Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 27. apríl 2006 kl. 18:00 - 20:00 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

 

BÆJARRÁÐ SVEITARFÉLAGSINS VOGA

 

FUNDARGERÐ

 

Árið 2006

4. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði fimmtudaginn 27. apríl 2006,

kl. 1800 að Iðndal 2, Vogum.

 

Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Birgir Örn Ólafsson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

 

DAGSKRÁ

 

  1. Gestir frá Atvinnuþróunarfélagi Voga og Vatnsleysu-strandar.

Forseti bauð gestina velkomna og farið var yfir þau atriði sem fram komu í erindi þeirra til bæjarráðs.

 

  1. Gestir frá félagi hestamanna í Vogum.

Forseti bauð gestina velkomna og farið var yfir þau atriði sem fram komu í erindi þeirra til bæjarráðs.

 

  1. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar dags. 10/4 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

  1. Fundargerð Umhverfisnefndar dags. 10/4 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

  1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 30/3 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

  1. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 11/4 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

  1. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 30/3 2006 og bréf með ályktun um húsnæðismál B.S.

Fundargerðin er samþykkt.

 

Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í ályktun um húsnæðismál og hvetur til þess að eignaraðilar komi sér saman um skipun bygginganefndar hið fyrsta.

 

  1. Fundargerð Skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja dags. 14/3 2006.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 28/3 2006.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá Lex ehf. lögfræðistofu dags. 5/4 2006 þar sem óskað er eftir endurgreiðslu að hluta á gatnagerðagjaldi vegna Vogagerði 30.

Erindinu er vísað til lögfræðings bæjarins.

Birgir Örn tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

  1. Bréf frá Lagaþingi sf. dags. 10/4 2006 varðandi Fagradal 12.

Erindinu er vísað til lögfræðings bæjarins.

 

 

  1. Bréf frá eigendum jarðanna Bakka og Litlabæ dags. 15/4 2006 varðandi athugasemdir við drög að aðalskipulagi bæjarfélagsins.

Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfinu og vísar erindinu til aðalskipulagsvinnu.

 

  1. Bréf frá Bergrúnu Snæbjörnsdóttur dags. 11/4 2006 varðandi beiðni um styrk til að taka þátt tónlistabúðum í Bandaríkjunum.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Bergrúnu um 35.000 til ferðarinnar.

 

  1. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 8/3 og 30/3 2006 þar sem óskað er eftir heimild til að svipta tvo hundaeigendur leyfi til að halda hunda vegna vangoldinna gjalda.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og gefur hundaeigendum kost á að nýta sér andmælarétt.

 

  1. Bréf frá Kristjáni Inga Helgasyni dags. 17/4 2006 þar sem óskað er eftir áliti bæjarstjórnar á væntingum til löggæslu á svæðinu eftir fyrirhugaða sameiningu embætta.

Bæjarstjóra er falið málið.

 

  1. Bréf frá Alþingi dags. 27/2 2006 varðandi frumvarp til lögreglulaga og framkvæmdavald ríkisins í héraði.

Bréfið er kynnt..

 

  1. Bréf frá Saman-hópnum dags. 16/3 2006 varðandi beiðni um fjárstuðning.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 

  1. Bréf frá Landbúnaðarstofnun dags. 9/4 2006 varðandi fjárhólf í Landnámi Ingólfs.

Bæjarráð tekur undir það að heppilegt sé að einn aðili sjái um viðhald á hólfunum og felur bæjarstjóra að gera áætlun um viðhald girðinga.

 

  1. Þvottaplan í bæjarfélaginu.

Bæjarstjóra falið að gera tillögu að bráðabirgðaþvottaplani.

 

  1. Vefur bæjarfélagisns.

Nefnd hefur verið skipuð til að koma með tillögur um endurbætta heimasíðu. Gert er ráð fyrir að sérfræðingur muni vinna með nefndinni.

 

  1. Vogavöllur.

Birgir Örn spurði um umhirðu og hvort búnaður væri fullnægjandi fyrir sumarið. Samþykkt að kanna hver staðan er í samráði við framkvæmdarstjóra Þróttar.

 

  1. Kynning á nýju málakerfi.

Bæjarstjóri kynnti málakerfi sem tekið hefur verið í notkun sem felur í sér að öll skjöl sem berast eru skönnuð inn og send rafrænt til ábyrgðaraðila.

 

  1. Staða samninga vegna Grænuborgarhverfis.

Forseti kynnti rammasamkomulag og ákveðið að taka það til endanlegrar afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar 2. maí.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 2000

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?