Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

51. fundur 28. ágúst 2008 kl. 06:30 - 08:15 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

51. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 28. ágúst 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Íris Bettý Alfreðsdóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður býður Írisi Bettý velkomna á sinn fyrsta bæjarráðsfund.

 

 1. Fundargerð 30. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Meirihluti bæjarráðs fagnar því hve vel hefur gengið að ráða í stöður í Stóru-Vogaskóla og Suðurvelli.

 

 1. Fundargerð 1. verkfundar vegna Grænuborgarhverfis.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerðir 1-4. verkfundar vegna Yfirborðsfrágangs í Vogum.

Fundargerðirnar er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 42. fundar barnaverndarnefndar.

Fundargerðirnar er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 205. fundar HES

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 289. fundar skólanefndar FS

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Framfarasjóður Sveitarfélagsins Voga.

Minnisblað um stöðu sjóðsins lagt fram.

 

 1. Miðbæjarsvæði.

Bæjarstjóri fer yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu miðbæjarsvæðis.

 

Auglýsingaferill skipulagstillagna er liðinn og mun skipulagsnefnd fjalla um þær á næsta fundi.

 

 1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008.

Bæjarstjóri fer yfir helstu breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar ársins 2008.

Breytingatillögur við fjárhagsáætlun 2008 lagðar fram.

 

 1. Hugmyndir úr hugmyndabanka Umhverfisnefndar.

Hugmyndir sem íbúar settu fram í hugmyndabanka Umhverfisnefndar í tengslum við umhverfisvikuna í maí lagðar fram.

 

Ákveðið að birta hugmyndirnar á vef sveitarfélagsins.

 

Bæjarráð þakkar íbúum fyrir góðar ábendingar.

 

 1. Tillaga um sameiningu félagsmála- og barnaverndarnefnda.

Tillaga um sameiningu félagsmála- og barnaverndarnefnda Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga lögð fram.

 

Jafnframt lagt fram bréf frá bæjarráði Sandgerðisbæjar dags. 25. ágúst 2008, þar sem sameiningartillagan er samþykkt með þeirri breytingatillögu að í nefndinni sitji sjö fulltrúar í stað fimm, til að tryggja aðkomu minnihluta allra sveitarstjórnanna.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu um sameiningu nefndanna með breytingatillögu bæjarráðs Sandgerðisbæjar.

 

 1. Viðauki við leigusamning vegna gervigrasvallar við Stóru- Vogaskóla.

Viðaukinn er lagður fram. Málið var áður til umræðu á 41. fundi bæjarráðs.

 

Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur bæjarstjóra frágang málsins.

 

 1. Nýting forkaupsréttar á lóðinni Iðndal 4.

Bæjarráð samþykkir að fá tvo óháða matsmenn til að meta lóðina og hlíta niðurstöðu þeirra.

 

 1. Bréf frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja dags. 12. ágúst. Varðandi útsýnisskífu á Keili.

Bæjarráð fagnar frumkvæði Ferðamálasamtakanna og samþykkir að styrkja uppsetningu útsýnisskífu á Keili að fjárhæð 800.000 kr.

 

 1. Bréf frá Ingu Sigrúnu Atladóttur, Sigurði Kristinssyni, Sigríði Rögnu Birgisdóttur og Jóni Elíassyni móttekið 21. ágúst. Stuðningsyfirlýsing með undirskriftum íbúa.

Undirskriftalistinn lagður fram.

 

Bæjarráð þakkar bæjarbúum fyrir sýndan áhuga á málefninu.

 

Íris Bettý leggur fram eftirfarandi bókun.

Á fjölmennum íbúafundi skömmu eftir að erindi Landsnets barst bæjarstjórn lét forseti bæjarstjórnar kjósa milli þess hvort leyfa ætti raflínur ofanjarðar í sveitarfélaginu eða hvort krefjast ætti jarðstrengja til að flytja þá raforku sem Suðurnesjunum er nauðsynleg til áframhaldandi atvinnuuppbyggingar. Með þeirri ákvörðun forseta teljum við að meirihlutinn hafi afhent íbúum ákvörðunarvaldið í málinu og því séu þeir bundnir af ákvörðun íbúafundarins.

 1. Raforkuflutningskerfi á Reykjanesi.

Bæjarráð samþykkir að draga til baka umboð stjórnar Suðurlinda til samninga við Landsnet um uppbyggingu raforkuflutningskerfis í Sveitarfélaginu Vogum.

 

Íris Bettý situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

Íris Bettý legggur fram eftirfarandi fyrirspurn til fulltrúa meirihluta.

Teljið þið þessa ákvörðun ekki veikja stöðu sveitarfélagsins í málinu?

Fulltrúar meirihlutans telja svo ekki vera.

 

Íris Bettý spyr þá hver hafi verið tilgangur stofnunar Suðurlinda ohf.

Fulltrúar meirihlutans vísa til þess að tilgangur félagsins komi fram í stofnsamþykkt þess.

 

 1. Kauptilboð frá Ólafi Ragnari Guðbjörnssyni.

Tilboðið er lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.15.

Getum við bætt efni síðunnar?