Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 20. júní 2006 kl. 18:00 - 20:08 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

5. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði þriðjudaginn 20. júní 2006,

 

kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

 

 

Mættir: Anný Helena Bjarnadóttir, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

 

DAGSKRÁ

 

 1. Kjör formanns, varaformanns og ritara.

Birgir Örn setur fundinn og býður nefndarmenn velkomna. Leggur fram eftirfarandi tillögu um kjör.

 

Anný Helena Bjarnadóttir kjörinn formaður bæjarráðs.

Birgir Örn Ólafsson kjörinn varaformaður bæjarráðs.

Inga Sigrún Atladóttir kjörinn ritari bæjarráðs.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Birgir leggur fram tillögu um að fastir fundartímar bæjarráðs verði annan og fjórða þriðjudag í mánuði.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar dags. 30. maí 2006

 

Inga Sigrún spyr um 1. lið fundargerðarinnar. Spyr hvort ekki væri eðlilegra að bæjarráð og bæjarstjórn ættu að fjalla sérstaklega um málið þar sem það varðar deiliskipulag.

 

Birgir upplýsir að málið sé í ferli hjá skipulags- og byggingarnefnd. Bæjarstjórn og bæjarráð fylgjast vel með málinu og munu taka fyrir athugasemdir við deiliskipulagið þegar auglýstur kærufrestur er liðinn.

 

Fundargerðin samþykkt, með fyrirvara Ingu Sigrúnar við 1. lið.

 

Anný Helena upplýsir að Erla Stefánsdóttir, álfasérfræðingur, hefur rætt við íbúa álfahóls við Akurgerði og staðfestir að framkvæmdir geti hafist.

 

Bæjarstjóra falið að kanna hjá Siglingastofnun hvenær fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við sjóvarnargarða.

 

 1. Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar dags. 8. maí 2006.

 

Fundargerðin samþykkt.

 

 

 1. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 2. maí 2006.

 

Fundargerðin samþykkt.

 

 1. Fundargerð Heilbr. Suðurnesja dags. 26/1, 23/2, 30/3, og 27/4 2006.

 

Fundargerðirnar samþykktar.

 

 1. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 18. maí 2006.

 

Fundargerðin samþykkt.

 

 1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra dags. 9. maí 2006.

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð Dvalarheimilis aldraðra dags. 18. maí 2006.

 

Fundargerðin samþykkt með fyrirvara um skuldbindingu bæjarsjóðs vegna 1. liðar. Bæjarstjóra falið að kanna skuldbindingar sveitarfélagsins vegna 1. liðar fundargerðarinnar.

 

 1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 28. apríl 2006.

 

Fundargerðin samþykkt.

 

Bæjarráð ályktar að mikilvægt sé að sameiginlegur atvinnuráðgjafi sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafi fasta viðveru eða fundartíma í sveitarfélaginu.

 

 1. Minnisblað frá Lögfræðistofunni Landslög, dags. 10. maí 2006.

 

Minnisblaðið lagt fram.

 

 1. Bréf frá Leiðsögumönnum Reykjaness ses, dags. 10. maí 2006.

 

Bréfið lagt fram og erindinu vísað til atvinnumálanefndar og umhverfisnefndar til umsagnar.

 

 1. Bréf frá Stefaníu Halldóru Haraldsdóttur, dags. 26. maí 2006.

 

Erindið er falið bæjarstjóra.

 

 1. Bréf frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, dags. 25. apríl 2006.

 

Bréfið lagt fram og erindinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.

 

 1. Bréf frá Brunavörnum Suðurnesja, dags. 30. maí 2006.

 

Bréfið lagt fram. Bæjarstjóra falið að kanna heimildir á fjárhagsáætlun og koma með tillögu á næsta bæjarráðsfund.

 

 

 1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 26. apríl. 2006.

 

Bréfið lagt fram. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

 

 1. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 24. apríl 2006.

 

Erindinu hefur verið svarað.

 

 1. Bréf frá Bifhjólaklúbbnum Ernir, dags. 3. maí 2006.

 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Bréf frá Sögufélagi og Örnefnastofnun Íslands, dags. 29. apríl 2006.

 

Erindinu vísað til Umhverfisnefndar til umsagnar.

 

 1. Bréf frá SÁÁ, ódags.

 

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

 1. Bréf frá ÍSÍ, dags. 5. maí 2006.

 

Bréfið er lagt fram og erindinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.

 

 1. Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga, dags. 18. maí 2006.

 

Erindið sent skipulags- og byggingarnefnd til kynningar.

 

 1. Ljósrit bréfs frá Umhverfisráðuneytinu til Umhverfisstofnunar, dags. 2. maí 2006.

 

Bréfið lagt fram og sent umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd til kynningar.

 

 1. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 5. maí 2006.

 

Bréfið lagt fram og sent umhverfisnefnd til kynningar.

 

 1. Bréf frá samráðshóp vegna innleiðingar nýs kerfis til álagningar fasteignagjalda í Landskrá fasteigna.

 

Bréfið lagt fram og sent til skipulag- og byggingarnefnd til kynningar.

 

 1. Bréf frá Götusmiðjunni, ódags.

 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Málefni sunddeildar Ungmennafélagsins Þróttar.

 

Inga Sigrún bókar að fyrrverandi meirihluti hafi haft fyrirætlanir um að halda keyrslu sundiðkenda til Grindavíkur áfram í sumar.

 1. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

 

Bæjarstjóra í samstarfi við fræðslunefnd og skólastjóra falið að vinna kostnaðaráætlun vegna innleiðingar gjaldfrjálsra skólamáltíða við Stóru- Vogaskóla frá og með næsta skólaári.

 

 1. Auglýsing lausrar lóðar að Miðdal 5.

 

Byggingarfulltrúa falið að auglýsa lóðina lausa til umsóknar á grundvelli úthlutunarskilmála fyrir Dalahverfi.

 

 1. Úttekt á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.

 

Bæjarstjóra falið að finna úttektaraðila.

 

 1. Fjölskyldudagur Sveitarfélagsins Voga.

 

Fjölskyldudagurinn verður haldinn 12. ágúst næstkomandi. Tómstundafulltrúa falið að undirbúa hátíðahöldin í samvinnu við íþrótta- og tómstundanefnd.

 

 1. Aðgengi fyrir fatlaða að íþróttamiðstöð.

 

Bæjarstjóra falið að ræða við Fasteign hf. um mögulegar breytingar til að bæta aðgengi fyrir fatlaða.

 

 1. Styrkur til Ungmennafélagsins Þróttar vegna aksturs.

 

Lagt til við bæjarstjórn að Ungmennafélaginu Þrótti verði veittur styrkur að fjárhæð 360.000 kr. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

 1. Drög að breytingum, milli fyrri og seinni umræðu bæjarstjórnar, á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga. Lagt fram til kynningar.

 

Drögin lögð fram til kynningar. Breytingarnar verða teknar til seinni umræðu bæjarstjórnar á næsta bæjarstjórnarfundi.

 

 1. Drög að nýjum erindisbréfum nefnda og tilnefningar í nefndir.

 

Drögin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.08

 

Getum við bætt efni síðunnar?