Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

38. fundur 14. febrúar 2008 kl. 07:00 - 08:40 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

38. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 14. febrúar 2008 kl. 07:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Fundargerð umhverfisnefndar 1. febrúar 2008.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 15. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Jöfnunarsjóð sveitarfélaga dags. 31. desember 2007. Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 4. febrúar 2008. Héraðsáætlanir Landgræðslunnar.

Bréfið er lagt fram og vísað til skipulags- og bygginganefndar og umhverfisnefndar til kynningar.

 

 1. Bréf frá ríkisskattstjóra dags. 4. febrúar 2008. Vegna skila á fjármagnstekjuskatti.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 23. janúar 2008. Dagsetning samræmdra prófa.

Bréfið er lagt fram og vísað til fræðslunefndar til kynningar.

 

 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 18. janúar 2008. Deiliskipulag Motopark.

Bréfið er lagt fram og vísað til skipulags- og bygginganefndar og umhverfisnefndar til kynningar.

 

 1. Drög að reglum fyrir Framfarasjóð Sveitarfélagsins Voga.

Drögin eru lögð fram til kynningar og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

 1. Drög að innkaupareglum fyrir Sveitarfélagið Voga.

Drögin eru lögð fram til kynningar og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

 1. Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna grunnskólans.

Úttektin er lögð fram og vísað til fræðslunefndar til kynningar.

 

 1. Stórheimili í Vogum.

Umræða um vígslu hússins, rekstrarfyrirkomulag þjónustumiðstöðvarinnar og lánveitingar til verkefnisins.

 

 1. Samstarf SPKEF og Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarráð fagnar því að Sparisjóðurinn í Keflavík hafi ákveðið bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins með því að auka þjónustu og opnunartíma í Vogum. Bæjarráð bindur miklar vonir við samstarf SPKEF.

 

 1. Tillaga frá TSH ehf að deiliskipulagi Aragerðis 2-4.

Tillagan hefur áður komið til umræðu í bæjarráði og skipulags- og byggingarnefnd.

 

Bæjarráð hafnar tillögunni með vísan til þess að hún tekur ekki mið af hæðarmun á lóðinni. Auk þess vantar upplýsingar um hve margar íbúðir verði heimilt að byggja á reitnum.

 

Fulltrúi minnihluta situr hjá við afgreiðslu málsins

 

 1. Bréf frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis dags. 5. febrúar 2008.

Bréfið er lagt fram til kynningar. Bæjarráð þakkar VSFK fyrir bréfið. Sveitarfélagið Vogar er hér eftir sem hingað til áhugasamt um uppbyggingu atvinnulífs.

 

 1. Bréf frá Kvennakór Suðurnesja dags. 25. janúar. Ósk um styrk.

Formaður bæjarráðs leggur til að erindinu verði vísað til Menningarráðs Suðurnesja.

 

Fulltrúi minnihlutans leggur til að Kvennakórnum verði veittur 40 þúsund kr. styrkur.

 

Tillaga fulltrúa minnihlutans felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

Tillaga formanns bæjarráðs samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

 

 1. Samstarfssamningur milli HSS, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs, Sveitarfélagsins Voga og Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð samþykkir áframhaldandi samstarf við HSS og önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um Forvarnar- og meðferðarteymi HSS.

 

 1. Drög að samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Voga og GVS.

Bæjarráð fagnar frumkvæði GVS og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

 1. Bréf frá hestamannafélaginu Mána dags. 3. janúar. Varðandi reiðvegi á aðalskipulagi.

Bréfið er lagt fram og vísað til aðalskipulagsvinnu hjá skipulags- og bygginganefnd.

 

 1. Umsókn um flutning lögheimilis að Breiðagerði 5, 190 Vogum.

Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til 2. mgr. 1. gr. laga um lögheimili nr. 21/1990.

 

 1. Afturköllun lóða undir atvinnuhúsnæði.

Bæjarráð samþykkir að afturkalla úthlutun lóðanna Heiðarholt 2 og 4, Iðndal 4 og Jónsvör 1 frá og með 1. mars næstkomandi verði ekki búið að samþykkja byggingarleyfi á viðkomandi lóðir.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.40.

Getum við bætt efni síðunnar?