Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

22. fundur 08. maí 2007 kl. 18:00 - 21:50 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

22. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 8. maí 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

Gestir fundarins eru Sverrir Agnarsson og Anton Guðmundsson, fulltrúar Smábátafélags Voga.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá bréf frá Sandgerðisbæ dags. 10. apríl 2007, en afgreiðslu þess máls var frestað á síðasta fundi.

 

Samþykkt samhljóða að taka málið á dagskrá undir 15. lið.

 

 1. Fundargerð 4. fundar umhverfisnefndar dags. 2. maí 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 17. fundar skipulags- og byggingarnefndar dags. 17. apríl 2007.

Deiliskipulagi við Hraunholt og Heiðarholt, sbr. 9. mál, vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Fundargerðin er samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 28. fundar barnaverndarnefndar dags. 30. apríl 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð aðalfundar DS dags. 23. apríl 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 177. fundar stjórnar BS dags. 12. apríl 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerðir 201. og 202. fundar heilbrigðisnefndar Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 570. fundar stjórnar SSS dags. 11. apríl 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fulltrúar Smábátafélags Voga koma á fundinn.

Sverrir Agnarsson og Anton Guðmundsson, fulltrúar Smábátafélags Voga koma á fundinn kl.18 og segja frá starfsemi félagsins, en félagsmenn eru um 30 talsins.

 

Smábátafélagið hefur hugmyndir um uppbyggingu félagsaðstöðu við höfnina og óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið.

 

Almennar umræður um hafnarmál.

 

Bæjarráð þakkar fulltrúum smábátafélagsins kærlega fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar og hvetur félagið til áframhaldandi góðra starfa.

 

Sverrir og Anton víkja af fundi kl. 18.30.

 

 1. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 18. apríl 2007.

Bréfið er lagt fram. Bæjarráð þakkar leikskólastjóra fyrir ábendinguna og treystir því að hún muni finna farsæla lausn innan ramma fjárhagsáætlunar. Bæjarráð vill jafnframt hrósa leikskólastjóra fyrir ábyrg vinnubrögð.

 

 1. Umsókn um styrk úr afreksmannasjóði Sveitarfélagsins Voga, mótt. 3. maí 2007.

Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.

 

 1. Umsókn Lóðarlögunar ehf. um lóðina Heiðarholt 2.

Umsóknin uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í úthlutunarskilmálum fyrir Hraunholt og Heiðarholt, utan að þær upplýsingar sem beðið er um á grundvelli 6. töluliðar 3. gr. eru ókomnar.

 

Bæjarráð vísar umsókninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

 1. Eftirfylgni fjárhagsáætlunar 2007.

Yfirlit yfir stöðu bókhalds og samanburður við fjárhagsáætlun fyrir tímabilið janúar til apríl lagt fram.

 

Bæjarráð vill hvetja forstöðumenn til áframhaldandi aðhalds í rekstri sinna stofnanna.

 

 1. Útboðs- og verklýsing vegna mötuneytis.

Bæjarstjóri leggur fram upplýsingar um rekstur eldhúsa skóla og leikskóla árið 2006.

 

Bæjarráð samþykkir að útboð á rekstri mötuneytisins verði auglýst í samræmi við fyrirliggja útboðs- og verklýsingu.

 

 1. Kennslustundafjöldi við Stóru- Vogaskóla.

Skólastjóri kemur á fund bæjarráðs kl. 19 og víkur af fundi kl. 20.15.

Tillaga skólastjóra um fjölda kennslustunda við Stóru- Vogaskóla fyrir skólaárið 2007-2008 lögð fram.

 

Bæjarstjóri kynnir samanburð á tillögu skólastjóra við fjölda kennslustunda í nágrannasveitarfélögum þar sem fram kemur að fjöldi kennslustunda við Stóru- Vogaskóla eru talsvert fleiri en í þeim sveitarfélögum. Bæjarstjóri kynnir jafnframt yfirlit yfir áhrif tillagnanna á fjárhagsáætlun skólans.

 

Bæjarstjóri leggur til að tillaga sem unnin er á sömu úthlutunarrreglum og unnið hefur verið með í Stóru- Vogaskóla undanfarin ár verði samþykkt, en hún gerir ráð fyrir 5% færri kennslustundum en tillaga skólastjóra. Auk þess verði samþykkt að ráðinn verði námsráðgjafi í 50% starf.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um kennslustundafjölda við Stóru- Vogaskóla skólaárið 2007-2008, en frestar ákvörðun um fjármagn til nýbúafræðslu og sérstakrar sérkennsluþarfar þar til greining liggur fyrir frá fræðsluskrifstofu.

 

 1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 10. apríl 2007.

Bæjarráð samþykkir að skipa tvo fulltrúa í sameiginlega félagsmálanefnd Sveitarfélagsins Voga, Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Nefndin skal skipuð sjö fulltrúum, tveimur frá Vogum og Garði, en þremur frá Sandgerðisbæ. Bæjarráð leggur til að fyrirkomulagið verði endurskoðað í byrjun árs 2008, með það að markmiði að sameina félagsmálanefnd og barnaverndarnefnd í eina nefnd.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.50.

 

Getum við bætt efni síðunnar?