Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

61. fundur 11. desember 2008 kl. 06:30 - 08:40 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

61. fundur

 

Aukafundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 11. desember, 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru, Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fjárhagsáætlun ársins 2009.

Bæjarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2009 ásamt útkomuspá 2008.

 

  1. Sala á landi HS orku hf.

Bæjarstjóri lagði fram frekari gögn um málið, m.a. verðmat frá Capacent.

Þann 12. desember næstkomandi verður haldinn kynningarfundur með hluthöfum HS hf þar sem verðmatið verður kynnt.

Ákveðið að ráðgjafi Sveitarfélagsins Voga komi á fundinn.

 

Hörður víkur af fundi kl. 8

 

  1. Viðgerð á fráveitulögn.

Verkfundargerð 12. fundar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir tillögu um viðgerð á fráveitulögn frá Vogagerði um Ægisgötu að Akurgerði.

 

  1. Styrkbeiðni Bjs. Skyggnis.

Bæjarráð samþykkir erindið, en félagið greiði fyrir útlagðan kostnað vegna starfsmannhalds.

 

Bæjarráð leggur áherslu á að gerður verið samstarfssamningur við Björgunarsveitina Skyggni fyrir árið 2009.

 

  1. Jólaball Kvenfélagsins Fjólu.

Bæjarráð samþykkir að bjóða börnum í sveitarfélaginu á jólaball Fjólu með því að kaupa 150 aðgöngumiða og veita aðgang að Tjarnarsal. Félagið greiði fyrir útlagðan kostnað vegna starfsmannahalds.

 

Bæjarráð leggur áherslu á að gerður verið samstarfssamningur við Kvenfélagið Fjólu fyrir árið 2009.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.40

 

Getum við bætt efni síðunnar?