Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

44. fundur 23. apríl 2008 kl. 06:30 - 07:40 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

44. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, miðvikudaginn 23. apríl 2008 kl. 06:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Fundargerð 17. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 190. fundar BS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 59. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá samgönguráðuneytinu varðandi áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu vegna hækkunar húsaleigubóta.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Úrskurður umhverfisráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru Landverndar.

Úrskurðurinn er lagður fram til kynningar.

 

 1. Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna.

Frumvarpið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Ávöxtun Framfarasjóðs á 1. ársfjórðungi.

Bæjarstjóri fer yfir ávöxtunartölur sjóðsins á fyrsta ársfjórðungi.

 

 1. Drög að ársreikning Sveitarfélagsins Voga 2007.

Umfjöllun frestað.

 

 1. Drög að samkomulagi um lyktir dómsmáls.

Drögin eru lögð fram og forseta bæjarstjórnar falið að afgreiða málið.

 

 1. Miðbæjarsvæði.

Bæjarstjóri fer yfir stöðu mála varðandi miðbæjarsvæði.

 

 1. Tillögur stýrihóps um starfsmannastefnu og stjórnskipulag Sveitarfélagsins Voga.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögur stýrihópsins.

 

 1. Starfsmannamál.

Fært í trúnaðarbók.

 

 1. Gjaldskrá BS.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

 

 1. Búsetusamningar og uppgjör við Búmenn hsf vegna Álfagerði.

Bæjarstjóri fer yfir uppgjör og búsetusamninga við Búmenn vegna þjónustumiðstöðvarinnar Álfagerði og tveggja íbúða. Kostnaður umfram fjárhagsáætlun eru um 20 milljónir sem vísað er til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

 1. Umsóknir um hesthúsalóðir við Fákadal.

Bæjarráð samþykkir að úthluta tveimur lóðum við Fákadal með fyrirvara um samþykki deiliskipulags. Lóðunum verði úthlutað til Jóhönnu Elku Gunnarsdóttur og Svanborgar Svansdóttur.

 

 1. Hluthafafundur Bláa lónsins hf.

Bæjarráð samþykkir að Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri verði fulltrúi Sveitarfélagsins Voga á fundinum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.40.

Getum við bætt efni síðunnar?