Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

63. fundur 22. janúar 2009 kl. 06:30 - 08:30 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

63. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 22. janúar, 2009 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru, Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Íris Bettý Alfreðsdóttir. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða til að taka á dagskrá drög að lögreglusamþykkt og feðrarorlof bæjarstjóra. Samþykkt að taka á dagskrá sem liðir 30 og 31.

 

  1. Fundargerð 2. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 6. fundar Fjölskyldu og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 595. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram. Bæjarráð fagnar því að samningur um almenningssamgöngur á Suðurnesjum er kominn á.

 

  1. Fundargerð 378. fundar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 61. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 6. verkfundar vegna Grænuborgarhverfis.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 9. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram og vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 

  1. Námskeið um fjármál heimilanna.

Bæjarráð samþykkir að halda námskeið um fjármál heimilanna í samstarfi við Neytendasamtökin.

 

  1. Miðbæjarsvæði. Staða mála.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

 

  1. Drög að samstarfssamning um Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga.

Bæjarráð vísar samningnum til bæjarstjórnar til samþykktar.

 

  1. Bréf frá Sv. Garði dags. 30. desember 2008. Varðar Forvarnar- og meðferðarteymi.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá FS dags. 30. desember 2008. Varðar styrki til nemenda vegna skóla- og efnisgjalda.

Lagt fram til kynningar og vísað til fjölskyldu- og velferðarnefndar til upplýsingar.

 

  1. Bréf frá Heilbrigðiseftirlitinu dags. 12. janúar 2009 varðandi Aragerði.

Lagt fram til kynningar.

 

Bæjarstjóra falið að senda HES úrbótaáætlun.

 

  1. Bréf frá verkefnisstjórn sorpsamlaganna dags. 15. janúar. Kynning á svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu.

Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 

  1. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 9. janúar. Verkfallslistar fyrir 1. febrúar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samráð við viðkomandi stéttarfélög.

 

  1. Bréf frá Félagi tónlistarskólakennara dags. 6. janúar. Ályktun um stöðu tónlistarskólanna í landinu.

Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar til kynningar.

 

  1. Bréf frá samgönguráðuneytinu dags. 7. janúar 2009. Varðandi afslátt af fasteignasköttum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda samgönguráðuneytinu samþykkt Sveitarfélagsins Voga um afslátt af fasteignagjöldum fyrir öryrkja og eldri borgara.

 

  1. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 5. janúar. Áætluð framlög.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 5. janúar. Uppreiknuð eignamörk húsaleigubóta og uppreiknuð tekju og eignamörk vegna félagslegra íbúða.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá SSS varðandi sérverkefni á árinu 2009.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tölvubréf frá formanni Hafnasambandsins dags. 20. janúar. Varðar fjárhagsvanda hafna.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Íslistasafn í Vogum. Nýsköpunarhugmynd. Framhald frá 60. fundi.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Suðvesturlínur. Drög að tillögu að matsáætlun. Máli frestað á síðasta fundi.

Bæjarráð vísar tillögunni til umhverfis- og skipulagsnefndar og til vinnslu innan Suðurlinda ohf.

 

  1. Tillaga um að verðtrygging höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði felld niður. Umræður milli fyrri og seinni umræðu í bæjarstjórn.

Meirihluti bæjarráðs leggur til að tillagan verði samþykkt.

 

  1. Fjárhagsáætlun ársins 2009. Umræður og breytingatillögur milli fyrri og seinni umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjóri og bæjarritari kynna breytingatillögur. Tillögur meirihlutans frá síðasta fundi eru komnar inn í fjárhagsáætlun.

 

Bæjarráð vísar áætluninni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

 

  1. Drög að 3 ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga.

Umræður um drög að áætluninni.

 

Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

  1. Samkomulag um Hábæjarland.

Bæjarráð vísar samkomulaginu til bæjarstjórnar til samþykktar.

 

  1. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 13. janúar. Þátttaka í skólavoginni.

Vísað til fræðslunefndar til umsagnar.

 

  1. Bréf frá Saman hópnum dags. 12. janúar. Beiðni um fjárstuðning.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Drög að lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Voga.

Lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísar drögunum til fagnefnda, lögreglustjóra og HES til umsagnar.

 

  1. Feðraorlof bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra tveggja vikna orlof í febrúar/mars og aftur mánuðina september og október.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.30

 

Getum við bætt efni síðunnar?