Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

27. fundur 14. ágúst 2007 kl. 18:00 - 22:22 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

27. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 14. ágúst kl. 18 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

Bæjarráð býður Ingu Rut velkomna á sinn fyrsta bæjarráðsfund.

 

 1. Fyrirspurn Ingu Sigrúnar Atladóttur um framkvæmdaleyfi. Kjartan Sævarsson, forstöðumaður tæknideildar kemur á fundinn.

Bæjarráð þakkar forstöðumanni tæknideildar fyrir upplýsingarnar.

 

 1. Bréf frá umhverfisnefnd MSI, móttekið 11. júlí 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar og vísað til umhverfisnefndar til kynningar.

 

 1. Bréf frá Jóhanni G. Jóhannssyni, dags. 20. júlí 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

Bæjarráð þakkar Jóhanni fyrir áhugaverða hugmynd.

 

 1. Tilboð í öryggiskerfi stofnanna sveitarfélagsins.

Umræða um mikilvægi öryggiskerfa við stofnanir sveitarfélagsins.

 

 1. Áhrif skerðingar aflaheimilda á atvinnulíf í Vogum.

Bæjarráð felur atvinnumálanefnd að fylgjast náið með áhrifum skerðingar aflaheimilda á atvinnulíf í Vogum.

 

 1. Samsstarfssamningur við UMFÞ varðandi framkvæmdastjóra.

Bæjarstjóri vekur athygli á því að samsstarfssamningurinn rennur út um mánaðarmótin. Bæjarráð óskar eftir afstöðu stjórnar UMFÞ til áframhaldandi samstarfs og mati stjórnarinnar á reynslu samstarfsins. Fulltrúi stjórnar UMFÞ verði boðaður á næsta fund bæjarráðs.

 

 1. Reykjanes Express

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram, meðal annars kanna fjárhagsleg áhrif.

 

 1. Fyrirspurn Ingu Sigrúnar Atladóttur um eineltisáætlanir.

Bæjarstjóri leggur fram svör frá forstöðumönnum deilda við fyrirspurnum.

 

 1. Aðalskipulag Reykjanesbæjar. Breyting vegna Motopark.

Umsögn um athugasemdir Sveitarfélagsins Voga lagðar fram.

Bæjarráð vísar svarinu til umsagnar heilbrigðisnefndar, umhverfisnefndar og skipulags- og bygginganefndar.

 

 

 1. Ræsting stofnanna Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri kynnir niðurstöður nýrra mælinga á ræstiþörf stofnanna sveitarfélagsins, en þær gefa til kynna að hægt sé að ná fram töluverðri hagræðingu.

Bæjarráð felur forstöðumönnum stofnanna að endurmeta ræstingu í samræmi við nýja mælingu.

 

 1. Umsögn um tillögu um breytingu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja í hlutafélag.

Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja kemur á fund bæjarráðs og gerir grein fyrir forsögu málsins.

 

Bæjarráð þakkar Guðjóni kærlega fyrir upplýsingarnar. Ákveðið að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

 

 1. Bréf frá Magnúsi Hersi Haukssyni og Jón Mar Guðmundssyni, dags. 7. ágúst 2007. Ósk um styrk til kaupa á Júdódýnum.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu. Bæjarráð vísar bréfriturum á fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvar og styrks sveitarfélagsins til UMFÞ.

 

 1. Ávöxtun fjármuna sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri segir frá kynningafundum sem hann hefur átt með fjármálastofnunum.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir tilboðum fjármálafyrirtækja í samræmi við framlagða tillögu bæjarstjóra.

 

 1. Deiliskipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarstjóri leggur fram tillögu frá TSH að deiliskipulagi lóðarinnar Aragerði 2-4, en lóðinni var úthlutað til TSH 7. febrúar 2006.

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar til umsagnar.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd jafnframt að hefja undirbúning deiliskipulags eftirfarandi svæða.

  • Miðbæjarsvæði á grundvelli fyrirliggjandi rammaskipulagstillögu.

  • Lóðanna Vogagerði 21 og 23.

  • Íþróttasvæði við Hafnargötu.

  • Breytingu á deiliskipulag við Iðndal.

  • Svæði austan við núverandi byggð í samræmi við tillögu að nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

 1. Úthlutun lausra lóða við Hólagötu 3 og 5.

Bæjarráð samþykkir úthlutunarskilmála fyrir lóðirnar Hólagötu 3 og 5 og ákveður jafnframt að greiða skuli fyrir byggingarétt á lóðunum. Byggingaréttur ákveðinn 1 milljón krónur á lóð, að viðbættum gatnagerðargjöldum skv. gjaldskrá.

Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:22.

Getum við bætt efni síðunnar?