Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

45. fundur 15. maí 2008 kl. 06:30 - 07:40 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

45. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 15. maí 2008 kl. 06:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

Inga Sigrún leggur fram bókun varðandi fundarboðun.

Ég vil vekja athygli á því að fundargögn með liðum 10, 13, 15, 17, 21 og 22 fylgdu ekki með fundarboði og því var fulltrúa minnihlutans ómögulegt að undirbúa sig fyrir þessa liði. Vil ég beina þeim tilmælum til formanns bæjarráðs að hann leiti allra leiði til þess að slíkt gerist ekki aftur þannig að bæjarráðsmenn geti undirbúið sig sem skyldi fyrir bæjarráðsfundi.

 

Bæjarstjóri vekur athygli á því að í fundarboði er sérstaklega tilgreint að gögn með þessum liðum verði lögð fram á fundinum.

 

  1. Fundargerð 4. fundar umhverfisnefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir 26. og 27. fundar fræðslunefndar

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.

Ég býð Maríu Hermannsdóttur leikskólastjóra velkomna itl starfa og óska henni velfarnaðar í starfi. Miðað við fyrri störf Maríu vænti ég mikil af henni sem leikskólastjóra.

 

Fulltrúar meirihlutans taka undir bókun Ingu Sigrúnar.

 

  1. Fundargerð 10. fundar félagsmálanefndar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð stjórnar DS 22. apríl 2008.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar ásamt ársreikning DS fyrir árið 2007.

 

  1. Fundargerð 753. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá lýðheilsustöð. Svör leik- og grunnskólastjóra við könnun.

Bréfið er lagt fram til kynningar og vísa til fræðslunefndar til upplýsingar.

 

  1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu vegna heilsueflingar í skólum.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð harmar að menntamálaráðherra sjái sér ekki fært að taka þátt í eða styðja verkefni til heilsueflingar í skólum, á sama hátt og heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera.

 

  1. Bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 2. maí 2008 varðandi Dag barnsins.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

Bæjarráð hvetur forstöðumenn stofnanna bæjarins til að huga að viðburðum í tengslum við Dag barnsins.

 

  1. Bréf frá skipulagsstofnun vegna 1. áfanga deiliskipulags Grænuborgarhverfis.

Bréfið er lagt fram til kynningar ásamt svarbréfi bæjarstjóra.

 

  1. Bréf frá Sóknarnefnd Kálfatjarnarkirkju varðandi skipulag miðbæjarsvæðis.

Inga Sigrún vekur athygli á vanhæfi sínu þar sem hún situr í Sóknarnefnd Kálfatjarnarkirkju.

 

Bréfið er lagt fram til kynningar og vísað til skipulags- og bygginganefndar til upplýsingar.

 

  1. Verklagsreglur HES um afskipti af númerslausum bifreiðum.

Reglurnar eru lagðar fram til kynningar og vísað til skipulags- og bygginganefndar og umhverfisnefndar til upplýsingar.

 

  1. Starfshópur um málefni Keflavíkurflugvallar. Minnisblað.

Minnisblaðið er lagt fram.

 

Bæjarráð leggur til að Sveitarfélagið Vogar taki þátt í undirbúningi og stofnun félags um atvinnuþróun umhverfis Keflavíkurflugvöll.

 

  1. Ársskýrsla Þróunafélags Keflavíkurflugvallar 2007 og fylgigögn.

Ársskýrslan er lögð fram til kynningar, ásamt fylgigögnum.

 

  1. Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsögn sambandsins er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð tekur undir athugasemdir sambandsins við fyrirhugaða nafnabreytingu á Fasteignamati ríkisins og ákvæði um fjármögnun stofnunarinnar. Bæjarráð telur eðlilegt að fjármögnun stofnunarinnar taki mið af verkefnum hennar og umfangi hverju sinni, en ekki þróun verðs á fasteignamarkaði.

 

  1. Umhverfisvika Sveitarfélagsins Voga 2008.

Bæjarstjóri kynnir kynningarefni og aðgerðir í umhverfisviku.

 

Bæjarráð hvetur heimili og fyrirtæki til að huga vel að sínu nánasta umhverfi og sýna gott fordæmi með góðri umgengni.

 

 

  1. Leiguíbúðir í Álfagerði.

Bæjarstjóri upplýsir að enn hafi engar umsóknir hafi borist um tvær leiguíbúðir sveitarfélagsins í Álfagerði.

 

Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir tekju- og eignalága eldri borgara, en þar sem engin eftirspurn er meðal þess hóps sem stendur leggur bæjarstjóri til að heimilt verði að leigja öðrum tímabundið.

Bæjarráð veitir heimild til þess að íbúðirnar verði leigðar til annarra en eldri borgara til allt að eins árs í senn.

 

  1. Kostnaður við umsýslu Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri upplýsir um kostnað við umsýslu Framfarasjóðs það sem af er árinu.

 

  1. Fundargerðir bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til að óháður aðili eða starfsmaður riti fundargerðir bæjarstjórnar í stað bæjarstjóra.

 

  1. Miðbæjarsvæði.

Minnisblað af fundi með Vegagerðinni lagt fram ásamt tillögu að deiliskipulagi.

 

Bæjarráð fagnar því að komin er niðurstaða í málið og vísar skipulagstillögunni til skipulags- og bygginganefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

 

  1. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2007.

Seinni umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Vogar árið 2007 fer fram þriðjudaginn 3. júní.

 

  1. Tillögur stýrihóps um starfsmannastefnu og stjórnskipulag Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri leggur fram drög að erindisbréfi fyrir innleiðingarhóp.

 

  1. Stofnun starfsendurhæfingar á Suðurnesjum.

Bæjarráð leggur til að Sveitarfélagið Vogar gerist stofnaðili að Samvinnu – starfsendurhæfingu á Suðurnesjum í samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum, HSS, Vinnumálastofnun, Miðstöð Símenntunar, lífeyrissjóði, verkalýðsfélög og fleiri hagsmunaaðila. Bæjarráð samþykkir að leggja til 500.000 kr. stofnframlag.

 

  1. Deiliskipulag íþróttasvæðis. Tilnefning í vinnuhóp.

UMFÞ hefur tilnefnt Ríkharð Bragason í hópinn.

 

Meirihluti bæjarráðs leggur til að formaður bæjarráðs og formaður íþrótta- og tómstundanefndar verði skipaðir í vinnuhópinn. Bæjarstjóri verði skipaður verkefnisstjóri verkefnisins.

 

  1. Framkvæmdir við Reykjanesbraut.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fagnar því að framkvæmdir við Reykjanesbraut eru hafnar á ný.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 7.40.

Getum við bætt efni síðunnar?