Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

49. fundur 10. júlí 2008 kl. 06:30 - 07:50 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

49. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 10. júlí 2008 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka þrjú ný mál á dagskrá sem verða mál 1-3.

 

 1. Fundargerðir 30. og 31. fundar Skipulags- og bygginganefndar.

Fundargerðirnar eru samþykktar.

 

 1. Fundargerð 6. fundar Umhverfisnefndar dags 7. júlí 2008.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerð 373. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. dags. 23. júní 2008.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerðir 3.- 5. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag á Suðurnesjum.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Fundargerðir 194. -196. fundar BS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Bréf frá Hafnasambandi Íslands, dags. 30. júní. Boðun á Hafnasambandsþing.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Umsókn um styrk til háskólanáms.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en vísar til annars stuðnings á vegum sveitarfélagsins og stéttarfélaganna fyrir starfsmenn í námi.

 

Í tengslum við gerð starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Voga er unnið að endurmenntunarmálum starfsmanna.

 

 1. Útilistaverk í Vogum eftir Erling Jónsson.

Framkvæmda- og kostnaðaráætlun er lögð fram.

 

 1. Tilkynning frá EFF vegna forkaupsréttar á hlutum í félaginu.

Tilkynningin er lögð fram.

 

Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt á hlutum í félaginu.

 

 1. Starfsmannamál. Ráðning bæjarritara.

Bæjarráð samþykkir að ráða Eirnýju Valsdóttur í starf bæjarritara og býður hana hjartanlega velkomna til starfa.

 

 1. Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi.

Skýrsla Almennu Verkfræðistofunnar um Raforkuflutningskerfi á Reykjanesi lögð fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 7.50.

Getum við bætt efni síðunnar?