Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 25. júlí 2006 kl. 18:00 - 20:30 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

6. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði þriðjudaginn 25. júlí 2006,

 

kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

 

Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Sigurður Kristinsson og Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

 

DAGSKRÁ

 

  1. Fundargerð Íþrótta-og tómstundarnefndar dags. 17/7 2006.

 

Fundargerðin samþykkt.

 

  1. Fundargerðir 4. fundar Umhverfisnefndar dags. 4/7 2006, 5. og 6. fundar Umhverfisnefndar dags. 10/7 2006.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka fundargerð 4. fundar Umhverfisnefndar dags. 4. júlí á dagskrá.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Varðandi 8.lið fundargerðar 4. fundar dags. 4. júlí.

Bæjarráð samþykkir styrk til handa Leiðsögumannafélaginu að upphæð 50.000 kr.

 

Varðandi 9.lið 4. fundargerðar dags. 4. júlí.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

Varðandi 3. lið 5.fundar Umhverfisnefndar dags. 10. júlí.

Bæjarráð vísar verkefninu til aðalskipulagsgerðar.

 

Varðandi 1. lið 6.fundar Umhverfisnefndar dags. 10. júlí.

Bæjarráð ákveður að verðlaunaafhending fari fram á Fjölskyldudaginn 12.ágúst n.k. Bæjarstjóra falið að leita eftir verðlaunagripum úr heimabyggð.

 

Fundargerðirnar að öðru leyti samþykktar.

 

  1. Fundargerðir Fræðslunefndar dags. 30/6 2006 2006 og 3/7 2006.

 

Varðandi 8. lið 4.fundar dags. 30/6.2006:

Bæjarstjóra falið að vinna að nauðsynlegum endurbótum á netþjóni í samstarfi við skólastjóra.

 

Varðandi 4. lið 5.fundar dags. 30/6.2006:

Bæjarstjóra falið að kanna skuldbindingar byggingaraðila gagnvart meintum göllum sem hafa komið í ljós og gera nauðsynlegar ráðstafanir.

 

Fundargerðirnar að öðru leyti samþykktar.

 

  1. Fundargerðir Skipulags- og bygginganefndar dags. 4/7 2006 og 20/7 2006.

 

Varðandi 2. lið fundargerðar dags. 4/7 2006.

Bæjarráð samþykkir breytingu á aðalskipulagi Akurgerðis og Vogagerðis eins og kemur fram í samþykkt Skipulags- og bygginganefndar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda afgreiðslu skipulagsins til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

 

Varðandi 3. lið fundargerðar dags. 4/7 2006.

Afgreiðslu deiliskipulags við Akurgerði og Vogagerði er frestað þar til breyting á aðalskipulagi hefur verið staðfest af ráðherra.

 

Varðandi 1. lið fundargerðar dags. 20/7 2006.

Bæjarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi við Heiðarholt og Hraunholt. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda afgreiðslu skipulagsins til Skipulagsstofnunar.

 

Varðandi 2. lið fundargerðar dags. 20/7 2006.

Bæjarráð leggur til að skipulagi við bæjarstæði Grænuborgar verði breytt úr íbúðabyggð í opið svæði til sérstakra nota. Samþykkt aðalskipulagsins er frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.

 

Fundargerðirnar að öðru leyti samþykktar.

 

  1. Fundargerðir stjórnar S.S. dags. 15/06 2006 og 23/06 2006.

 

Fundargerðinar eru samþykktar.

 

  1. Bréf frá stjórn Ungmennafélags Þróttar. dags.13/07 2006 og 14/07 2006.

 

Varðandi bréf dags. 13/7 2006:

Meirihluti bæjarráðs leggur til að UMFÞ verði greiddur styrkur sem samsvarar hálfu (50%) stöðugildi framkvæmdastjóra í eitt ár til reynslu sem skal endurskoða að ári. Styrkurinn getur orðið allt að 2.500.000 kr. og skal standa straum af kostnaði við greiðslu launa og launatengdra gjalda viðkomandi framkvæmdastjóra. Eftirfarandi önnur skilyrði eru sett fyrir styrkveitingunni: Stjórn UMFÞ leggi fyrir bæjarstjórn starfslýsingu og undirskrifuðum samning við viðkomandi framkvæmdastjóra.

 

Sigurður Kristinsson leggur til að stuðningur við UMFÞ varðandi laun framkvæmdastjóra verði óbreyttur, þ.e.a.s. að sveitarfélagið haldi áfram að greiða laun fyrir hálft starf eins og verið hefur síðastliðið ár.

 

Breytingartillaga Sigurðar felld með tveimur atkvæðum atkvæðum gegn einu.

 

Tillaga meirihluta bæjarráðs samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

 

Varðandi bréf dags 14/7 2006:

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu

 

  1. Bréf frá Snæbirni Reynissyni, skólastjóra, dags. 14/7 2006.

 

Bæjarráð samþykkir að veita hverjum starfsmanni Stóru- Vogaskóla ferðastyrk að upphæð 10.000 kr. til kynnis- og námsferðar til Belgíu.

 

Sigurður Kristinsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

  1. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 30/06 2006.

 

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir sig andsnúið hugmyndum um að leggja niður bygginganefndir á vegum sveitarfélaga.

 

  1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 12/07 2006.

 

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð tekur undir bókanir bæjarráðs Sandgerðisbæjar og samþykkir að sameiginleg barnaverndarnefnd verði skipuð til eins árs með Sv. Garði og Sandgerðisbæ.

 

  1. Bréf frá Skátafélaginu Hraunbúum dags. 11/07 2006.

 

Bæjarráð samþykkir að veita Skátafélaginu Hraunbúum aðgang að félagsaðstöðu fyrir skátastarf í sveitarfélaginu og veita félaginu ferðastyrk. Bæjarstjóra falin nánari útfærsla styrksins.

 

  1. Bréf frá Brunabótafélagi Íslands dags. 10/07 2006.

 

Bréfið lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Smábátafélaginu í Vogum dags. 22/06 2006.

 

Tillögu um gjaldskrárbreytingu er vísað til fjárhagsáætlanagerðar fyrir næsta ár. Bæjarstjóra falið að athuga með hentugt geymslusvæði fyrir smábáta í samráði við formann Smábátafélagsins.

 

  1. Bréf frá Styrktarfélagi Vangefinna dags 28/06 2006.

 

Byggingafulltrúa falið að fylgjast með þeim atriðum sem tilgreind eru í erindinu.

 

  1. Bréf frá Herði Einarssyni dags. 28/06 2006.

 

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

 

  1. Bréf frá GVS dags. 23/6 2006.

 

Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning deiliskipulags Kálfatjarnarsvæðisins í samstarfi við hagsmunaaðila í samræmi við gildandi aðalskipulag.

 

  1. Bréf frá Sverri Jóhanni Sverrissyni dags. 19/7 2006.

 

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 23/ 2006.

 

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Styrktarsjóði Brunabótafélags Íslands dags. 27/6 2006.

 

Erindinu vísað til fagnefnda til kynningar.

 

  1. Bréf frá Margréti Jónsdóttur dags. 17/06 2006.

 

Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

 

  1. Gangstéttar og útivistarsvæði. Tilboð.

 

Eitt tilboð barst sem er 35,7% yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð hafnar tilboðinu og frestar framkvæmdum tímabundið.

 

  1. Endurfjármögnun lána.

 

Bæjarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 250.000.000 kr. til 16 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármögnunar óhagstæðra lána, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.

 

Jafnframt er Róberti Ragnarssyni (240376-3509), veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

  1. Kynjahlutföll í nefndum og bæjarstjórn.

 

Bæjarstjóri leggur fram yfirlit yfir kynjahlutföll í nefndum og ráðum sveitarfélagsins og bæjarstjórn. Í nefndum og ráðum sveitarfélagsins eru kynjahlutföll jöfn, en í þeim sitja 18 karlar og 18 konur. Í bæjarstjórn sitja 3 karlar og 4 konur.

 

Bæjarráð fagnar jafnri kynjaskiptingu í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

 

  1. Refa- og minkaeyðing.

 

Bæjarstjóra falið að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi við vargeyðingu í sveitarfélaginu og leggja fyrir bæjarstjórn.

 

  1. Umsóknir um styrk vegna námskeiðs.

 

Bæjarráð samþykkir að veita tveimur starfsmönnum tómstundastarfsins styrk upphæð 10.000 kr. hvor til að sækja námskeið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.30

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?