Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

29. fundur 11. september 2007 kl. 18:00 - 20:20 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

29. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 11. september 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson form., Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 745. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Bæjarráð tekur undir tillögu Fjórðungssambands Vestfirðinga um að sambandið standi fyrir málþingi um ný mannvirkja- og skipulagslög.

 

  1. Tilboð fjármálafyrirtækja í ávöxtun eigin fjár Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri leggur fram tilboð fjármálafyrirtækja ásamt drögum að samþykkt fyrir sjóðinn. Kynningar fara fram næstu daga.

 

  1. Heimsókn bæjarfulltrúa til Keilis þann 4. september 2007.

Bæjarráð leggur til að sveitarfélagið kaupi táknrænan hlut í Keili að fjárhæð 100.000 kr.

 

  1. Fundur með Fjárlaganefnd 12. september 2007.

Fjárlaganefnd Alþingis kemur í heimsókn 12. september næstkomandi. Bæjarstjóri leggur fram minnisblað með áhersluatriðum bæjarstjórnar fyrir fundinn.

 

  1. Starfsmannamál.

Bæjarstjóri fer yfir ýmis starfsmannamál. Umræða um starfsmannastefnu sveitarfélagsins.

 

  1. Stórheimili við Akurgerði og Vogagerði.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.

 

  1. Bréf frá starfsmönnum leikskóla vegna gjaldskrár.

Bæjarráð þakkar ábendingarnar og felur leikskólastjóra að skoða gjaldskrá leikskólans í samanburði við aðra leikskóla og leggja fram tillögu við fjárhagsáætlanagerð ársins 2008.

 

  1. Samstarf um rekstur líkamsræktarsalar við íþróttamiðstöð.

Bæjarstjóra falið að ræða við Nautilus Ísland ehf. um rekstur líkamsræktarsalar við íþróttamiðstöð Sveitarfélagsins Voga.

 

  1. Samningur um aðalskráningu fornleifa í Vogum.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í umhverfisnefnd og skipulags- og bygginganefnd.

 

  1. Lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Voga.

Fyrir fundinum liggja lög um lögreglusamþykktir ásamt gildandi lögreglusamþykkt fyrir Gullbringusýslu og dæmum um samþykktir í öðrum sveitarfélögum.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram drög að nýrri lögreglusamþykkt á næsta fundi bæjarráðs.

 

  1. Deiliskipulag við Aragerði.

Bæjarráð samþykkir að deiliskipuleggja 6-8 íbúðir á reitnum, með aðkeyrslu um Aragerði.

 

  1. Deiliskipulag miðbæjarsvæðis.

Bæjarráð samþykkir að deiliskipuleggja miðbæjarsvæði á grundvelli rammaskipulagstillögu.

 

  1. Reglur fyrir Tjarnarsal.

Bæjarráð gerir ákveðnar breytingar á drögunum og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

 

  1. Samþykkt um gatnagerðargjald í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki nýja Samþykkt um gatnagerðargjald í Sveitarfélaginu Vogum.

 

  1. Gjaldskrá Frístundar.

Bæjarráð samþykkir að boðið verði upp á vistun í Frístund á foreldradögum og starfsdögum skóla, og að tekið verði fyrir það gjald, kr. 870.

 

  1. Ósk skólastjóra um heimild til að ráða í tímabundna stöðu verkefnisstjóra á unglingastigi.

Bæjarráð samþykkir að veita skólastjóra heimild til þess að ráða tímabundið í stöðu verkefnisstjóra á unglingastigi, út skólaárið.

 

Bæjarráð leggur til að skólastjóri yfirfari stjórnskipulag við Stóru- Vogaskóla fyrir lok þessa skólaárs og geri bæjarráði grein fyrir niðurstöðu sinni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.20.

Getum við bætt efni síðunnar?