Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

28. fundur 28. ágúst 2007 kl. 18:00 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

28. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 28. ágúst 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson form., Birgir Örn Ólafsson og Sigurður Kristinsson. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Fundargerð Almannavarnanefndar dags. 21.08.07

Lögð fram til kynningar.

 

 1. Málefni Stóru- Vogaskóla. Sveinn Alfreðsson, skólastjóri kemur á fundinn.

Sveinn fer yfir stöðu mála í upphafi skólaárs. Skráðir nemendur í Stóru- Vogaskóla eru um 210.

Bæjarráð býður Svein velkominn til starfa og bindur miklar vonir við samstarfið.

 

 1. Árssskýrsla og endurskoðaður ársreikningur 2006 fyrir Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Skýrslan er lögð fram til kynningar.

 

 1. Samsstarfssamningur við UMFÞ varðandi framkvæmdastjóra.

Rakel Rut Valdimarsdóttir, formaður og Kristinn Sigurþórsson, gjaldkeri UMFÞ koma á fundinn.

 

Fulltrúar UMFÞ leggja fram minnisblað um reynsluna af samstarfi sveitarfélagsins og UMFÞ um stöðu framkvæmdastjóra, ásamt yfirliti yfir fjölda iðkenda.

 

Bæjarráð þakkar fulltrúum UMFÞ fyrir komuna og upplýsingarnar.

 

 1. Reykjanes Express, framhald frá síðasta fundi.

Bæjarráð hvetur íbúa til að nýta sér aukna þjónustu SBK á leiðinni milli Reykjaness og höfuðborgarsvæðisins og felur Tæknideild að finna hentuga lausn á biðskýli við Reykjanesbrautina.

 

 1. Bréf frá Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs dags. 7. ágúst 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

Bæjarráð fagnar því að hafin sé metnaðarfull menntastarfsemi á Keflavíkurflugvelli og þiggur boð um að heimsækja miðstöðina þann 4. september næstkomandi.

 

 1. Bréf frá Brunavörnum Suðurnesja, varðandi mannvirki á lóðinni Hafnargata 101.

Bæjarráð óskar eftir umsögn byggingafulltrúa, Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Brunavarna Suðurnesja og Vinnueftirlitsins á ástandi hússins og þeirri starfsemi sem þar fer fram.

 

Bæjarráð óskar eftir umsögnunum fyrir 1. október næstkomandi.

 1. Bréf frá kaupendum fasteigna í Dalahverfi og Heiðargerði, dags. 20. ágúst 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

Hákon Jóhann Hákonarson, Kjalarlandi 27 og Unnar Hlöðversson, Leirdal 22, fulltrúar bréfritara koma á fund bæjarráðs og skýra nánar erindið.

 

Bæjarstjóra er falið að svara erindinu í samstarfi við forstöðumann Tæknideildar.

 

 1. Skilyrði til móttöku útvarps- og sjónvarpssendinga í Vogum.

Bæjarráð vill vekja athygli útvarps- og sjónvarpsmiðla á að skilyrði til mótttöku útvarps- og sjónvarpssendinga í sveitarfélaginu eru ekki nógu góð við ákveðin veðurskilyrði og krefst þess að fyrirtækin geri bragarbót á.

 

Í Sveitarfélaginu Vogum búa rúmlega 1.100 manns og fer sveitarfélagið ört stækkandi. Bæjarráð telur eðlilegt að móttökuskilyrði fyrir útvarp og sjónvarp séu eins og best verður á kosið í svo stóru samfélagi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

 

 1. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Stóru- Vogaskóla.

Viðhorfskönnun meðal starfsmanna skólans er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð fagnar því að könnunin sýni að almenn ánægja sé með gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Stóru- Vogaskóla.

 

 1. Sex mánaða rekstraryfirlit bæjarsjóðs og staða deilda.

Bæjarstjóri leggur fram yfirlit yfir rekstrarstöðu bæjarsjóðs fyrstu 6 mánuði ársins, ásamt yfirliti yfir stöðu deilda.

 

Bæjarráð fagnar því að rekstrarstaða sveitarfélagsins er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vill þakka deildarstjórum fyrir góðan árangur við rekstur sinna deilda.

 

 1. Umsögn um tillögu um breytingu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja í hlutafélag.

Erindið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs þann 14. ágúst síðastliðinn, þar sem Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvarinnar var gestur fundarins.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að rekstrarformi Kölku verði breytt í hlutafélag.

 

 1. Samstarfssamningur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Bæjarráð samþykkir að hefja samstarf við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar í samræmi við fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

 

Bæjarráð bindur miklar vonir við samstarfið.

 

Róbert víkur af fundi kl. 21.15.

 

 1. Úthlutun lausra lóða við Hólagötu 3 og 5.

Fyrir fundinum liggja átta umsóknir um lóðirnar, þar af fjórar sem uppfylla skilyrði úthlutunarskilmála.

 

Meirihluti bæjarráðs leggur til að Einari Birgissyni og Guðrúnu Kristmannsdóttur fái úthlutað lóðinni Hólagötu 3 og Róbert Ragnarsson lóðinni Hólagötu 5.

 

Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum, einn á móti.

 

Fulltrúi minnihlutans óskar bókað að þar sem fjórar gildar umsóknir eru um þessar tvær lóðir telji hann eðlilegt að dregið verði um lóðirnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.40

Getum við bætt efni síðunnar?