Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

42. fundur 27. mars 2008 kl. 06:30 - 08:30 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

42. fundur

 

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 27. mars 2008 kl. 06:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá starfslok leikskólastjóra undir lið 13.

 

 1. Fundargerð 9. fundar félagsmálanefndar.

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 371. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 58. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 289. fundar skólanefndar FS

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Aðalfundur HS hf.

Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

 

 1. Stórheimilið Álfagerði. Samningar um kaup á búseturétti.

Bæjarstjóri kynnir búsetusamninga við Búmenn.

 

Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

 

 1. Tillögur til úrbóta í aðbúnaði og upplýsingatæknimálum starfsmanna. Framhald frá 40. fundi.

Bæjarstjóri kynnir tilboð frá þremur aðilum.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja við Skýrr ehf. og vísar auknum kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

 1. Umhverfisdagur Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarráð leggur til að laugardagurinn 24. maí verði umhverfisdagur Sveitarfélagsins Voga árið 2008 og að bænum verði skipt upp í hverfi á sama hátt og á Fjölskyldudaginn.

 

Tillögunni vísað til umhverfisnefndar til nánari útfærslu.

 

 1. Bréf frá Árna Magnússyni, Brynhildi Hafsteinsdóttur, Friðriki Árnasyni og Hrafnhildi Ýr Hafsteinsdóttur. Ósk um viðræður varðandi hótelframkvæmdir.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að boða fulltrúa bréfritara á fund bæjarráðs.

 

 1. Bréf frá GVS í kjölfar fyrirspurnar bæjarráðs frá 13. mars.

Bæjarstjóra falið að svara bréfi GVS. Jafnframt óskar bæjarráð eftir svörum við fyrri fyrirspurnum til GVS.

 

 1. Drög að starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri kynnir drögin.

 

Bæjarráð samþykkir að kalla saman trúnaðarmenn úr öllum deildum og fá þeirra álit á drögunum.

 

 1. Ráðning skólastjóra Stóru- Vogaskóla.

Fimm umsóknir bárust um stöðuna.

Bæjarráð felur ráðgjafanefnd að vinna úr umsóknum og gera tillögu til fræðslunefndar og bæjarráðs. Í ráðgjafanefndinni sitja oddvitar listanna í fræðslunefnd auk bæjarstjóra og ráðgjafa frá Kennaraháskóla Íslands.

 

 1. Starfslok leikskólastjóra.

Leikskólastjóri Suðurvalla hefur sagt stöðu sinni lausri þar sem hún hefur ráðið sig til starfa á öðrum leikskóla.

 

Bæjarráð þakkar leikskólastjóra vel unnin störf undanfarin ár og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.30

Getum við bætt efni síðunnar?