Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

36. fundur 08. janúar 2008 kl. 18:00 - 19:40 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

36. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 8. janúar 2008 kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson formaður, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Fundargerð 22. fundar fræðslunefndar.

Með vísan til 2. máls vill meirihlutinn bóka eftirfarandi.

 

Meirihluti E- listans samþykkti á bæjarráðsfundi þann 9. október að styrkja íslenskukennslu fyrir þá þrjá erlendu nemendur sem styrkumsóknin náði til. Minnihlutinn hefur farið fram á að þeirri ákvörðun verði breytt og áhersla verði lögð á að nemendurnir fái kennslu í sínu móðurmáli. Meirihlutinn er ekki samþykkur þeirri breytingatillögu.

 

Fulltrúi minnihlutans harmar að ekki sé hægt að verða við þeirri beiðni að greiða 7.000 kr. fyrir móðurmálsnámskeið fyrir erlend börn.

 

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerð 582. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 288. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð Almannavarnanefndar dags. 4. desember 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja dags. 17. desember 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

Meirihluti bæjarráðs tekur jákvætt í erindið og er hér eftir sem hingað til reiðubúinn til samráðs við Hitaveitu Suðurnesja.

 

 1. Bréf frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála dags. 19. desember 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að koma umbeðnum upplýsingum til nefndarinnar.

 

 1. Samningur um ávöxtun og eignastýringu.

Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að ganga frá og undirrita samning við Spkef um ávöxtun og eignastýringu.

 

 1. Ungt fólk 2007. Skýrsla um grunnskólanema.

Skýrslan er lögð fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar til upplýsingar.

 

 1. Greinargerð byggingafulltrúa vegna Breiðagerði 3.

Greinargerðin er lögð fram til kynningar og vísað til skipulags- og bygginganefndar.

Greinargerðinni er jafnframt vísað til framkvæmdaaðila lóðarinnar til andmæla.

 

 1. Erindi frá Amicus.

Erindið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Reykjavíkurborg dags. 22. nóvember 2007. Uppgjör viðskiptaskulda vegna skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins.

Bréfið er lagt fram og afgreiðslu frestað.

 

 1. Stórheimili fyrir eldriborgara.

Fundargerð valnefndar um nafn á heimilið lögð fram, en 63 tillögur um nafn bárust. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og verður hún kynnt við vígslu hússins.

Umræða um lánamöguleika, vígslu og opnun.

Bæjarstjóra falið að undirbúa lánaumsóknir.

 

 1. Samstarfsamningur við dótturfélag VBS fjárfestingarbanka hf., Þórusker ehf. um uppbyggingu íbúðabyggðar.

Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulaginu.

Fullltrúi minnihlutans situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

 1. Kynning á sveitarfélaginu fyrir kennaranema.

Meirihlutinn leggur til að stýrihóp um starfsmannastefnu verði falið að undirbúa kynningu á sveitarfélaginu og stofnunum þess fyrir kennaranemum og veita til verkefnisins allt að 500.000 kr.

 

Fulltrúi minnihlutans bókar eftirfarandi.

Með fundarboðinu fylgdu engar áætlanir um kostnað við verkefnið. Áður en ákvörðun verður tekin um kostnað, legg ég til að hugmyndin verði útfærð betur. Fulltrúi minnihluta situr því hjá við afgreiðslu málsins.

 

Formaður ber tillögu minnihlutans upp til atkvæða.

Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.

 

Formaður ber tillögu meirihlutans upp til atkvæða.

Tillagan er samþykkt með tveimur atkvæðum, einn situr hjá.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.40.

Getum við bætt efni síðunnar?