Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

21. fundur 24. apríl 2007 kl. 18:00 - 19:50 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

21. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 24. apríl 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð aukafundar fræðslunefndar sem haldinn var þann 24. apríl 2007 og kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 12. maí 2007.

 

Samþykkt samhljóða að taka málin á dagskrá undir 20. lið og 21. lið.

 

  1. Fundargerð 14. fundar fræðslunefndar, dags. 16. apríl 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Varðandi 9.lið undir önnur mál, samþykkir bæjarráð að veita til verkefnisins 10 tímum á mánuði út skólaárið.

 

  1. Fundargerð 5. fundar atvinnumálanefndar dags. 17. apríl 2007

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð vísar tillögu nefndarinnar undir 4. lið til aðalskipulagshóps.

 

  1. Fundargerð 742. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð tekur undir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga undir 3. tölulið og leggur áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélögin fái hlutdeild í veltusköttum, svo sem fjármagnstekjuskatti og sköttum af einkahlutafélögum.

 

  1. Fundargerð 569. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 28. fundar Svæðisráðs Reykjaness.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundir 269 til 272.

Fundagerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 16. apríl 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar því að Lánasjóðurinn hafi ákveðið að fella niður lántökugjöld á lánum sjóðsins.

 

  1. Bréf frá Grænuborg ehf. dags. 26. mars 2007.

Bæjarstjóra falið að svara bréfinu í samræmi við framlagða tillögu.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun ríkisins dags. 11. apríl 2007.

Bæjarráð samþykkir verkefnin og vísar auknum kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar, ef til hans kemur.

 

  1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 10. apríl 2007.

Bréfið er lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

  1. Bréf frá íbúum Marargötu 1, varðandi sjóvarnargarð.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Siglingastofnunar.

 

  1. Bréf frá Neytendastofu dags. 30. mars 2007.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni með vísan til þess að skólamáltíðir í Stóru- Vogaskóla eru gjaldfrjálsar.

 

  1. Bréf frá Eldey, kór félags eldri borgara á Suðurnesjum, dags. 18. apríl 2007.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Samstarf við Veraldarvini í umhverfismálum sumarið 2007.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samstarfs við Veraldarvini um umhverfisverkefni sumarið 2007 og veita til þess allt að 250.000 kr.

Bæjarráð bindur miklar vonir við samstarfið.

 

  1. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2006.

Bæjarráð vísar ársreikningi Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2006 til seinni umræðu bæjarstjórnar.

 

  1. Tillaga að Samþykkt um gatnagerðargjald í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarráð vísar tillögunni til skipulags- og bygginganefndar til umsagnar.

 

  1. Útboðslýsing vegna eldhúss í Tjarnarsal.

Drög að útboðslýsingu lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að rekstur eldhúss Tjarnarsals verði boðinn út og felur bæjarstjóra að klára útboðslýsinguna gera viðeigandi ráðstafanir svo útboð megi fara fram.

 

Inga Sigrún óskar eftir að fá nákvæmari kostnaðartölur á næsta fundi.

 

  1. Samstarfssamningur sveitarfélaga á Suðurnesjum um menningarmál.

Bæjarráð vísar samstarfssamning sveitarfélaganna til samþykktar bæjarstjórnar.

 

  1. Ráðning skólastjóra við Stóru-Vogaskóla.

Inga Sigrún víkur af fundi kl. 19.30.

Bæjarstjóri leggur fram greinargerð með tillögu ráðgjafanefndar um val á skólastjóra Stóru- Vogaskóla, sem fræðslunefnd hefur samþykkt einróma. Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að Sveinn Alfreðsson, deildarstjóri, verði ráðinn nýr skólastjóri Stóru- Vogaskóla.

 

Inga Sigrún kemur aftur á fundinn kl. 19.35.

 

  1. Fundargerð 15. fundar fræðslunefndar dags. 24. apríl 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Bæjarráð staðfestir samþykkt fræðslunefndar um skammtímaleyfi kennara.

 

  1. Kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 12. maí 2007.

Bæjarráð samþykkir kjörskrána eins og hún er lögð fram af Þjóðskrá.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.50.

Getum við bætt efni síðunnar?