Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 16. mars 2006 kl. 20:00 - 23:10 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

 

BÆJARRÁÐ SVEITARFÉLAGSINS VOGA

 

FUNDARGERÐ

 

Árið 2006

3. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði fimmtudaginn 16. mars 2006,

kl. 2000 að Iðndal 2, Vogum.

 

Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Birgir Örn Ólafsson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

 

 

DAGSKRÁ

 

 

 1. Fundargerðir Íþrótta-og tómstundanefndar dags. 9/1, 13/2 og 13/3 2006.

Fundargerðirnar eru samþykktar.

 

 1. Fundargerð stjórnar S.S.S. dags. 3/3 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerð Skólanefndar F.S. dags. 14/2 2006.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Bréf frá Siglingastofnun dags. 27/2 2006 varðandi áætlun um sjóvarnargarða.

Farið var yfir áætlunina og var bæjarstjóra falið að gera athugasemdir.

 

 1. Bréf frá Minjafélagi Vatnsleysustrandarhrepps dags. 1/3 2006.

Málinu er frestað og er bæjarstjóra falið að afla frekari gagna.

 

 1. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 2/3 2006.

Bréfið er kynnt. Bæjarstjóra er falið að senda bréfið til Umhverfisnefndar til upplýsinga.

 

 1. Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Voga og Vatnsleysu-strandar dags. 28/2 2006

Samþykkt að bjóða forsvarsmönnum félagsins á næsta fund bæjarráðs.

 

 1. Bréf frá Fasteignamati ríksins dags. 8/3 2006.

Bréfið er kynnt.

 

 1. Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Bréfið er kynnt.

 

 1. Bréf frá Trésmiðju Snorra Hjaltasonar hf. dags. 15/3 2006 varðandi hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar í Vogum.

Bæjarráð þakkar Snorra frumkvæði og sýndan áhuga á uppbyggingu í Vogum. Hugmyndin sem fram kemur er um margt áhugaverð. Bæjarráð telur rétt að fleiri fyrirtækjum eða aðilum séu kynntar hugmyndir sveitarfélagins um uppbyggingu á væntanlegu miðbæjarsvæði. Bæjarstjóra er falið ð kynna fyrirtækjum áformin og leggja frumniðurstöður fyrir bæjarráð.

 

 1. Bréf frá hesteigendum í Vogum dags. 6/3 2006.

Samþykkt að bjóða forsvarsmönnum félagsins á næsta fund bæjarráðs.

 

 1. Ráðningasamningur forstöðumanns tæknideildar.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

 

 1. Reglur fyrir Tjarnarsal.

Reglurnar eru samþykktar með tveimur atkvæðum, Birgir situr hjá.

 

 1. Tillaga að breytingu á gatnagerðagjaldi iðnaðarlóða og drög að úthlutunarskilmálum.

Tillagan gerir ráð fyrir að í stað kr. 1.000,- gjaldi á rúmmeter byggingar verður gjaldið kr. 4.500,- á fermeter byggingar. Einnig gerir tillagan ráð fyrir breytingu á heimtaugagjaldi vatnsveitu. Í stað fasts gjalds kr. 115.000,- verður gjaldið allt frá kr. 130.000,- í kr. 500.000,- allt eftir sverleika lagna.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

 

Drög að úthlutunarskilmálum voru yfirfarin og gerðar lítilsháttar breytingar.

Úthlutunarskilmálarinir eru samþykktir samhljóða.

 

 1. Tillaga að úthluta eftirtöldum aðilum iðnaðarlóðir:

Hraunholt 2 – R. Sveinsson ehf.

Hraunholt 4 – Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf.

Hraunholt 6 – G.T. verktakar ehf.

Hraunholt 8 – Nettur ehf. og Ökumælar ehf.

 

Ofangreint tillaga að úthlutun er samþykkt. Birgir Örn samþykkir úthlutuna með fyrirvara um eignarhald landsins.

 

 1. Aðalskipulagmál.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu aðalskipulagsmála. Stefnt er að þvi að halda seinni kynningarfund um aðalskipulag miðvikudaginn 29. mars í Tjarnarsal kl. 20:00..

 

 1. Staða málaferla

Bæjarstjóri fór yfir stöðuna.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 2310

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?