis og trappa í Heiðargerði lagðar fram.

 

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að meta kostnað fyrir miðjan mars.

 

Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar.

 

 1. Atvinnumál.

Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að tímabundnum verkefnum til að draga úr atvinnuleysi lagt fram.

 

Bæjarráð samþykkir að halda fund með atvinnuleitendum þar sem kynntar verða mögulegar aðgerðir til atvinnusköpunar. Einnig er samþykkt að halda fund með forsvarsmönnum fyrirtækja um atvinnumál.

 

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að setja 100 þúsund krónur í Heilsufélag Reykjaness.

 

 1. Málefni vatns- og fráveitu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð veitir bæjarstjóra og bæjarritara heimild til að kanna, með aðstoð ráðgjafa, kosti og galla þess að selja vatns- og fráveitu sveitarfélagsins.

 

 1. Umsókn um lóðina Vogagerði 21.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Vogagerði 21 til Þorsteins Einarssonar.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að Þorsteinn sjái um niðurrif og förgun Glaðheima sem á lóðinni stendur, í stað greiðslna gatnagerðargjalda og byggingaréttar fyrir lóðina.

 

 

 1. Umsóknir um íbúðir í Álfagerði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra/bæjarritara að taka viðtöl við umsækjendur.

 

 1. Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf þann 10. mars 2009.

Bæjarráð samþykkir að Birgir Örn Ólafsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi EFF.

 

 1. Vefmyndavél í Eldey. Ósk um samstarf.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Atvinnu- og þjónustusýningin Reykjanes 2009.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.10

 

Getum við bætt efni síðunnar?