Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

34. fundur 27. nóvember 2007 kl. 18:00 - 20:50 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

34. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 27. nóvember 2007 kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir. Inga Rut Hlöðversdóttir kemur á fundinn kl. 20.35. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka þrjú ný mál á dagskrá.

 

Samþykkt að taka þau upp undir liðum 16, 17 og 18.

 

  1. Fundargerð 21. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 5. fundar félagsmálanefndar Sangerðis, Garðs og Voga.

Fundargerðin er samþykkt.

 

  1. Fundargerð 204. fundar HES.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 370. fundar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 579. til 581. fundar SSS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð stjórnar BS dags. 8. nóvember 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 748. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík dags. 19. nóvember 2007.

Bæjarráð fagnar frumkvæði borgarráðs og lýsir yfir áhuga á þátttöku á fundinum.

 

  1. Ályktanir aðalfundar SSS þann 10. nóvember 2007.

Ályktarnir eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Drög að stofnsamning fyrir BS.

Bæjarráð fagnar aukinni umræðu um rekstrarform og framtíðarskipulag Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráði líst vel á þær hugmyndir sem koma fram í drögunum og telur eðlilegt að vinna jafnframt að frekara samstarfi eða sameiningu slökkviliða á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.

 

  1. Skipulag, stjórnun og starfsmannamál.

Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda í stýrihóp verkefnisins:

Birgir Örn Ólafsson, Hörð Harðarson, Ingu Sigrúnu Atladóttur, Róbert Ragnarsson og Arnar Jónsson, sem verður verkefnisstjóri.

 

  1. Átakið vatn og rafmagn fyrir allan heiminn.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Stígamótum dags. 15.11. 2007.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnanna 2008.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnanna verði samþykktar.

 

  1. Drög að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga árið 2008, ásamt starfsáætlunum.

Fyrir fundinum liggja drög að fjárhagsáætlun ársins 2008, ásamt starfsáætlunum. Bæjarstjóri fer yfir tillögur forstöðumanna að fjárhagsáætlun ársins 2008 og tillögu að forsendum þriggja ára rammaáætlunar fyrir árin 2009- 2011.

 

Bæjarstjóra falið að lækka útgjöld áætlunarinnar í samráði við forstöðumenn.

 

  1. Greinargerð stjórnar UMFÞ

Greinargerð stjórnar UMFÞ lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð telur greinargerðina ófullnægjandi og mun boða stjórn félagsins á næsta fund bæjarráðs.

 

  1. Bréf frá Lundi. Styrkbeiðni.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 22. nóvember 2007.

Bæjarráð telur að eðlilegra hefði verið að Skipulagsstofnun hefði nýtt sér heimild í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 þar sem segir að þegar fleiri en ein matsskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði eða framkvæmdirnar eru háðar hver annarri geti stofnunin ákveðið að umhverfisáhrif þeirra skuli metin sameiginlega.

 

Birgir Örn víkur af fundi kl. 20.35 og Inga Rut Hlöðversdóttir tekur sæti hans.

 

  1. Verðmat og tilboð í eignina Iðndal 9.

Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til kaupa á eigninni Iðndal 9 og aðliggjandi lóð með vísan til fyrirliggjandi verðmats frá Fasteignahöllinni.

 

  1. Tilboð í lóðina Iðndal 11.

Bæjarráð samþykkir tilboð í hluta sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.50.

Getum við bætt efni síðunnar?