Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

40. fundur 21. febrúar 2008 kl. 06:30 - 08:30 Í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

40. fundur

 

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 21. febrúar 2008 kl. 06:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Fundargerð 23. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 8. fundar félagsmálanefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 205. fundar HES.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 583. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Afrit af svarbréfi til foreldra varðandi Stóru- Vogaskóla dags. 7. febrúar.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. XXII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Ársskýrsla Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.

Skýrslan er lögð fram og vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.

 

 1. Bréf frá ÍSÍ varðandi Lífshlaupið og aðra viðburði á vegum þess.

Bréfið er lagt fram og vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.

 

 1. Bréf frá Lýðheilsustöð. Norræna lýðheilsuráðstefnan.

Bréfið er lagt fram og vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.

 

 1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 13. febrúar v/ atvinnumála á Suðurnesjum.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Niðurstöður viðhorfskönnunar.

Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar meðal starfsmanna lagðar fram.

 

 1. Skilgreining á þjónustu- og öryggisíbúðum.

Bréfið er lagt fram og vísað til félagsmálanefndar til kynningar.

 

 1. Heilsuefling. Samstarf við Lýðheilsustöð í verkefninu Allt hefur áhrif.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir verkefninu.

 

Bæjarráð samþykkir að skipa stýrihóp um verkefnið og óska eftir tilnefningum frá eftirtöldum aðilum: fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd, leikskóla, grunnskóla, foreldrafélaga og heilsugæslu.

 

 1. Viljayfirlýsing um sameiningu slökkviliða á Suðurnesjum.

Bæjarráð tekur undir yfirlýsingu fulltrúa Brunavarna Suðurnesja, Slökkviðliðs Sandgerðis og Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli um að sameining liðanna sé góður kostur. Bæjarráð vísar til bókunar frá 28. nóvember síðastliðnum.

 

 1. Vígsla Stórheimilis.

Bæjarráð fagnar vígslu Stórheimilis með þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Vogum, sem fram fer í dag.

 

 1. Bréf frá SSS dags. 13. febrúar 2008 vegna Svæðisskipulags Suðurnesja.

Bæjarráð tilnefnir Birgi Örn Ólafsson og Ingu Sigrúnu Atladóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í samvinnunefnd um endurskoðun svæðisskipulags.

 

 1. Bréf frá Gunnar Helgasyni v/Breiðagerði 3 mótt. 11. febrúar 2008.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til skipulags- og bygginganefndar að taka fyrir og afgreiða umsókn Gunnars um stöðuleyfi, með vísan til ákvæða byggingareglugerðar.

 

 1. Bréf frá Díónýsía dags. 7 febrúar vegna heimsóknar lista- og fræðimanna.

Bæjarráð fagnar frumkvæðinu og lýsir sig reiðubúið til samstarfs.

 

 1. Framkvæmdir við Reykjanesbraut.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga skorar á samgönguráðherra og Vegagerðina að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi vegfaranda á Reykjanesbrautinni, ekki síst við mislægu gatnamótin við Voga- og Grindavíkurafleggjara.

 

Það er ólíðandi að helsta samgönguæð Suðurnesjamanna og tenging höfuðborgarsvæðisins og landsins alls við alþjóðaflugvöll sé ítrekað lokuð vegna ófullnægjandi viðskilnaðs verktaka. Það er ekki hægt að sætta sig við það að öryggi vegfarenda um Reykjanesbraut skuli vera takmarkað.

 

Bæjarráð þakkar Vegagerðinni fyrir að bæta úr lýsingu við Vogaafleggjara, en brýnir ráðherra og Vegagerðina áfram til góðra verka.

 

 1. Samstarf við Sandgerðisbæ og Sveitarfélagið Garð í skipulags- og byggingamálum.

Bæjarráð tilnefnir eftirtalda í vinnuhóp um samstarf í skipulags- og byggingarmálum milli Sandgerðis, Garðs og Voga.

 

Birgir Örn Ólafsson, Hörð Harðarson og Ingu Sigrún Atladóttir.

 

 1. Tillögur til úrbóta í aðbúnaði og upplýsingatæknimálum starfsmanna.

Bæjarstjóri kynnir tillögu til úrbóta í síma og tölvumálum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram með málið.

 

 1. Tillaga um fasta viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Meirihlutinn leggur til að teknir verði upp fastir viðtalstímar bæjarfulltrúa á bæjarskrifstofum. Minnihlutinn tekur undir tillöguna.

 

Meirihlutinn mun auglýsa fasta viðtalstíma bæjarfulltrúa E- listans síðasta fimmtudag hvers mánaðar frá kl. 17 til 19.

 

Minnihlutinn mun auglýsa fasta viðtalstíma bæjarfulltrúa H- listans síðasta laugardag hvers mánaðar frá kl. 10 til 12.

 1. Afturköllun lóða.

Sjónarmið lóðarhafa eru lögð fram. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

 1. Bréf frá forsætisráðuneytinu dags. 22. febrúar 2008. Vegna málefna Keflavíkurflugvallar

Bæjarráð fagnar frumkvæði starfshópsins og samþykkir að hitta hann í fyrstu viku marsmánaðar.

 

 1. Bréf frá Landsnet dags. 25. febrúar 2008. Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi.

Málið er til vinnslu á vettvangi Suðurlinda, samstarfsvettvangs Hafnarfjarðarbæjar, Grindavíkurbæjar og Sveitarfélagsins Voga. Óháð verkfræðistofa hefur verið fengin ráðgjafar um verkefnið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.10.

Getum við bætt efni síðunnar?