Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

43. fundur 10. apríl 2008 kl. 06:30 - 08:15 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

43. fundur

 

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 10. apríl 2008 kl. 06:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 25. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 38. fundar Barnaverndarnefndar

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 585. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Helstu atriði.

Fundargerðin Landsþingsins er lögð fram til kynningar.

 

  1. Nýtt vatnsból.

Bæjarráð fagnar því að nýtt vatnsból verður tekið í notkun í dag.

 

  1. Tillögur stýrihóps um starfsmannastefnu og stjórnskipulag Sveitarfélagsins Voga.

Farið yfir tillögurnar.

 

  1. Starfsmannamál.

Fært í trúnaðarbók.

 

  1. Árni Magnússon og Friðrik Árnason, fulltrúar aðila sem hafa hugmyndir um hótelframkvæmdir á Kálfatjörn kemur á fundinn.

Bæjarráð leggur til við skipulags- og bygginganefnd að á Kálfatjörn verði gert ráð fyrir svæði undir verslun og þjónustu á nýju aðalskipulagi.

 

  1. Drög að samstarfssamning við GVS.

Svör við spurningum bæjarráðs lögð fram. Bæjarstjóra falið að ljúka drögunum og vísa til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

 

  1. Golfgarðar. Drög að viljayfirlýsingu.

Drögin eru lögð fram og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

  1. Drög að samkomulagi við SMFR.

Drögin eru lögð fram.

 

Bæjarráð telur eðlilegt að verkaskipti milli ríkis og sveitarfélaga séu skýr og greiðsluþátttaka stjórnsýslustiganna sé í samræmi við verkefni þeirra samkvæmt lögum.

 

  1. Miðbæjarsvæði.

Umræða um þróun miðbæjarsvæðis.

 

Bæjarráð leggur áherslu á að tengingar af Vogabraut við miðbæjarsvæðið séu greiðar þannig að miðbæjarstarfsemi geti þar þróast með eðlilegum hætti.

 

  1. Aksturspeningar. Minnisblað bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

 

  1. Stórheimilið Álfagerði. Samningar um kaup á búseturétti.

Bæjarráð samþykkir að kaupa búseturétt af Búmönnum í tveimur íbúðum í Álfagerði og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

  1. Bréf frá Sindra Snæ Helgasyni f.h. nokkurra unglinga í Vogum.

Erindinu er vísað til Íþrótta- og tómstundanefndar og væntanlegs Ungmennaráðs.

 

  1. Ráðning skólastjóra Stóru- Vogaskóla.

Álitsgerð ráðgjafanefndar um val á skólastjóra Stóru- Vogaskóla, sem fræðslunefnd hefur samþykkt lögð fram.

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að ráða Svövu Bogadóttur í starf skólastjóra Stóru- Vogaskóla.

 

Bæjarráð býður Svövu hjartanlega velkomna og óskar henni farsældar í starfi.

 

  1. Auglýsing stöðu leikskólastjóra Suðurvalla.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa stöðuna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.15.

Getum við bætt efni síðunnar?