Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

24. fundur 12. maí 2007 kl. 18:00 - 23:05 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

24. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 12. maí 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Bæjarráð skiptir með sér verkum.

Hörður Harðarson kjörinn formaður

Birgir Örn Ólafsson kjörinn varaformaður

Inga Sigrún Atladóttir, ritari

 

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 16. fundar fræðslunefndar dags. 21. maí 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 30. maí 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 274. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 16. maí 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð stjórnar DS dags. 22. maí 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerðir 281. til og með 285. fundar Skólanefndar FS.

Fundagerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

Bæjarráð fagnar hugmyndum um raungreinaáfanga í samstarfi við grunnskóla. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að Skólanefnd FS sendi fundargerðir fyrr til umfjöllunar.

 

 1. Kynning á starfi barnaverndar. Félagsmálastjóri kemur á fundinn.

Gyða Hjartardóttir, félagsmálastjóri kemur á fundinn og gerir grein fyrir starfi barnaverndarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga.

 

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með samstarfið og bindur miklar vonir við það. Bæjarráð þakkar Gyðu kærlega fyrir komuna.

 

 1. Samanburður á kennslustundafjölda.

Bæjarstjóri leggur fram samanburð á kennslustundafjölda í skólum á Suðurnesjum skólaárið 2006-2007, í samræmi við samþykkta tillögu á bæjarstjórnarfundi 5. júní síðastliðinn. Ennfremur samanburð á útgjöldum skóla á Suðurnesjum og skóla með sambærilegan nemendafjölda á árinu 2005, eins og þau koma fram í Árbók sveitarfélaga.

 

 1. Sala ríkissjóðs á hlut sínum í HS hf.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 16. maí 2007. Varðandi æskulýðslög.

Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar til umsagnar.

 

 1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags.16. maí 2007. Umsögn um lagafrumvarp um réttindi og skyldur leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.

Frumvarpinu er vísað til skipulags- og bygginganefndar til kynningar.

 

 1. Bréf frá Þjóðhátíðarsjóði dags. 24. maí 2007. Styrkveiting.

Bæjarráð fagnar því að hafa fengið 200.000 kr. styrk úr Þjóðhátíðarsjóði til að merkja minjar sem liggja nærri sjó.

 

Formaður bæjarráðs vekur athygli á því að frá því nýr meirihluti E- listans tók við stjórn sveitarfélagsins hefur verið sótt um þrjá styrki að fjárhæð samtals 31.900.000 kr. Allir styrkirnir hafa verið samþykktir og tekjur sveitarfélagsins aukist sem því nemur.

 

 1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 9. maí 2007.

Bréfinu er vísað til umhverfisnefndar til upplýsingar, en málið er til umfjöllunar á vettvangi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

 

 1. Eineltisáætlun Stóru- Vogaskóla. Aðgerðaáætlun.

Áætlunin er lögð fram til kynningar. Bæjarráð vísar áætluninni til fræðslunefndar til umsagnar.

 

 1. Vogagerði 6.

Í ljósi þess að tekjur af sölu eignarinnar voru meiri en áætlað var í fjárhagsáætlun leggur formaður til að 500.000 kr. aukaframlagi verði veitt til tækjakaupa í Stóru- Vogaskóla á þessu fjárhagsári.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 1. Minnisblað Deloitte, dags. 18. maí 2007 varðandi skattaleg áhrif stofnunar hlutafélags um Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Minnisblaðið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Staða byggingaframkvæmda.

Kjartan Sævarsson, byggingafulltrúi gerir grein fyrir stöðu byggingaframkvæmda í sveitarfélaginu.

Bæjarráð vísar því til skipulags- og bygginganefndar að veita þeim byggingaraðilum sem hafa ekki virt tímafresti í byggingar- og úthlutunarskilmálum áminningu um að virða þá skilmála.

 1. Bréf frá Dropanum-styrktarfélagi barna með sykursýki, dags. maí 2007.

Bæjarráð samþykkir að veita 10.000 kr. styrk til verkefnisins.

 

 1. Bréf frá Kraftasmiðnum. Umsókn um styrk vegna Skólahreysti 2007.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Bréf frá Klasa hf. dags. 2. maí 2007 vegna uppbyggingar þjónustukjarna.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og bygginganefndar og atvinnumálanefndar til umsagnar.

 

 1. Drög að samþykkt fyrir gatnagerðargjald, sölu byggingarréttar, stofngjald vatnsveitu og fráveitu, og byggingarleyfisgjöld í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarráð vísar drögunum til skipulags- og bygginganefndar til umsagnar.

 

 1. Viðbót við leigusamning EFF og Sveitarfélagsins Voga vegna íþróttamiðstöðvar.

Með viðbótinni er gengið frá því að aðgengi fyrir hreyfihamlaða að íþróttamiðstöðinni er bætt stórlega.

 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.

 

 1. Útboð á mötuneyti. Yfirferð tilboða.

Fyrir fundinum liggur tilboð frá IGS og Söluvitanum ehf, ásamt umsögn næringarráðgjafa um matseðla og hráefnisnotkun.

 

Tilboð IGS hljóðar upp á 96.668.341 kr. á samningstímanum.

Tilboð Söluvitans hljóðar upp 79.409.380 kr. á samningstímanum.

Kostnaðaráætlun var upp á 83.170.000 kr. á samningstímanum.

 

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Söluvitans ehf. og væntir mikils af samstarfinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Söluvitann á grundvelli útboðsgagna.

 

 1. Ræsting stofnana Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri fer yfir stöðu mála varðandi ræstingu stofnanna sveitarfélagsins, en í haust og næsta vetur bætast við viðbygging við íþróttamiðstöðina og þjónustumiðstöð við Stórheimilið.

 

 1. Bréf frá Kvenfélaginu Fjólu dags. 28. maí 2007.

Hanna Helgadóttir, fulltrúi kvenfélagsins kemur á fundinn og gerir grein fyrir hugmyndum félagsins um nýtingu Glaðheima.

 

Meirihluti bæjarráðs leggur til að Kvenfélagið Fjóla fái heimild til að nýta Glaðheima frá 1. september 2007 til 1. maí 2008, en þá verður húsið fjarlægt og skipulagðar tvær lóðir á reitnum.

 

Minnihluti bæjarráðs leggur til að Kvenfélagið Fjóla fái heimild til að nýta Glaðheima frá 1. september 2007 til 1. maí 2008, en þá verði ákvörðunin endurskoðuð í samráði við Kvenfélagið Fjólu.

 

 1. Starfsmannamál við Stóru- Vogaskóla.

Snæbjörn Reynisson, skólastjóri og Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarskólastjóri koma á fundinn og upplýsa bæjarráð um gang mála varðandi ráðningar starfsfólks fyrir næsta skólaár.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23:05.

Getum við bætt efni síðunnar?