Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

37. fundur 29. janúar 2008 kl. 18:00 - 19:40 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

37. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 29. janúar 2008 kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Inga Rut Hlöðversdóttir og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Fundargerð 7. fundar félagsmálanefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 183. og 184. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð stýrihóps um starfsmannastefnu og stjórnskipulag Sveitarfélagsins Voga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 750. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 28. desember 2007. Vegna aflasamdráttar í þorski.

Bréfið er lagt fram til kynningar. Tekjunum er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

 1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 7. janúar 2008. Vegna húsaleigubóta og félagslegra leiguíbúða.

Bréfin eru lögð fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá samgöngunefnd dags. 17. janúar 2008. Vegna frumvarps til laga um samgönguáætlun.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Dagmar J. Eiríksdóttur dags. 10. janúar 2008. Vegna málefna Stóru- Vogaskóla.

Bæjarráð þakkar erindið og sýndan áhuga á starfsemi Stóru- Vogaskóla. Bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Erindinu er vísað til fræðslunefndar til kynningar.

 

 1. Stofnsamningur og samþykkt Suðurlinda ohf.

Stofnsamningur og samþykkt eru lögð fram til kynningar.

 

 1. Menningarráð Suðurnesja. Reglur um styrkveitingar.

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Forvarnarmál. Viðbrögð eftir íbúafund.

Bæjarráð fagnar góðri þátttöku íbúa á fundinum og hve vel tókst til.

 

Bæjarráð fagnar yfirlýsingu lögreglustjóra Suðurnesja um samstarf við sveitarfélagið um veru forvarnarlögregluþjóns í Vogum frá og með vorinu.

 

 1. Tillaga að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis.

Tillagan er rædd og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

 1. Tillaga að deiliskipulagi Vogagerði 21- 23.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst.

 

 1. Lundur- forvarnarverkefni. Umsókn um styrk.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að styrkja verkefnið um 100 þúsund krónur og óskar eftir kynningu á verkefninu fyrir börn og foreldra í sveitarfélaginu.

 

Minnihluti bæjarráðs telur peningunum betur varið í aðrar forvarnir í sveitarfélaginu.

 

 1. Hestamannafélagið Máni. Umsókn um styrk fyrir starfsárið 2008.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50 þúsund krónur og óskar eftir kynningu frá félaginu á barna- og unglingastarfsemi þess fyrir nemendur í Stóru- Vogaskóla.

 

 1. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar. Umsókn um styrk fyrir starfsárið 2008.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir viðræðum við félagið um samstarfssamning milli klúbbsins og sveitarfélagsins.

 

 1. Samstarfssamningur Sv. Voga og UMFÞ.

Bæjarráð fagnar tillögum Ungmennafélagsins Þróttar að samstarfssamning milli félagsins og sveitarfélagsins.

 

Samningnum er vísað til Íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

 

 1. Reikningur frá One Systems ehf vegna kaupa á málaskrárkerfi.

Bæjarráð samþykkir að greiða reikning frá því í apríl 2006 og vísar upphæðinni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

 1. Viðauki við leigusamning EFF og Sv. Voga um Íþróttamiðstöðina í Vogum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum.

 

 1. Bréf frá Reykjavíkurborg dags. 22. nóvember 2007. Uppgjör viðskiptaskulda vegna skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins. Frestað frá síðasta fundi.

Bæjarráð samþykkir umframkostnað vegna skíðasvæðanna að upphæð kr.728.662,- og vísar upphæðinni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

Sveitarfélagið Vogar mun ekki verða aðili að nýjum þjónustusamningi milli sveitarfélaga með aðild að Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins.

 

 1. Umferðaröryggismál í Vogum. Minnisblað bæjarstjóra og skýrsla umferðarfulltrúa.

Bæjarráð felur tæknideildinni að vinna að þeim verkefnum sem koma fram í minnisblaðinu og skýrslu umferðarfulltrúa.

 

 1. Umsókn um lóð fyrir bílasölur.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar til umsagnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.40.

Getum við bætt efni síðunnar?