Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

20. fundur 13. apríl 2007 kl. 18:00 - 19:19 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

20. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, föstudaginn 13. apríl 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

Mættir eru, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Anný Helena Bjarnadóttir, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

Gestir fundarins eru Inga Rut Hlöðversdóttir og Sigurður Rúnar Símonarson sem kynntu nefndarvinnu við samstarfsamning sveitarfélaga á Suðurnesjum um menningarmál og samstarfssamning ríkis og sveitarfélaga um menningarmál.

 

Fundargerðir til kynningar.

 

  1. Fundargerð 3. fundar Umhverfisnefndar dags. 2. apríl 2007

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 11. fundar Íþrótta og tómstundanefndar, dags. 3. apríl 2007

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Varðandi erindi ungmennafélagsins bókar Inga Sigrún athugasemd um afgreiðslu erinda frá UMFÞ og hvort formaður nefndarinnar sé vanhæfur til að afgreiða erindi UMFÞ þar sem hann sé varamaður í stjórn félagsins.

Birgir bókar að samkvæmt upplýsingum frá formanni ÍTV þá hafi hann tilkynnt úrsögn sína úr stjórn UMFÞ og sé því ekki vanhæfur.

 

  1. Bréf frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja.

Bæjarráð tekur undir áhyggjur Krabbameinsfélagsins og hvetur bæjarbúa til að

gæta hófs við notkun ljósabekkja.

 

  1. Bréf frá Lionsklúbbnum Keili.

Samþykkt að styrkja útgáfu bókarinnar um 20.000 kr og festa kaup á að minnsta kosti 20 bókum.

Bæjarráð fagnar framtaki Lionsklúbbsins Keilis.

 

  1. Erindi frá Sportblaðinu.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Samstarfssamningur sveitarfélaga á Suðurnesjum um menningarmál.

Farið var ítarlega yfir samninginn og kynnt voru meginmarkmiðog störf nefndarinnar.

Kunnum við samstarfshópnum okkar bestu þakkir fyrir gott framlag og vinnu sem unnin var á mjög knöppum tíma.

Samstarfsamningur sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samstarfssamningur ríkis og sveitarfélaga um menningarmál á Suðurnesjum lagðir fram til kynningar.

 

Fundi slitið kl. 19;19

 

Getum við bætt efni síðunnar?