Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

62. fundur 05. janúar 2009 kl. 06:30 - 08:45 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

62. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 5. janúar, 2009 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru, Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 2. fundar Frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 594. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 377. stjórnar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 292. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 16. desember. Frestun á afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 15. desember. Leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð.

Lagt fram til kynningar og vísað til fjölskyldu- og velferðarráðs.

 

  1. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 1. desember. Úttekt á listfræðslu.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 19. desember. Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum.

Lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð samþykkir að veita framhaldsskólanemum frían aðgang að sundmiðstöðinni vikuna 19. – 26. janúar.

 

  1. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabót dags. 12. desember. Áhrif fjármálakreppunnar á EBÍ.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Yrkjusjóði mótt. 8. desember. Kynning á starfi sjóðsins.

Lagt fram til kynningar og vísað til skólastjóra til upplýsingar.

 

  1. Bréf frá ÍSÍ dags. 5. desember. Erindi frá fjármálaráðstefnu.

Lagt fram til kynningar og vísað til Frístunda- og menningarnefndar til upplýsingar.

 

  1. Kaupsamningur milli HS orku hf og Sveitarfélagsins Voga um land HS.

Drög að kaupsamning lögð fram til kynningar.

 

  1. Suðvesturlínur. Drög að tillögu að matsáætlun.

Frestað.

 

  1. Drög að samstarfssamning um félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga.

Drög að samstarfssamningi lögð fram til kynningar.

 

  1. Úthlutun úr Menningarráði Suðurnesja.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð óskar þeim er hlutu styrk til hamingju.

 

  1. Bréf frá Stefáni Geir Karlssyni dags. 29. desember. Varðandi útilistaverk.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Minnisblað frá Hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi fjárhagsáætlanir.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tillaga um að verðtrygging höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði felld niður. Umræður milli fyrri og seinni umræðu í bæjarstjórn. Oddur Gunnar Jónsson ráðgjafi kemur á fundinn kl. 7.30.

 

Bæjarráð samþykkir að haldinn verði íbúafundur þann 13. janúar þar sem tillagan verður kynnt.

 

  1. Fjárhagsáætlun ársins 2009. Umræður og breytingatillögur milli fyrri og seinni umræðu í bæjarstjórn.

Tillögur að breytingum lagðar fram og bæjarritara falið að færa breytingatillögur inn í fjárhagsáætlun fyrir seinni umræðu sem fram fer 29. janúar.

 

Bæjarráð samþykkir að haldinn verði íbúafundur þann 13. janúar þar sem fjárhagsáætlun verður kynnt.

 

  1. Uppbygging verslunar- og þjónustukjarna.

Tilboð Urtusteins ehf. um uppbyggingu verslunar- og þjónustukjarna á nýju miðbæjarsvæði lagt fram.

 

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leita eftir fleiri samstarfsaðilum.

 

  1. Snjómokstur. Staða á verksamning.

Umræða um stöðu verksamnings við Kropptak ehf. um snjómokstur.

 

Bæjarstjóra falið að ræða við verktakann.

 

  1. Beiðni skólastjóra um heimild til að ráða í stöðu kennara við Stóru- Vogaskóla.

Inga Sigrún lýsir sig vanhæfa í málinu og víkur af fundi.

Bæjarráð vísar til þess að kennurum við skólann fjölgar um einn um áramótin og getur því ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá kór Kálfatjarnarkirkju. Ósk um styrk.

Bæjarráð samþykkir að veita kórnum styrk að fjárhæð 50.000 kr. með fyrirvara um gerð samstarfssamnings.

 

  1. Bréf frá Sjónarhól dags. 4. desember. Ósk um rekstrarstyrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Ferli dags. 12. desember. Ósk um styrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Stígamótum dags 28. nóvember. Ósk um styrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Nesprýði. Ósk um greiðslu verðbóta vegna verka á árinu 2008.

Meirihluti bæjarráð samþykkir að greiða verðbætur vegna viðbótarverka við malbikun, að fjárhæð 200.000 kr.

 

  1. Bréf frá Sigurjóni Kristinssyni. Tilboð um trúnaðarlæknaþjónustu.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð sér að svo stöddu ekki ástæðu til að taka tilboðinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.45

 

Getum við bætt efni síðunnar?