Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

64. fundur 05. febrúar 2009 kl. 06:30 - 08:15 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

64. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 5. febrúar, 2009 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru, Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atlasdóttir. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða með að taka tvö mál á dagskrá, aðgengismál blindra, sjónskertra og daufdumbra í grunnskóla og íþróttamiðstöð og umræðu um atvinnumál. Samþykkt að taka á dagskrá sem liði 16 og 17.

 

  1. Fundargerð 35. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 3. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram. Bæjarráð samþykkir að hefja hönnuná körfuboltavelli.

 

  1. Fundargerð 7. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 13. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 318. fundar Hafnasambands Íslands.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 760. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram. Bæjarráð lýsir yfir áhuga á samstarfi í tilraun um rafrænar kosningar.

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. janúar varðandi áherslur í úrgangsmálum.

Bréfið er lagt fram til kynningar og vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsinga.

 

  1. Bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu dags. 22. janúar varðandi lögreglusamþykktir.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 26. janúar varðandi niðurstöður úttektar á sjálfsmatsaðferðum Stóru- Vogaskóla.

Bréfið er lagt fram til kynningar, vísað til fræðslunefndar til umfjöllunar.

 

  1. Stefna. Þorbergsson og Loftsdóttir lögmannsstofa stefnir Sveitarfélaginu Vogum fyrir hönd TSH verktaka hf dags.

Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að gagnstefna TSH fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

  1. Bílskúr við Hafnargötu 5.

Inga Sigrún bókar að þegar umrætt mál hafi verið til umræðu hafi hún ávallt vikið af fundi. Áhyggjur bréfritara af hagsmunaárekstrum eiga því að vera ástæðulausar.

Inga Sigrún víkur af fundi.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Innheimtuferlar sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri kynnti breytta innheimtuferla í kjölfar nýrra laga og reglugerðar um innheimtu.

 

  1. Þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri fór yfir tillögu að rammaáætlun.

 

  1. Beiðni skólastjóra Stóru- Vogaskóla um ráðningu kennara vegna fæðingarorlofs.

Samþykkt að heimila skólastjóra að ráða kennara vegna fæðingarorlofs.

 

  1. Tillögur að breytingum á yfirvinnu og akstri starfsmanna.

Frestað til næsta fundar bæjarráðs.

 

  1. Aðgengismál blindra, sjónskertra og daufdumbra í grunnskóla og íþróttamiðstöð.

Skýrsla um aðgengi blindra í grunnskóla og íþróttamiðstöð lögð fram til kynningar, vísað til fræðslunefndar til kynningar.

 

  1. Atvinnumál.

Rætt um stöðuna og horfur.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.15

 

Getum við bætt efni síðunnar?