Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

55. fundur 16. október 2008 kl. 06:30 - 09:00 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

55. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 16. október, 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 7. fundar Umhverfisnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 2. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 197. fundar BS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 375. fundar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 590. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 209. fundar HES.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 4. verkfundar vegna Grænuborgarhverfis.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Efnahagsástandið, fjárhagsáætlun og verkefni sveitarfélagsins.

Umræða um atburði undanfarinna daga, efnahagsástandið og fjármál sveitarfélagsins. Bæjarráð ákveður að bíða eftir nýrri þjóðhagsspá og meta forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2009 í kjölfarið.

 

Bæjarráð harmar atburði síðustu daga og vikna sem bera vott um þann mikla óstöðugleika sem einkennir alþjóðleg fjármálakerfi um þessar mundir. Sveitarfélögin og ríkisstjórn Íslands leita nú allra leiða til að takast á við þennan vanda.

Sá viðsnúningur sem orðið hefur í efnahagsmálum þjóðinnar hefur áhrif á Sveitarfélagið Voga eins og íbúa, fyrirtæki og stofnanir landsins.

 

Rekstur sveitarfélagsins er traustur og býr það yfir fjárhagslegum styrk. Eiginfjárhlutfall er hátt og lausafjárstaða er góð. Sjóðir sveitarfélagsins eru tryggðir á bankabókum eins og aðrar innistæður, í samræmi við yfirlýsingar ráðherra.

 

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fullvissar bæjarbúa um að sú mikla þjónusta sem sveitarfélagið er þekkt fyrir er og verður til staðar. Bæjarráð bendir íbúum á að leita til starfsmanna sveitarfélagsins um upplýsingar um þjónustu. Á Suðurnesjum eru mikil tækifæri til framtíðar. Á svæðinu er góð grunngerð, miklar auðlindir og framsækið fólk.

 

Þegar áfall sem þetta dynur á heilu samfélagi er mikilvægt að íbúar standi saman, líti eftir hvorum öðrum og leiti aðstoðar ef eitthvað bjátar á. Bæjarráð vill nota þetta tækifæri til að hvetja alla íbúa í Vogum til að halda áfram að byggja upp öflugt fjölskylduvænt samfélag og huga að velferð okkar nánustu.

 

Ekki síst á þessum tímum þurfa börnin okkar á því að halda að við séum bjartsýn og sýnum hvert öðru stuðning.

 

 

  1. Samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. október 2008.

Samþykktin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Beiðni Sambands sveitarfélaga og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um fjárhagsupplýsingar í ljósi efnahagsástandsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að senda umbeðnar upplýsingar.

 

  1. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri leggi fram drög að verkáætlun

Bæjarráð leggur til að haldinn verði íbúafundur um skólastefnu Sveitarfélagsins Voga í nóvember. Bæjarritara falinn undirbúningur málsins í samráði við formann fræðslunefndar og skólastjóra leik- og grunnskóla.

 

  1. Samþykkt byggingarleyfi til niðurrifs Glaðheima.

Bréf byggingafulltrúa dags. 1. október lagt fram.

 

Meirihluti bæjarráðs felur tæknideild að hefja niðurrif hússins og auglýsa lóðirnar lausar til úthlutunar. Inga Sigrún situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

  1. Tilkynning um úthlutun úr námsgagnasjóði.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Páli Arnóri Pálssyni hrl., dags. 17. september vegna lands Vogajarða.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands dags. 1. október. Ágóðahlutagreiðsla.

Bréfið er lagt fram til kynningar. Greiðslan er í samræmi við fjárhagsáætlun.

 

  1. Bréf frá Umboðsmanni barna, dags. 20. september varðandi ungmennaráð.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóri og Frístunda- og menningarfulltrúi hafa svarað erindinu.

 

  1. Snjómokstur og hálkueyðing í Vogum. Tilboð.

Eitt tilboð barst.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Kropptak ehf.

 

  1. Drög að samkomulagi milli Sveitarfélagsins Voga og Landsnets hf.um uppbyggingu raforkuflutningskerfis á Reykjanesi.

Drög að samkomulagi lögð fram.

 

Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar. Inga Sigrún greiðir atkvæði á móti.

 

  1. Leigusamningar við EFF vegna lausrar skólastofu við Heilsuleikskólann Suðurvelli.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.00

Getum við bætt efni síðunnar?