Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

53. fundur 25. september 2008 kl. 06:30 - 08:55 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

53. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 25. september, 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir bæjarritari er ritar fundargerð í tölvu.

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða, heimild til að fjalla um stöðulöggæslumála á Suðurnesjum. Samþykkt að taka það upp undir lið 22.

 

  1. Fundargerð 31. fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við skólastefnu í samræmi við verkefnisáætlun.

 

  1. Fundargerð 1. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 291. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Aðalfundur SSS í Gerðaskóla 11. október 2008.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.

 

  1. Bréf frá LOGOS lögmannsþjónustu dags. 12. september 2008. EFF tilkynning um eigendaskipti.

Bréfið er lagt fram. Bæjarstjóra falið að fara yfir samninga við Fasteign og leggja fyrir bæjarráð.

 

  1. Bréf frá Dóms- og kirkjumálaráðherra dags. 9. september. Ný lög um almannavarnir.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Vefaðgangur að fundargerðum stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Samningur við Vegagerðina um veghald á þjóðvegi í þéttbýli.

Samningurinn er lagður fram til kynningar.

 

  1. Umsóknir um styrki til Fjárlaganefndar Alþingis.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Eftirlitsskýrsla HES vegna Leikskólans Suðurvellir.

Lagt fram til kynningar.

  1. Hagir og líðan ungs fólks í Gerða- og Stóru- Vogaskóla. Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8.- 10. bekk árið 2008.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Samstarfssamningar sveitarfélagsins við frjáls félagasamtök.

Bæjarráð hefur vilja til að efla samstarf við frjáls félagasamtök innan sveitarfélagsins með samstarfssamningum.

 

  1. Framfarasjóður Sveitarfélagsins Voga.

Minnisblað um stöðu sjóðsins lagt fram. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir ráðgjöf frá KPMG við að fara yfir ávöxtun, áhættu og mat á ávöxtunarmöguleikum í samræmi við samþykktir sjóðsins.

 

  1. Vatns- og fráveita Sveitarfélagsins Voga. Framtíðarskipulag.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fá verðmat á vatns- og fráveitu.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2009. Fjárheimildir næsta árs og vinnulag.

Bæjarstjóri kynnti vinnulag við gerð fjárhagsáætlunar. Við gerð fjárhagsáætlunar grunn- og leikskóla verður notuð núllgrunnsaðferð.

 

  1. Bréf frá Samkeppniseftirlitinu dags. 16. september. Vegna sorphirðu fyrir einstaklinga.

Bæjarráð bendir Samkeppniseftirlitinu á að nafn á sveitarfélaginu breyttist 1.desember, 2005. Framkvæmdastjóri Kölku svarar bréfinu fyrir hönd allra sveitarfélaga er standa að Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.

 

  1. Bréf frá Stætó bs. dags. 17. september 2008. Nemakort í strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu að þau endurskoði ákvörðun sína og veiti öllum nemendum landsins, óháð lögheimili, gjaldfrjálsan aðgang að Strætó.

 

  1. Bréf frá Hirti Árnasyni, dags. 17. september. Ósk um leiðréttingu gjalda.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Innheimta gjaldanna er í samræmi við gjaldskrá.

 

  1. Bréf frá Ásgeiri Erni Þórssyni mótt. 19. september. Ósk um styrk vegna æfingagjalda og keppnisferða.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá AFS á Íslandi dags. 17. september. Ósk um styrk vegna skólaaksturs skiptinema.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Ólafi Þór Ólafssyni dags. 8. september. Ósk um styrk vegna Landsmóts Samfés 2008.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk allt að krónur 80.000.-

 

  1. Staða löggæslumála á Suðurnesjum.

Bæjarráð harmar óvissu þá sem hefur skapast í löggæslumálum á Suðurnesjum.

Bæjarráð mótmælir harðlega að ekki hafi verið staðið við fyrirheit um aukna löggæslu í bæjarfélaginu. Ítrekaðar eru óskir um forvarnalögregluþjón sem hefur aðstöðu í Vogum. Formanni bæjarráðs og bæjarstjóra er falið að vinna í málinu gagnvart ríkisvaldinu og stuðla þar með að aukinni löggæslu í sveitarfélaginu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.55

Getum við bætt efni síðunnar?